Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það eru til nokkrir fyrstu kynslóðar Camaro-ar hér á landi. Þeir eru meðal draumabíla flestra chevy manna. Fyrir þá sem sem þekkja ekki til amerískra véla þá er 355cid venjuleg 350 small block chevy boruð út minnsta bor (0,010 minnir mig). JHG

Re: Vantar lýsingu hvernig gírkassi bilar?

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki lýsinguna alveg en ef þessi atriði gætu átt við…. þú gefur inn, bíllinn fer á snúning en eykur ekki hraðann, þú ert að fara upp brekku, gefur meira inn en bíllinn hægir samt á sér (og fer upp á snúning). …þá er kúplingsdiskurinn búinn, ekki mikið mál að skipta um hann (ef þú þarft ekki að rífa hálfan bílinn til að komast að honum) og kostar ekki mikið í flesta bíla. JHG

Re: Vetrarundirbúningur

í Jeppar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“…þá er ekki vitlaust að láta athuga hvort ofmikill raki er í bremsuvökvanum.” Mjög góður punktur, menn hafa líkt raka í bremsukerfi við krabbamein, getur farið að sjóða við háan hita (eins og bremsukerfi bíður upp á)sem er ekki gott þegar þú ert t.d. að fara niður kambana með tveggja vélsleða kerru :( og veldur því að bremsurör ryðga. JHG

Re: Road Test: Mazda 323

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég tek heilshugar undir með bebecar, Mazda er miklu skemmtilegri en Toyota! “…sjálfskiptan með 200 vél…” Ef þetta eru kúbik sentimetrar þá er þetta með allra minnstu bílvélum sem ég hef heyrt um ;) JHG

Re: Road Test: Mazda 323

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Til að geta skrifað góða grein um bíl sem má muna sinn fífil fegri þarf vel ritfæran mann, sem Kepler greinilega er :) Góð grein, skemmtilegt lesning. JHG

Re: BMW?

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þeir hafa sína kosti og galla, þú ættir að renna yfir þessa grein: http://www.auto.com/industry/iwiri14_20020914.htm JHG

Re: Aukahlutir

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég sá einu sinni mynd af einum sem var kominn meða afturdrif og 400 small block chevy (6,6 lítra), hann ætti að jarða flesta :D JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“á 455 GTO…” Verðurðu þá ekki fljótur að skrifa grein um geitina :) GTO er að mínu mati einn fallegasti bíll sem framleiddur hefur verið. JHG

Re: Vetrarundirbúningur

í Jeppar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Hvað er bílskúrinn þinn eiginlega lítill???” Þetta er fínn fólksbílaskúr, tæpir 30 fermetrar. Vandamálið er aðallega hæðin og breidd bílskúrshurðarinnar :( JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Það væri frólegt að vita hvað týpur eru til hér heima sem þú veist um…. getur þú svarað því?” Það var þráður á kvartmílunni um svona bíla hér á landi, slóðin er: http://www.kvartmila.is/spjall/showthread.php?s= &threadid=162 JHG

Re: Vetrarundirbúningur

í Jeppar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er rétt að flest sem þarna kemur fram er eitthvað sem við eigum allir að vita. Sakar samt ekki að benda á hið augljósa :) Það verða gríðarleg viðbrigði að fá prófið, frelsið eykst svakalega. JHG

Re: Þjóðabandalagið og Bandaríkin

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Góð grein :) JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Var þetta ekki 455 bíll?” Hef ekki hugmynd en efast um að þeir hafi keypt 455 bíl til að eyðileggja þegar 400 bíll gæti gert það sama. Ef ég man rétt þá var hann með frontinum sem var frá 1977-1978 og 455 var í mjög litlu upplagi 1977. Ég myndi því skjóta á 400 eða 403. JHG

!!!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég skil ekki af hverju þeir sem hafa áhuga á þessum málum fá ekki að hafa það í friði. Það er ekki eins og að þeir hafi komið með þessa umræðu á Deiglan eða eitthvað þvíumlíkt! Það eru ýmis áhugamál á Huga.is og óþarfi að vera með skítkast útí eitthvað sem þið/við höfum ekki áhuga, þekkingu eða getu til að skilja eða viðurkennum ekki (að réttu eða röngu) að sé til. JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“hvernig transam er í Madonnu myndbandinu sem Guy Richie gerði, það er svalur bíll” Ég hef nú aðeins einu sinni séð þetta myndband en ef minni mitt er ekki að svíkja mig þá var það rauður 2 kynslóðar transam sem hún rústaði :( JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
“Skyline er 2.8 lítra. Línu sexa.” Hvurslags dónaskapur er þetta, ræða um aðra bíla, sem eru ekki einu sinni skyldir þeim látna, í minningargrein ;) JHG

Re: Kúveit: sjálfsagður hluti Íraks

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Æji þetta er bara þessi venjulegi anti-usa áróður. Það er víst í tísku núna…. JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég gæti alveg trúað Val til að standa fyrir svona dæmi :) Lingenfehlter hefur verið að leika sér sem 4 strokka mótor sem er ef ég man rétt 2,2L og náði útur honum 1200-1300 hrossum og vill fá meira (nýjasta blað af Chevy High Performance). Fyrir nokkrum árum var ég að lesa grein um keppnisbíl í ameríkunni sem var með einhver 5000-6000 hross vél byggða á hemi, eins og ég segi, það er allt hægt, það kostar bara $$$$. JHG

Re: Bílgræjur.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ef þú færð þér 2nd gen með 455 þá þarft þú ekki græjur ;) JHG

Re: Spurning Hvað eru bestu kraftsíurnar

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ef maður skoðar Summit þá er mikið úrval af síum fyrir blöndungsbíla, enda eru þær notaðar í allar tegundir af amerískum bílum með blöndung. Síur fyrir nýja bíla eru kannski svepplaga en það kæmi mér ekki á óvart þó sala á hinum væri meiri. JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
LT1 er frábær mótor, þetta var kannski ekki nógu vel orðar hjá mér…..hann blikknar samt hjá LS1 JHG

Re: Pontiac Firebird, fæddur 1967, látinn 2002.

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ætli þú getir ekki náð nálægt 1000 hrossum með túrbínunum tveimur, slatta af bústi og race bensíni. Þá er bara vandamálið að koma öllu þessu afli til jarðar. JHG P.s. gleymdi enn einu, 403 olds var líka boðin í annari kynslóð, var með skelfilega lága þjöppu (um 7,5 ef ég man rétt) og skilaði ekki nema 185 hrossum.

Partytruck, hvar ert þú?????

í Jeppar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er ekki kominn tími til að svara????? ;) JHG

Re: helvítis kjaftæði

í Jeppar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sannar ekki neitt, pabbi átti Toyotu sem allt hrundi í sem hrunið gat. Veit um annan sem átti Hilux með sömu vandamál. Hægt að finna svona tilfelli fyrir allar bílategundir (nema GM að sjálfsögðu;). JHG P.s. ertu kominn með bílpróf?

Re: Spurning Hvað eru bestu kraftsíurnar

í Bílar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Aðal galli þess að kalla þær “svepp” er það að þessar síur voru komnar fram löngu áður en síur fóru að vera svepplaga. Ég er með eldgamlar (en ný hreinsaðar og smurðar) K&N síur í tveimur bílum, þær eru hringlaga enda liggja þær ofan á fjögurra hólfa blöndungum og þar fyrir neðan er V8. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok