Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki lýsinguna alveg en ef þessi atriði gætu átt við…. þú gefur inn, bíllinn fer á snúning en eykur ekki hraðann, þú ert að fara upp brekku, gefur meira inn en bíllinn hægir samt á sér (og fer upp á snúning). …þá er kúplingsdiskurinn búinn, ekki mikið mál að skipta um hann (ef þú þarft ekki að rífa hálfan bílinn til að komast að honum) og kostar ekki mikið í flesta bíla. JHG