Þetta er allt spurning um búst og þjöppu. Ef vélin er með háa þjöppu þá er ekki skynsamlegt að fara að þjappa mikið inná hana. Einnig er spurning hvort stimplar, stangir og sveifarás þoli álagið (mjög líklega er turbo útgáfan með lægri þjöppu, herta stimpla, stangir og sveif). Eins og ég sagði áður þá er best að fara á netið og leita af grúppu bílaáhugamanna með samskonar bíla. Þar eru örugglega einhverjir sem annað hvort eru búnir að gera þetta eða stúdera þá í ræmur. JHG