Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Þétting/hljóðeinangrun

í Bílar fyrir 22 árum
Ég einangraði einu sinni vélarrúm á suzuki fox með góðum árangri. Ég keypti mottur sem ætlaðar eru til að fóðra vélarrými á smábátum. Foxinn var ansi hljóðbær fyrir en þetta náði að drepa hávaðann alveg svakalega niður. Ég keypti þetta erlendis en verslanir sem að þjónusta smábáta (minnir að t.d. Vélar og tæki séu með þær) bjóða uppá þessar mottur. Neðst eru þær með einhverskonar tektílkanti en aðal hljóðeinangrunin felst í ca. tommu þykku svamplaga efni (eldtraust). JHG

Re: Afsökunarbeiðni

í Bílar fyrir 22 árum
Sammála, það eru margir sem að geta það ekki. JHG

Re: banna

í Bílar fyrir 22 árum
Auðvitað freystast maður stundum til að spyrna á jeppanum, þó maður hafi minnkað það eftir að bensínverð varð svona hátt. En eru ekki allir karlmenn strákar inn við beinið… Minn jeppi er allavegana fær um að tæta af stað, átta gata bensínvél, lág hlutföll, læsingar og breið dekk = gott upptak. Hef komið mörgum fólksbílnum verulega á óvart þegar þessi 2,3 tonna hlunkur skilur þá eftir í startinu og eykur frekar bilið en hitt eftir það :) Eftir svona 120 fer loftmótstaðan hinsvegar að spila...

Re: Afsökunarbeiðni

í Bílar fyrir 22 árum
Þarft ekki að biðja okkur afsökunar. Við höfum örugglega allir gert eitthvað sem við erum ekki stoltir af (við látum bara engann vita ;). JHG P.s. batnandi mönnum er best að lifa….

Re: banna

í Bílar fyrir 22 árum
Algjörlega ósammála, ef við byrjum að banna eitthvað þá er ómögulegt að sjá fyrir hvar það endar. Næst kæmi eflaust að aðeins smábílar mættu vera á ferðinni. ALLIR sportbílar eru óþarfir að margra mati og ALLIR ökumenn þeirra bjánar (að mati sömu aðila). Í raun væri þá nóg að við værum á minnstu tegund af bíl með 800 cc rúmtak vélar. Það endar þá með að við verðum öll á Yaris (eða gamla Suzuki Alto) og mér hugnast ekki sú framtíðarsýn þó að Ómar Ragnarsson hafi verið hrifinn af henni hér um...

Re: Kambarnir

í Bílar fyrir 22 árum
Hér í den þegar ég átti breyttan súkku jeppa með B20B vél þá var eitt sinn mótorhjól að leika þennann leik við mig. Á endanum var ég orðinn svo pirraður að þegar ég fór fyrir aftann hann þá hélt ég hraðanum og rak hann áfram (hann var stanslaust með augun í speglunum). Ég var svo nálægt honum að ég sá ekki afturljósið á hjólinu. Næst þegar ég reyndi að fara framúr þá gaf hann ekki í. Það er náttúrulega ekki til fyrirmyndar sem ég gerði, og líklegast myndi ég ekki gera þetta í dag (ég vona...

Re: kambar

í Jeppar fyrir 22 árum
Var búinn að svara þessu á hugi/bilar, mér sýnist að það séu flestir sammála um að þessi hegðun er ekki til fyrimyndar. JHG

Re: Kambarnir

í Bílar fyrir 22 árum
Ég hef aldrei skilið fólk sem gefur í þegar einhver vill framúr. Mín skoðun er sú að ef einhver vill fara hraðar en ég þá er best að hafa hann fyrir framan og frekar að gera honum auðveldara að fara framúr en að hindra það. Það eru því miður allt of margir sem gefa í þegar einhver vill fara framúr (sem er mjög barnalegt). JHG

Re: Vetrar(r)akstur!!

í Bílar fyrir 22 árum
bebecar skrifaði: “Það er í raun ekki undarlegt að fólksbílar taki fram úr jeppum í hálku þar sem þeir eru miklu stöðugri ” Þetta á nú ekki alltaf við. Minn jeppi er ansi stöðugur og liggur vel á vegi en hann er 2,30 metrar á breidd og með mjög breið dekk (en ekkert svakalega hár þrátt fyrir 44“ breytingu og 38” dekk). Stöðugleikans vegna væri ekkert mál að keyra hann hratt í hálku. Maður verður samt að hugsa um hvernig er að stoppa þetta ferlíki í hálku á miklum hraða. Ég hef töluvert keyrt...

Re: Chevy 350

í Bílar fyrir 22 árum
Held ekki, þetta eru mjög góðar vélar í grunninn. Það er sjálfsagt að þjöppumæla vélina (eða setja bílinn í ástandsskoðun) og ef vélin er með olíuþrýstingsmæli þá getur olíuþrýstingur gefið ákveðnar hugmyndir um hvort hún sé nokkuð orðin rúm á legum. Vélar frá mengunartímanum (eftir 1970) eru með hedd sem eru gerð til að minnka mengun en ekki fyrir afl, þó sum geti skilað því ágætlega. Ef þú ert með númerin á heddunum þá getur þú skoðað það á www.mortec.com (ásamt fjöldanum öllum af öðrum...

Re: Hvaða sport er málið?

í Bílar fyrir 22 árum
Kvartmílan er á malbiki og það eru alvöru bílar, flestir götubílar. Það hefur lítið verið sínt frá henni í íslensku sjónvarpi en það eru einhver video frá síðasta ári á www.kvartmila.is JHG

Re: Pústhiti

í Bílar fyrir 22 árum
Hef ekki hugmynd hvað telst eðlilegt í bensínvél. Ég hef ekki heyrt af því fyrr að bensínmenn væru að velta þessu fyrir sér en það er eflaust ekkert veigaminna þar en í díselvélum. JHG

Re: Pústhiti

í Bílar fyrir 22 árum
Það ætti að sleppa. Mér skilst að pústhiti díselvéla geti farið upp í 1000-1100 gráður Fahrenheit en 1100 gerir tæpar 600 gráður celsius. Annars vil ég taka það fram að ég er ekki sá fróðasti um díselvélar. JHG

Re: Chevy 350

í Bílar fyrir 22 árum
Það er einmitt mjög algent (sérstaklega í USA) að menn setji small block chevy í Jaguar þegar upprunaleg vél gefur sig. JHG

Re: Chevy 350

í Bílar fyrir 22 árum
Þetta er algengast vél í heimi, tilheyrir small block frá Chevrolet. Hestöfl hafa verið frá ca. 140 og uppí tæplega 400 frá framleiðanda en tjúningarmöguleikar eru endalausir. Þú færð ekki ódýrari vara- og aukahluti en í þessa vél. Orginal eletroniskar innspítingar (komu snemma með mekanískum en þær eru frekar sjaldgæfar) voru Cross Fire Injection (CFI), Throttle Body Injection (TBI) og Tuned Port Injection (TPI). TPI er frábær innspíting á lægri snúning en missir andann við 4800-5200 rpm....

Re: Vetrar(r)akstur!!

í Bílar fyrir 22 árum
Fín grein! Ég hef tekið eftir því að margir halda að þegar þeir séu komnir með fjórhjóladrif þá geti þeir keyrt alveg eins og þeim sínist óháð aðstæðum. Þeir gleyma því oft að fjórhjóladrifið (sem er mjög gagnlegur búnaður) hjálpar þeim ekki mikið til að stoppa. Ég keyri minn fjallabíl yfirleitt í afturdrifinu en set í framdrifið ef færð er orðin mjög þung. Það kemur í veg fyrir falkst öryggi sem margir fyllast útaf fjórhjóladrifi. JHG

Re: 3000gt

í Bílar fyrir 22 árum
Það er gott að það er fleira en loft í toppstykkinu ;) En án gríns, þetta var ekki illa meint. JHG

Re: Bilað

í Jeppar fyrir 22 árum
Varstu nokkuð í bakkgír? ;) JHG

Re: 3000gt

í Bílar fyrir 22 árum
Ertu viss um að teljarinn sé í mílum? Ef stærri tölurnar eru mílur þá er það líklegt en þó bíllinn komi frá ameríku þá er það ekki alveg öruggt. En allavegana þá fór minn Transam niður í 13,8 lítra á hundraði síðasta sumar (ekki sparakstur) og það er blöndungsbíll. Fjórða kynslóð með LT1 og LS1 eru að eyða miklu minnu svo að amerískir eru nú ekki að eyða svo miklu. JHG

Re: Bíltegundir

í Bílar fyrir 22 árum
Ég á tvo bíla og eitt hrísgrjón. Þeir eru: Pontiac Firebird Transam, 1986, 305HO/TH700R4, rúlluundirliftur og ás, Holley 600, Edelbrock Torker millihedd, K&N sía, slatti af MSD dóti (háspennukefli, þræðir, kveikjulok, hamar og MSD6AL kveikjumagnari), flækjur og Flowmaster. Er að vinna í 400 sbc sem á að fara ofaní þegar tími vinnst til. Chevrolet Blazer K5 Silverado, 1981, 350ci/TH350, NP208 millikassi, Dana44/GM12 bolta hásingar, 4,88 hlutföll, tregðulæsingar, 38“ dekk (breyttur fyrir 44”),...

Re: Þórsmerkurferð

í Jeppar fyrir 22 árum
Ég man ekki betur en ég hafi séð mynd af honum í fréttablaðinu í haust þar sem að það var búið að draga hann upp. Þetta er algjör synd en getur verið hluti af sportinu :( JHG

Re: Patrol eða Patrol?!?

í Jeppar fyrir 22 árum
Það er kannski það sem helst er hægt að gagnrýna með Patrolinn að hann er ekki með stóra vél. En ef menn eru þolinmóðir þá er þetta örugglega allt í lagi :) JHG

Re: Mótorhjól með áætlaðan 670 kmh hámarkshraða!!!

í Bílar fyrir 22 árum
Skiptir engu hvort maður er með hjálm, maður er jafn dauður ef maður dettur á 670 kmh :( JHG

Re:Keyptar breytingar :-(

í Jeppar fyrir 22 árum
Ekki verra að fá þetta svona oft :), eins og þrefallt húrra ;) JHG

Re: TOYOTA Landcruiser 90 Nýji

í Jeppar fyrir 22 árum
Ég held að 90 bíllinn sé engin goðsögn. Hann hefur fengið viðurnefnið “Barbí” hjá jeppamönnum á klakanum sem gefur kannski einhverja hugmynd um álit manna :) Ef minnst er á goðsagnir þá veit ég ekki til að margir jeppar hafi orðið að goðsögn hér á landi. Ef við leitum langt aftur þá hafa fyrsti jeppinn (Willys og Ford) og Víboninn (Veapon) örugglega verið goðsagnir. Seinna hafa Land Roverinn og jafnvel rússa jeppinn kannski bæst í þann hóp. Nú til dags held ég að það sé engin tegund jeppa...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok