Ekki alveg rétt. Ég kannast við slatta af liði frá Norður-Kaliforníu (á ættingja þar) og Colorado sem nota jeppana sína sem jeppa. Þetta eru vel breyttir bílar, og mikið lagt uppúr því að þyngdarpunkturinn sé neðarlega. Eina sem aðgreinir þá frá okkur er að þeir eru fæstir með brettakanta, enda þarf það víst ekki allstaðar. Engin af þessu liði eru atvinnumenn í greininni, og ekki eru þeir að keppa, þetta eru bara venjulegir menn að leika sér eins og við. Margir eru með samskonar jeppa og ég,...