Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: project á leiðinni

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vel byggð 350 ætti að henda þessum bíl áfram. Ég hef einnig heyrt af þessum bílum með amerískt hjarta og þeir svínvirka. 1) 350 vél úr 76 Blazer er líklegast ekki með nógu góð hedd (mengunarhedd) fyrir þín not. Þetta eru líklegast 76cc hedd með 1,71/1,5 ventla (getur samt verið allt upp í 2,02/1,6). Svo er spurning hvort stimplarnir eru flat top eða með skálar. Þjappan er því örugglega mjög lág. Þú ættir að athuga hvort þú getur ekki fengið notuð hedd á t.d. www.kvartmila.is eða keypt þau að...

Re: Loftknúinn bíll

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einmitt :) En þar sem að ég er höfuðborgarbarn á Íslandi þá vel ég mengunarspúandi V8 vélar sem drekka það sem á þær er sett 8) JHG

Re: Bensínstöðvar.... nöldurrrr

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ef dagvaran hefði komið sem viðbót þá væri þetta svo sem í lagi (þó að maður verði stundum þreyttur á pulsufólkinu). En þegar ekki er hægt að kaupa lágmarks vörur fyrir bílinn á bensínstöðvum þá er þetta full langt gengið. Annars þá er þetta allt að breytast…var ekki Bónus að selja olíur og dekk hérna um árið? Bílavörur verða kannski komnar inní mjólkurkælinn innan skamms :/ JHG

Re: Loftknúinn bíll

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Er þetta ekki bíll sniðinn fyrir þingeyjinga ;) JHG

Re: Gjöld og aftur gjöld !

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér finnst það reyndar alveg sjálfsagt að ökumenn fari í akstursmat. Ég vil reyndar að það sé miklu oftar, og að ökumenn séu skikkaðir á stutt námskeið og akstursmat á 10 ára fresti (oftar fyrir unga og gamla ökumenn). Það er ekki heil brú í því að fólk geti haldið ökuréttindum í hálfa öld án þess að þurfa að sína fram á að það valdi þessu. JHG

Re: Brettakantar ? ? ?

í Jeppar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Glæsilegt :) Fékkstu þá hjá Ingva eða eftir öðrum leiðum? JHG

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er allavegana klárt að Jaguar XJ12 er á óskalistanum. Því miður er ólíklegt að hann endi í skúrnum hjá mér þar sem að margir bílar eru þar ofar, og ég hef ekki endalaust pláss :( JHG

Re: Brettakantar ? ? ?

í Jeppar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það getur svo sem verið að hann sé fluttur (hef ekki komið til hans síðan ca. 1998 þegar ég keypti síðast af honum kanta. Ég fletti Hagverk upp í símaskránni og það er skráð svona: Hagverk ehf., bifreiðasmiðja bæjarflöt 2, 112 Reykjavík. Síminn hjá þeim er: 587-4760. Það virðist því vera að fyrirtækið hafi flutt sig um set. Það má vera að Ingvi sé hættur (þó ég efist um það) og þetta sé annað fyrirtæki en það sakar ekki að slá á þráðinn. JHG

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Við erum greinilega ekki með sama smekk, en það væri lítið gaman ef allir væru sammála. Mér finnst Jaguar bílar eftir 1993 (minnir að það hafi verið fyrsta boddýið sem var hannað eftir að Ford tók við) vera fallegri en boddýið á undan. Statisticið yfir bilanatíðni lagaðist allavegana með 1993 bílnum. Ég hef ekki fylgst með Jaguar í nokkur ár (hef nóg með GM ;) og það má vera að þetta hafi versnað aftur. En Lucas rafkerfið er eitt það versta að vinna í. Enda er sagt að Lucas hafi fundið upp...

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þó það sé útfyrir efnið þá ætla ég að reyna að réttlæta það. Það er fokdýrt að kaupa varahluti í Jaguar vélar. Síðast þegar ég frétti þá kostaði meira að fá notað orginal hedd miklu meira en nýtt performance hedd úr áli á sbc. Ef menn standa frammi fyrir því að kosta kannski jafnmiklu í bílinn og fengist fyrir hann þá setjast menn niður og reikna. Er ekki betra að setja sbc ofaní bílinn en að henda honum? Sbc virkar vel og því ekki að nota hana? Sbc hafa verið notaðar í allflestar tegundir...

Re: Brettakantar ? ? ?

í Jeppar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nei, Bílakringlan er partasala. Mig minnir að fyrirtækið hans Ingva heiti Hagverk ehf. JHG

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mal3 skrifaði: “..setja mall block chevy undir húddið á Jaguar? Ég er orðlaus…” Ég átti ekki von á að lifa þann dag að Mal3 yrði orðlaus… ;) JHG

Re: Matra-Simca Bagheera - Classic

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt :), ég hafði ekki hugmynd um að þessi bíll væri til. Vona að þú náir að klúfa dæmið því það væri sorglegt ef þetta eintak yrði að engu. JHG

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Refur98 skrifaði: “Þetta er bara enn ein klisjan. Þekkið þið einhvern sem hefur átt Jaguar. spurðu þið hann hvernig viðhaldið var. Ef ekki, vinsamlegast ekkert að vera að fullyrða.” Frændi minn átti Jagúar XJ6, þetta var skemmtilegur bíll en bilaði svolítið mikið. Félagi minn sem gerir við bíla í skúrnum hjá sér var með einn sem var eiginlega í áskrift hjá honum. Ég held ég sé því ekki að fara með fleypur. Skv. greinum sem ég las (m.a. í Motor Trend) þá lækkaði bilanatíðni mikið eftir að...

Re: Partytruck

í Jeppar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Takk (fyrir mitt leiti) Daðmundur hinn spaki :) Ég skil ekki hvað er verið að skíta Partytruck út, þetta áhugamál væri heldur fátækt án hans. Það er alveg hægt að rökræða við hann en það væri lítið gaman ef allir væru alltaf sammála ;) JHG P.s. verðum við ekki að fara að stinga á gömlum kílum eins og “bensín vs. dísel” og þessháttar. Búið að vera alltof rólegt á bæði hugi/jeppar og hugi/bilar.

Re: Jaguar XJRs á Íslandi meira að segja!

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta eru eflaust skemmtilegir bílar þó að útlitið hafi ekki heillað mig eins mikið og aðrir Jaguar bílar. Vandamálið er að bilanatíðni Jaguar var svakalega á þessum árum. Það varð algjör bylting til batnaðar þegar Ford keypti þá (og ég sem GM maður hef yfirleitt fátt gott um þá að segja ;). JHG P.s., það er rétt, það er búið að vera steindautt hérna upp á síðkastið :(

Re: Bannaðir Bílar

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ef jepparnir standast evrópustaðla en hinir ekki þá má banna hina. JHG

Re: Smellir í stýrisganginum?

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er líklegasta skýringin. Ég myndi samt athuga hvort felgurnar séu ekki örugglega fastar á, heyrist svona klonk ef þær eru lausar. En…hjöruliðskrossinn er örugglega málið. JHG

Re: Bannaðir Bílar

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Bílar hafa oft verið bannaðir til USA vegna tveggja þátta: 1) Öryggiskröfur, 2) Mengunarkröfur Ef annar hvort þátturinn stenst ekki lágmarkskröfur þá kemst hann ekki inn. Eflaust eru sambærilegar reglur (reyndar ekki eins strangar) sem þarf að uppfylla til að flytja bíla inn á evrópska efnahagssvæðið, en við förum eftir þeim reglum. JHG

Re: Þungaskattur...

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er mismunandi hvar þú borgar bensín eða díselgjaldið. Hvað díselbíla varðar þá borgar þú gjaldið annað hvort sem fast árgjald eða miðað við ekna kílómetra meðan að þú borgar sama gjald við dælu ef um bensín er að ræða. Ríkið hefur lengi stefnt að því að breyta þessu fyrirkomulagi. Það hafa margar nefndir skilað áliti en olíufélögin hafa verið á móti þessu. Það er kannski skiljanlegt þar sem að þau þurfa að borga bensíngjaldið fyrirfram og innheimta það síðar fyrir ríkissjóð. Það er um...

Re: 4.0 lítra cherokee vélin- eyðsla?

í Jeppar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta með pústgrein og sogrein er nú ekki alveg óþekkt. B20 var með þetta svona og eflaust margar fleiri. Auðvitað er best að vera bara með V-vél og þurfa ekki að hugsa um þetta ;) Hvað fjölventla dæmið varðar þá er það töluvert dýrara í framleiðslu, fleiri hlutir til að bila og margir ókostir við það. GM valdi t.d. að gera LS1 ekki fjölventla en LS6 (sama grunn vél) er búin að ná LT5 með miklu minni kostnaði plús að umfang hennar varð minna. Vetta með LT5 kostaði ný yfir 60 þúsund dollara...

Re: Brettakantar ? ? ?

í Jeppar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú ættir að rúlla við hjá honum Ingva Stúdent (man ekki hvað fyrirtækið heitir) sem er við hliðina á Bílabúð Benna. Ég keypti af honum kanta á Blazer fyrir 44" á mjög góðu verði (og þar áður á súkku fox á ennþá betra verði). Ingvi treystir fólki og hann er yfirleitt tilbúinn til að lána hálft sett án tryggingar þó að hann þekkji viðkomandi ekki neitt. Hann sagði mér að það væri aðeins hálft sett sem væri ekki búið að skila sér en það ætti eftir að koma :) Láttu engan plata þig til að kaupa...

Re: 4.0 lítra cherokee vélin- eyðsla?

í Jeppar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Eyðslan fer töluvert eftir ástandi vélar og skynjara sem henni fylgja. Pabbi á Grand Cherokee 1993 sem eyðir örugglega langleiðina 20 l/hundraði í bæjarsnatti en fer niður í 11 í langkeyrslu. Bróðir minn á ~1988 módel sem eyðir um 18 í blönduðum akstri en hún er keyrð yfir 200 þús kílómetra, án mekanískra vandamála. Hans bíll er reyndar með slöppum TPS skynjara sem getur valdið aukinni eyðslu, en nýr skynjari kostar um 14 þús kr. Þessi vél er þekkt fyrir að endast vel en hún var víst...

Re: Polanski handtekinn á Óskarnum ????

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
er þetta ekki svipað dæmi úr íslenskum veruleika: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fret t.html?nid=1017533 Ég efast um að nokkur hér reyni að réttlæta þennan! JHG

Re: Hvað á þetta að þýða?

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég held ég myndi velja Peugeot fram yfir flestar Toyotur. Ég er að reyna að yfirvinna fordóma gagnvart frönskum bílum (en það er erfitt). Allavegana finnast mér franskir bílar bæði fallegri og skemmtilegri (að maður tali nú ekki um þægindin!!!) en japanskir (í flestum tilfellum). Ég myndi samt vinna smá rannsóknarvinnu áður en ég fjárfesti í svona bíl. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok