Ég hef nokkrum sinnum gengið í gegnum þetta, bæði með heilsprautun og að bletta. Mín reynsla er sú að ef þetta á að vera almennilega gert þá dugir ekkert minna en sandblástur (á ryðið, ekki allan bílinn). Síðan þarf að komast á bakvið boddýhlutinn og loka vel með lakki og ryðvarnarvaxi (betra en tectíl þar sem að mæðir ekki á, þornar ekki). Það er fátt meira svekkjandi en að hafa tekið allt ryð sem maður sá með vírbursta framan á borvél, unnið allt vel, spartslað og sprautað en sjá svo ryðið...