Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Aldraðir valda bílslysum

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það eru margir eldri ökumenn sem keyra vel. Þeir keyra oft aðeins hægar en eru öruggir ökumenn. Þessi ökumenn valda ekki slysum. Það eru hinsvegar óhæfir ökumenn á öllum aldri. Mér finnst sjálfsagt að tékka á öldruðum en vil ekki stoppa þar. Ég er á því að ökumenn eigi að vera í símenntun. Ég hef þrisvar tekið ökupróf, fyrst minna prófið, síðan stórt bifhjól og síðast meiraprófið. Ég lærði alltaf eitthvað nýtt og tók á einhverjum ósiðum sem ég hafði tileinkað mér. Ég get fullyrt að ég var...

Re: Hvernig á að skipta um Ventlaþéttingar

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert væntanlega að meina “regnhlífarnar” sem hindra að olía leki í strokkinn. Það er víst hægt að nota loft (úr pressu) til að koma í veg fyrir að ventillinn detti niður á meðan þú ert að þessu. Ég hef samt grun um að þú lendir í bölvuðum vandræðum með gorminn nema loftþrýstingurinn sé þeim mum meiri :/ Það lak aðeins með þessum pakkningum á einum af mínum bílum þegar ég fékk hann (ekkert alvarlegt, smá blár reykur á morgnana). Það kom mér á óvart að það hvarf þegar ég byrjaði að nota Mobil 1. JHG

Re: Slasaður eftir hraðakstur

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að ég tali nú ekki með þá sem eru með aflitað hár, þeir þurfa sérkennslu í akstri ;) JHG

Re: Slasaður eftir hraðakstur

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er auðveldara að bremsa Blazer K5 á 38" en Suzuki Swift á pínudekkjum. Hljómar skrítið. Mér finnst það líka. Ég á meðal annars þessa bíla. Ef ég bremsa snöggt á súkkunni í bleytu þá rennur helvítis druslan áfram, þrátt fyrir að vera á nýlegum dekkjum (alveg ótrúlegt hvað dósin rennur í bleytu). Trukkurinn er með mjög breyð dekk sem öll þyngdin leggst á við bremsun og bremsar miklu fyrr. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu. Já ég hef þurft að negla niður útaf Skoda Favorite sem nelgdi...

Re: Slasaður eftir hraðakstur

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sammála, það eru allskonar sérhæfð ökutæki sem við gætum látið menn taka sér próf á, það eru ekki bara jeppar. JHG

Re: Slasaður eftir hraðakstur

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jeppamenn eiga ekki að fara í meirapróf, ekki frekar en þeir sem vilja keyra aflmikla bíla. Það mætti hinsvegar hugsa sér að þeir sem vilja keyra aflmikla eða breytta bíla verði að fara á sérstök námskeið og jafnvel próf. Meiraprófið er fyrir allt annað. Ég er með meiraprófið og hef unnið sem atvinnubílstjóri auk þess að hafa verið jeppaeigandi síðan 1988, meirapróf og jeppar er ekkert sambærilegt. JHG

Re: Slasaður eftir hraðakstur

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er alveg sammála með unga ökumenn og aflmikla bíla. Óreyndir ökumenn hafa ekkert með það að gera að keyra of aflmikla bíla, þeir hafa einfaldlega ekki reynslu og þekkingu til þess. Hvað dekkjastærð varðar er ég ekki sammála. Meirapróf er ekki rétta prófið fyrir þá sem ætla að keyra jeppa, ekki frekar en það væri rétta prófið fyrir þá sem vilja keyra aflmikla bíla. Það mætti hugsa sér að þeir færu á sér námskeið til að öðlast réttindi á breytta jeppa en alls ekki meirapróf! Ég skil svo...

Re: Hvernig á maður að þrífa loftsíur?

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég geri ráð fyrir að þetta sé bómullarsía eins og K&N síurnar. Þegar ég hef þrifið mínar síur þá hef ég keypt “Recharger kit” hjá Bílabúð Benna en það er með hreinsiefni og olíu til að smyrja hana upp á nýtt. Mundu svo að skola innanfrá og nota ekki mikinn þrýsting (ekki háþrýstisprautu). JHG

Re: Innflutningur á fornbíl

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta er rétt regla. Tollverð er CIF íslenskur staður, og inní því er flutningur og vátrygging (ca 1,5%). Þetta er því einhvernveginn svona: (Innkaupsverð+flutningur+vátrygging)*1,13*1,245 JHG

Re: pick-up

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fór uppá Hvannadalshnúk (með “smá” hjálp frá spili :). JHG

Re: pick-up

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég mæli að sjálfsögðu með Chevy/GMC Full Size pallbílum frá 1973-1987. Þeir eru sterkir, hægt að fá allt í þetta á góðu verði, t.d. margar típur af vélum, og eru mjög skemmtilegir. Ef það hentar þér ekki (skil ekki að svoleiðis dýrgripir geti ekki hentað öllum en samt…) þá er margt annað í boði. Jeep Commanche, er ágætur (ef þú getur fundið svona dýrgrip), enginn jeppi hefur farið hærra á Íslandi! FORD Ranger, ágætis pallbíll og hægt að fá margt í hann á þokkalegu verði. Ég hef nú ekki séð...

Re: Innflutningur á fornbíl

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég held að hugsunin væri sú að vera ekki að lækka gjöld á bílum sem væru notaðir sem samgöngutæki heldur við sérstök tækifæri. Það er ekkert að því að nota 25 ára bíl sem samgöngutæki (styttist í að trukkurinn minn nái því), en þau tæki vilja þeir skattleggja. 40 ára bílar geta reyndar líka orðið “daily drivers” (samt minni líkur), ég hefði t.d. ekkert á móti því að aka um á 40 ára Corvettu ;) JHG

Re: Innflutningur á fornbíl

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Rökin voru víst þau að það er mjög auðvellt að nota 25 ára bíl sem samgöngutæki. Þeir ganga útfrá því að flestir sem kaupi 40+ ára bíla noti þá ekki til þess. JHG

Re: *Kraftur*

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jeppi hefur svo sem lítið við það afl að gera. Samt örugglega skemmtilegt :) JHG

Re: Hvernig er best ??

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Leitt að heyra. Þú ætlar ekki að athuga með 351W til að fá aðeins meira afl :) Annars getur 302 skilað léttum jeppa vel áfram. JHG

Re: Mála flækjur/hiti???

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég þori nú ekki að fullyrða um þetta (hef aldrei mælt þær ;) en ég fékk þær upplýsingar einhverntíma að flækjur við chevy small block væru oft á þessu bili. Það má vel vera að það sé rangt :/ JHG

Re: *Kraftur*

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það eru til amerískir með 454, 455, 460, 502 og síðan 10 strokka. Það er margir með stórar vélar og erfitt að segja hver er með þá stærstu (ég man ekki hvort það var 454 eða 455 sem var með tvinn turbó). JHG

Re: Fjármál unga fólksins...

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér fannst það sérstaklega áberandi þegar ég vann hjá fyrirtæki sem var rétt hjá framhaldsskóla (ekki Verzló). Ég rölti flesta daga framhjá þessum skóla og það leyndi sér ekki að bílar framhaldsskólanema voru dýrari en okkar sem vorum í fullri vinnu sem var nokkuð vel borguð (flestir borga hátekjuskatt). Það þarf enginn að segja mér að þessir krakkar hafi unnið fyrir þessum tækjum. JHG

Re: Mála flækjur/hiti???

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mig minnir að þær geti orðið um 550-600 gráðu heitar. Ég er með kótaðar flækjur á einum af mínum bílum og þær endast og endast. Ég setti dynomax flækjur á annan bíl sem ég á en þær entust aðeins í 2-3 ár. Þegar ég skipti um þær þá keypti ég málningu sem sölumenn hjá Slippfélaginu mæltu með. Hún átti að þola hellings hita og er víst notuð af álverum. Ég sandblés flækjurnar og sprautaði þær miðað við leiðbeiningar á dósinni (gæti verið að ég hafi farið einni of margar umferðir). Þetta var...

Re: Hraðasekt í útlöndum.

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég get kannski ekki sagt að ég þekki þetta en ég veit að embætti tollstjóra hefur séð um ýmsar innheimtur vegna annarra norðurlanda. Hvort sektir séu þar innanum veit ég ekki. JHG

Re: *Kraftur*

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hef ekki hugmynd um hver er kraftmesti “jeppinn” á landinu. Porshce jeppinn kemur örugglega sterklega til greina ef við köllum hann jeppa. Ég myndi samt heldur hallast að stórum alvöru jeppum með stórar sleggjur sem toga mann áfram. Þar koma þeir amerísku sterklega til greina, og eflaust eru margir aðrir sem uppfylla þau skilyrði. Þó afl sé gott þá er margt annað sem kemur inní formúlu góðs fjallatækis. Það er erfitt að sjá utan á bílum hve aflmiklir þeir eru. Stærð vélar segir ákveðna sögu...

Re: Flækjur undir 4runner

í Jeppar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Pústflækjur eru rör sem liggja frá hverjum strokk í einn collector frá hvorri hlið vélar. Best er að hafa rörin jafn löng og til þess að það sé hægt verður oft svolítil flækja útúr þessu :) Rétt gerðar flækjur hjálpa til að tæma strokkana af pústi og spara þar af leiðandi afl sem annars færi í að íta því út. Einnig er algengt að vélum takist ekki að tæma strokkinn á lágum snúning og séu því með leifar af síðasta hring þegar þeir byrja að soga næst (og ná því ekki eins miklu lofti og...

Re: Ættli þetta virki

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Flestir sem ég hef rætt við frá USA vilja meina að þetta sé “snake oil”, þ.e. gagnslaust. Eitthvað bílablaðið prófaði þetta á Mustang, dynomældi hann fyrir og eftir og hrossunum fækkaði. Ég held því að það sé ekkert vit í þessu. JHG

Re: Mótor

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þó þú sért að reyna að vera voðalega sniðugur og æsa menn upp þá er algjör óþarfi að skíta yfir öðling eins og Val Vífilsson. Þegar þú talar illa um einhvern ákveðinn nafngreindann mann þá getur það ekki verið annað en persónulegt. Ekki ætla ég að gagnrýna Leó, hann væri örugglega ágætur, en mér skilst að þátturinn sé í góðum höndum nú þegar og engin ástæða til að skipta. JHG

Re: Bílar og enthusiastic driving

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Blessaðir látið hann ekki æsa ykkur upp, ummæli hans segja meira um hann sjálfan en aðra. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok