Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Þú gætir verið með bíladellu ef...

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Humm, það á nú ekki margt við mig en er samt með mikla bíladellu. Ætli það skýrist ekki af því að ég er meira í ameríkubílunum en þeim evrópsku :) JHG

Re: Toyota Yaris

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hann hefur kannski ekki mikla reynslu en hefur rétt á sinni skoðun engu að síður. Ef menn eru ósáttir við það sem hann segir þá er rétt að gagnrýna það með rökum en óþarfi að rífast um aldur/reynslu hans. JHG

Re: Spurning um hvarfakúta.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég efast um að hann sé ennþá í honum. Það hlýtur einhver að hafa rifið hann úr! Hann er allavegana svo gamall að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu hér á landi (er ekki markið í kringum 1993-94?). Hvarfakútar voru mjög hamlandi, þeir höfðu eitthvað lagast 1985 en voru flestir ekki nógu góðir. Þú munt örugglega græða eitthvað á þessu, sérstaklega af því að hann er örugglega orðinn hálf stíflaður eftir öll þessi ár. En sem Chevy maður (á m.a. 81 Blazer K5) verð ég að spyrja þig...

Re: Ventlaglamur

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta er í raun ekki flókið. Þú þarft að stilla bilið á milli armsins og ventilsins. Ef það eru solid undirliftur þá þarft þú að mæla bilið og stilla það (mismunandi eftir því hvort bíllinn er kaldur eða heitur). Ef hann er með vökvaundirliftur þá getur þú stillt þetta með vélina í gangi. Þá losar þú þangað til að þú heyrir hann glamra, herðir þangað til að hann hættir því og herðir svo 1/4 úr hring (að mig minnir, á við um small block chevy, ætti að vera svipað með aðra). Það þarf enga...

Re: Toyota Yaris

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þessir bílar eru ágætir til síns brúks (þó þeir heilli mig ekki). Ég kannast við einn sem keypti fyrst einn fyrir konuna og féll svo fyrir honum að hann fékk sér annann sjálfur. Bróðir minn fékk í nokkur skipti Yaris sem hann átti að flytja á milli staða (langkeyrsla). Hann neitaði á endanum að taka þá þar sem að hann fékk svo miklar vöðvabólgur eftir akstur á þeim. Þetta fer kannski eftir stærð en Yarisinn hentaði allavegana ekki honum. Venjulegur Yaris sem er bara það sem hann er, lítill...

Re: Ventlaglamur

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það þarf þá að stilla ventlabilið (hægt á flestum). Ef bíllinn er með vökvaundirliftur þá er þetta mjög skemmtilegt, ef ekki þá þarft þú að nota föler og stilla eftir því. JHG

Re: Afmæli Corvette...

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í útlandinu er gert svolítið úr þessu. Corvettumenn á klakanum mættu nú gera eitthvað til að minnast þessara tímamóta. JHG

Re: Borgar V-Power sig?

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þotur nota steinolíu, venjulegar flugvélar nota flestar 100LL. JHG

Re: THE ITALIAN JOB á RÚV í kvöld.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Smokey and the bandit lookið er að mínu mati það flottasta. Þeir eru reyndar skuggalega flottir rauðir líka…en slá þeim svarta ekki við. Helst vildi ég vera með 455, næst 400 Pontiac, 403 Olds, en síst 301 Turbo. Annars myndi ég stökkva á hvern þeirra ef biðist :) JHG

Re: Íslenskir bílstjórar og kunnáttuleysi

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Bara pointið mitt er að það eru meiri líkur að maður sé að keyra of hratt á sportbíl.” Þetta á alls ekki við mig þó það eigi kannski við suma. Ég á meðal annars amerískan sportbíl og litla japanska dós. Almennt þá keyri ég sportbílinn miklu betur (með nokkrum undantekningum samt), af því að ég nýt þess að meira að vera í honum. Litlu dósina keyri ég yfirleitt eins og bjáni. Líklegast er ástæðan sú að það er svo leiðinlegt að keyra hana að ég reyni að vera eins fljótur út úr henni og ég get...

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég get ekki séð að það sé neitt að þessari ráðningu. Hún er með meiri menntun og ætti því að geta nýst þeim betur (gert ýmislegt fleira en venjulegur kerfisstjóri) en við vitum ekki hve mikla reynslu hún hefur (sem gæti verið mjög mikil án þess að við vitum það). Ef ég væri að ráða mann og gæti fengið tölvunarfræðing fyrir sviðaðan pening og iðnskólamenntaðan (með fullri virðingu fyrir Iðnskólanum) í þetta starf þá myndi ég velja tölvunarfræðinginn. Prófið bendir til að hún hafi miklu meiri...

Re: THE ITALIAN JOB á RÚV í kvöld.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það var N/A 6,6 lítra (400 cid pontiac) í mynd númer 1. Mér skilst að Turbo transi hafi verið í mynd númer 2. Turbo transi frá 1981 var ekki svo öflugur (má alls ekki rugla við Turbo transa frá 1989) en 400 pontiac (að maður tali nú ekki um 455 sem var boðið uppá áður) er ávísun á mikið gaman :) JHG

Re: THE ITALIAN JOB á RÚV í kvöld.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Usss….ætlar þú að halda því fram að sagan um að smygla áfengi milli ríkja haldi ekki???? ;) JHG

Re: THE ITALIAN JOB á RÚV í kvöld.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er alltof stutt síðan hún var sínd síðast! Ef ég ætti að velja á milli þá finnst mér Smokey and the bandit slá henni við, en minn bílasmekkur hefur þar kannski svolítil áhrif ;) JHG

Re: bílabrask.

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Stundum græða þeir, stundum tapa þeir. Það er alltof algengt að tollalagabrot blandist inní þetta. Menn hafa fengið tvo reikninga fyrir bílnum en framvísa aðeins öðrum í tolli. Ef menn eru of grófir þá eru þeir nelgdir á staðnum en ef menn svindla ekki of gróft þá er möguleiki að þeir sleppi. Verst er þegar þeir kaupa bíla á undirverði sem hafa verið mikið tjónaðir og selja þá sem heila bíla á fullu verði hér á landi. JHG

Re: Ford Bronco II

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta með lykilinn er ekkert skrítið. Mínir GM bílar hafa alltaf verið með sinn hvorn lykilinn til að opna og á svissinn, og ekki ólíklegt að Fordinn sé eins. Þar sem að þetta er blöndungsbíll þá þarf ökumaður oft að vera svolítið næmari en með innspítingarbíla (en það lærist fljótt), sérstaklega við gangsetningu. Þú ættir að fá einhvern gamlan í hettunni til að kíkja á hann fyrir þig (spurning hvort það borgi sig að fara með hann í ástandsskoðun). En það er svo sem ekki sett mikið á bílinn....

Re: Ford Bronco II

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Má ekki einmitt búast við því að bíll sem keyptur er á 30 þúsund sé ekki sem nýr? Það er með þessa bíla eins og aðra gamla bíla, það verður að skoða hvert eintak fyrir sig mjög vel. JHG

Re: chevrolet og bjallan

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ef einhver þeirra fer á hausinn þá er alveg víst að það koma nýjir fjárfestar inn og halda rekstrinum áfram. Það eru alltof miklir hagsmunir í húfi til að hætta með reksturinn. FORD gæti t.d. selt eignir eins og Jaguar, VOLVO eða Mazda. JHG

Re: chevrolet og bjallan

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég efa allavegana að það sé GM. Þeir seldu í fyrra (humm, eða var það í hitteðfyrra…allt of fljótt að líða) hlut í gervihnattafyrirtæki fyrir tugi milljarða dollara og fundu glufu (sem þeir hafa örugglega legið á lengi) í skattkerfinu svo að það var skattfrjálst :) GM og FORD eiga að vera nokkuð sterkir. Ég hef reyndar ekki skoðað ársreikninga þeirra fyrir undanfarin 2-3 ár en áratugurinn þar á undan var mjög góður (upp undir 15-20 milljarðar dollara á ári). FORD skilaði betri ávöxtun þó að...

Re: chervolet og bjallan

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Chevrolet heldur áfram, og litlar líkur á að þeir hætti. Þeir eru hluti af General Motors (síðan 1918) sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi. Þú ættir að kíkja á www.chevrolet.com, ef þú ert ekki þegar búinn að því. Því miður er Camaro-inn dáinn en vettan er enn framleidd og ef mig brestur ekki minni þá er Blazer nafnið ennþá í notkun, ásamt Monte Carlo, Impala ofl. Sjálfur er ég Chevy maður, á Chevrolet Blazer K5, Transam (með chevy vél) og helling af hásingum og vélum frá chevy. Gott að...

Re: 351 m

í Jeppar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú ættir að spyrjast fyrir á www.kvartmila.is, en ég get ábyrgst það að þar munt þú hitta á alvöru FORD menn sem geta sagt þér allt um vélina. Í greininni “Nokkur orð um ameríska bíla” undir hugi.is/bilar fann ég meðal annars (meðal svara): “351c er í raun ”middle block“ og er mun meiri ”sleggja“ heldur en 351w. 351m er nýrri útgáfa af 351c (man ekki hvenær nöfnin breyttust) og er í raun mjög svipuð og 351c.” “351M og 400M… M stendur fyrir Modified….ekki Marine” “351M blokkinn er hærri en...

Re: Ford Bronco II

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég þekki mann sem átti tvo í röð og dásamaði þá. Ég ferðaðist í nokkrum sinnum með honum og reyndist bíllinn vel og var mjög þægilegur. Hans bílar voru reyndar nýlegir. Ég hef heyrt suma tala illa um 2,9 lítra vélina en enginn þeirra hafði persónulega reynslu af henni. Ætli þú verðir ekki bara að skoða þetta eintak og dæma það eftir því (hann er jú kominn til ára sinna). Það kæmi mér ekki á óvart (miðað við svipaða bíla) að hann færi með svona 15-20 í bæjarsnatti en gæti dottið niður í 11-12...

Re: Aldraðir valda bílslysum

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Auðvitað yrði að vera einhver sveigjanleiki, eins og er t.d. með þegar þú ferð með bílinn í skoðun. Það væri kannski ekki gott að miða við að þú hefðir allt árið því þá færu allir í desember (við nýtum víst alla fresti :/), kannski hægt að miða við að þú hefðir t.d. 6 mánuði til að klára þetta. Við verðum greinilega ekki sammála um hver á að borga, er það ekki ágætis niðurstaða að vera sammála um að vera ósammála ;) JHG

Re: Aldraðir valda bílslysum

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það má alltaf deila um hvenær það á að láta þá sem nota þjónustuna borga fyrir hana en persónulega finnst mér að þegar um neyslu er að ræða (eins og bíll óneitanlega er) þá eigi að láta notendur borga. Rekstur bíls kostar menn yfirleitt nokkur hundruð þúsund króna á ári. Þú sleppir því ekki að tryggja bílinn af því að þú hefur ekki efni á því. Mér finnst eðlilegt að við eyðum smá pening (miðað við rekstrarkostnað bíls) í að viðhalda réttindum okkar (hvað er 20-25 þús á 10 ára fresti?). JHG

Re: Aldraðir valda bílslysum

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Algjör óþarfi að vera með útúrsnúninga. Að borga fyrir svona námskeið, kannski 20-25 þús. kr. (ekki fullur ökuskóli, stutt námskeið og ökumat) á nokkurra ára fresti er ekkert til að tala um. Ef þú deilir því t.d. á 10 ár þá held ég að engan muni um það (ef þú hefur á annað borð efni á því að reka bíl). Það er eðlilegra að þeir sem nota þjónustuna, sem eru ökumenn, borgi en að allir skattgreiðendur (sem sumir hverjir eru ekki með próf) þurfi að borga fyrir þetta. Svona fyrirkomulag ætti svo...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok