Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Reynsla af 49" Super Swamper

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er allavegana einn bíll sem er verið að breyta fyrir þessi dekk. Ég held að það sé búið að kaupa þau en held að þau séu ekki komin til landsins. Annars þá held ég að lappinn þurfi ekki svona stór dekk til að komast áfram. Þú þarft mjög sterkann drifbúnað (lágmark D60 og GM 14 bolta en helst eitthvað stærra) og stóra vél (eða svakalega lág hlutföll). En ef þig langar og þú ræður við þetta þá er það alveg sjálfsagt, alltaf gaman að sjá menn gera eitthvað nýtt :) JHG

Re: Lágdeyða á bilar

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er ekki algengt að greinum sé eytt. Helstu ástæður til þess sem ég man eftir væru ef greinin væri t.d. stolin, uppfull af dónaskap og leiðindum eða illa unnin. Stundum fáum við greinar sem eru mjög stuttar og efnið frekar lítið (eyddi um daginn “grein” sem var ein setning). Þá stöndum er alltaf frami fyrir því vali hvort það eigi að eyða henni með skýringum, (senda höfundi hana aftur og benda honum á hvað þurfi að laga til að hún komist inn) eða skella henni á korkinn. Persónulega vil ég...

Re: Óheppinn

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
mmccolt skrifaði: “er pontiacinn ekki klesstur upp í hafnarfirði núna mér sýnist þetta vera eftir staur eða eitthvað. ekki satt” Það er annar bíll. Það var keyrt aftaná minn en það er búið að rétta hann á viðurkenndu verkstæði. Hann er inní skúr hjá mér og býður þess að fara í heilsprautun. Þú ert örugglega að tala um bláann 79 Transam sem að lenti á staur. Sá bíll er mér ekki viðkomandi. JHG

Re: Þjöppumæling

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þú gerir það sjálfur. Þú færð þér þjöppumæli (kaupir eða færð lánaðan), tekur kerti úr, treður þjöppumælinum þar í, aftengir háspennukefli og startar með bílinn í botngjöf.

Re: Lágdeyða á bilar

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ætli margir notendur hafi ekki verið í prófum ofl. Ég er veit um greinar í farvatninu svo þetta fer að lagast :)

Re: Bilar - Vinsældir

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Óskiljanlegt að “þetta” geti verið vinsælla en bílar…;)

Re: Bilar - Vinsældir

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Takk fyrir að leiðrétta mig, þetta er lógíst (og okkur í hag :)

Re: Bilar - Vinsældir

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Við skoruðum ekki nógu hátt í nóvember. Við vorum í 10. sæti með 83.015 flettingar. Við verðum bara að gera betur næst :)

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
900 hrossa 928 er eflaust ekki óbreyttur bíll. Ef slagrýmir er ekki þeim mun meira þá er hann eflaust að skila aflinu ofarlega á snúnigsvæginu. Viperinn er hinsvegar með sleggju sem skilar mikilli vinnu á lágum snúning. Bíll sem búið er að tjúna til að skila miklu afli ofarlega tapar oft togi á lægri snúning. Því er mjög líklegt að Viperinn sé að skila meiru togi á lágum snúning en þessi 928. En það er tilgangslaust að ræða þetta, það hefur komið fram að þyngdardreifingin er ásættanleg, við...

Re: Bíllinn reykir

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ef þetta er blár reykur strax eftir gangsetningu sem hættir fljótlega þá þarft þú líklegast engar áhyggjur að hafa. Einkennin eru eins og þegar þéttingar við ventlana eru orðnar slappar. Þá lekur smá olía niður í strokkinn þegar bíllinn stendur. Þegar þú hann hrekkur svo í gang þá brennur hún mjög fljótlega. Transaminn hjá mér var svona þegar ég fékk hann. Ég setti á hann Mobil 1 og þá hvarf þetta. Líklegast hafa þéttingarnar (sem eru úr gúmmí) verið orðnar harðar og mýkst upp við Mobilinn....

Re: Bíllinn reykir

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er þegar búið að minnast á lit reyksins og greiningu útfrá því. Svo er spurning um hvenær reykir hann. Ef hann reykir aðeins þegar nýbúið er að starta þá eru þetta líklegast þéttingar við ventla. Gerðist þetta skyndilega eða búið að vera að þróast hægt og hljótt? Finnur þú mun á afli, eyðslu, hita eða einhverju öðru? Til þess að geta sagt eitthvað að viti þá þarftu helst að gefa nákvæmari upplýsingar. Ef ekki þá ráðlegg ég nikótín tyggjó ;) JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er hægt að láta ansi marga bíla spóla í bleytu. Þegar þú ert svo kominn með 450 lb/ft á 3600 rpm (minnir að það séu uppgefnar tölur) þá þarf ekki að kenna þyngdardreyfingu um að bíllinn spólar, sérstaklega ef undirlagið er blautt! JHG

Re: Cadilac Escalade Pick-up

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þessi bíll er stílaður inná allt annan markhóp en sauðsvartann almúgann. Olíubarónar og stórbúgarðseigendur í Texas “þurfa” stundum að nota pickup-a og vilja að sjálfsögðu vera á lúxus bíl (og ekkert að því). Ég verð að segja að ég er sammála Tollinum í þessu, þessi bíll á lítið skylt við pickup, það er búið að skera aðeins af húsinu til að láta hann líta út svipað, en að öðru leit er þetta SUV. Persónulega myndi ég frekar velja aðra pickup-a úr smiðju GM en þeir þykja líklegast full grófir...

Re: Scout-inn minn

í Jeppar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég þekki þetta með gömlu bílana. Ef maður er búinn að eiga þá lengi þá er maður oft tilbúinn að leggja meiri peninga í þá en gæti talist skynsamlegt frá fjárhagslegu sjónarhorni. Það er spurning hvort þú eigir ekki að verða virkilega róttækur og kaupa eftirlíkingu af Hummer bodýi ;) (var það ekki kallað Bummer eða eitthvað svoleiðis). Annar hef ég ekki hugmynd um hvað getur passað, en best væri ef hægt væri að redda réttu boddýi á hann (lítið varið í að vera á Scout sem lítur út eins og Datsun). JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Málið er að hann er með mótor sem skilar gríðarlegu afli, hvar sem er á snúningsvæginu (ekki bara á 7000 rpm eins og sumir). Þeir bílar eru fljótir að hreyfa hjól. Ég hef séð kraftarkarla lyfta allskonar bílum….

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ef hann fæst ekki matt svartur þá getur þú prófa að skilja hann eftir á gæsluvelli (leggja við sandkassa). Ég get lofað þér því að hann verður orðinn ansi mattur eftir það ;)

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sem segir okkur það að ef rétt er að amerískir séu eingöngu brúklegir til þess að keyra beint, og Camaro jarðaði m.a. MMC Eclipse, þá hlýtur það að segja hörmulega hluti um Eclipse ;) JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er líka sannfærður um að á hægum brautum (eins og þú kallaðir það) þá njóta bestu eiginleikar stærri bíla sín ekki eins vel og annars. Ég hef aldrei haldið því fram að F-body væru bestu bílarnir á brautum, heldur mótmælt því kröftulega að þeir geti ekkert í beygjum (eins og ég heyri alltof oft) en eins og þú segir þá stóð Camaro sig mjög vel í samanburðinum við aðra bíla (og Mazdan væntanlega komið á óvart), m.a. á hægri braut. JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Humm, ég held að þú hafir eitthvað misskilið mig. Þegar við vorum að ræða um þyngd þá var það í sambandi við bremsun, en þyngd hefur töluverð áhrif á hemlunarvegalengd. Ég var að benda á það að það væru miklu fleiri þættir en aðeins þyngdin ein sem hefði áhrif á hemlunarvegalengd. JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Enda eðlilegt að styttri bíll sé betri í gegnum keilubraut

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Alveg hjartanlega sammála því. Það er eins og með aðrar mælingar, þær segja okkur lítið einar og sér. Ef við tökum tölfræðina sem dæmi þá segir meðaltal okkur lítið, en ef við vitum range, tíðasta gildi, ofl. þá getum við kannski komist nær sannleikanum. En það sem skiptir mestu máli eru ekki einhverjar tölur á blaði heldur sú ánægja sem ökumaður fær útúr akstrinum. JHG

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Kom mér ekki á óvart að þú svaraðir svona, ef ég myndi spyrja þig hvort þér fyndist betra epli eða appelsínur þá myndir þú örugglega svara… …vínber ;)

Re: Vandamál með bílinn minn

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Menn hafa mismunandi áhugamál…. Ef menn hafa gaman af því að rífa vélar í sundur og skipta um ýmislegt (já eða skipta um þær í heild sinni) þá er það alveg upplagt :) JHG

Re: Vandamál með bílinn minn

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Gæti þetta ekki verið bensíndælan? Þegar þú ert kominn á snúning, þá þarft þú eðli málsins samkvæmt að fá nóg af bensíni, en ef hún er farin að slappast þá hefur hún ekki undan. Einnig skilst mér að þegar MAF sensorinn sé að gefa sig þá geti það líst sér eitthvað svipað. Gerir hann þetta líka þegar bíllinn er stopp og þú þenur hann? Ef hann gerir það þá eru meiri líkur til að finna útúr þessu, því þá er hægt að mæla bensínþrýsting, og jafnvel MAF skynjarann (ef hann er með MAF, veit lítið um...

Re: Amrískir bílar, evrópskir, asískir eða annað

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mig minnir að 1989 Transam sé með 0,89G (með WS6). Sem dæmi um hvað hægt var að velja þá minnir mig að base útgáfa (með niðurtjúnaðri fjöðrun) af Firebird hafi verið með 0,84G. Þú færð það sem að þú pantar! Sem dæmi þá var 1989 TTA fyrsti óbreytti bíllinn til að vera undanfari í Indianapolis. Viperinn er Mopar og því ekki með GM vél (ég held að GM bjóði sé ekki einu sinni með V10 vél). Viper hefur staðið sig ágætlega á braut (og ég hef aldrei fyrr heyrt að hann væri mistök), þó að hann sé...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok