Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Okur verð!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
flat6 skrifaði: “Er ekki minni þjappa því sem heddpakkningin er þykkari? Þá er meira bil milli hedds og stimpils þegar stimpill er í toppstöðu.” Það er akkurat málið, sprengirúmið stækkar í raun (við það að heddið hækkar) og þjappan lækkar. Turbo vélar eru yfirleitt með lægri þjöppu, og sumir framleiðendur hafa farið þessa leið til að ná henni niður. JHG

Re: Miðlar, sannleikurinn eða rugl??

í Dulspeki fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þegar ég var 17-18 ára fór ég til miðils. Mamma hefur alltaf haft mikinn áhuga á þessum málum og vildi endilega að ég færi til indverja sem var staddur hér á landi. Ég hafði nú ekkert alltof mikla trú á þessu en lét samt til leiðast. Þetta var einkafundur, sem átti sér stað í litlu herbergi, og allt mjög eðlilegt (var bara notalegt spjall). Hann sagði mér allskonar hluti, suma sem ég hélt að ég einn vissi, og aðra sem ég vissi ekki en stóðust þegar ég bar þá undir aðra ættingja sem þekktu...

Re: Okur verð!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég tek það fram að ég hef aldrei skoðað 2 lítra Nissan vélarnar en langar aðeins að tjá mig um þjöppu. Það eru nefnilega fleiri þættir sem hafa áhrif á hana en stimplarnir, eins og t.d. heddið. Svo hafa sumir farið þá leið að nota miklu þykkari heddpakkningu. Ég eignaðist eitt sinn heddpakkingar sem var fyrir B20 turbó og þvílíkur munur á henni og þeim venjulegu. En það er einnig algeng leið að hafa áhrif á þjöppu með lögun stimpla. Margar lágþjöppuvélar eru með skálar í stimplinum meðan að...

Re: Okur verð!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
NecroN86 skrifaði: “þar sem ég á 1600 corollu er ég ekki að sækja í aflið með kút eða opnu púst kerfi, aðalega flottu hljóði sem kemur með remus kútnum” Mér finnst alltaf jafn ankanalegt að sjá verslunarkerrur með hávaðapúst. Ég oft hef lent í því að vera stopp á ljósum (sjálfur á V8 bíl með flækjur og Flowmaster kút sem gefur flott hljóð án þess að skapa hávaða) og geta ekki hlustað á útvarpið fyrir einhverjum smábíl. Kannski er það merki um að ég sé að verða gamall en ég set ekki...

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Endilega skella saman grein um efnið, ég hef allavegana áhuga á að læra meira um þessi mál :) JHG

Re: Amerískur ofurgírkassi með sjálfskiptingu

í Jeppar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég fattaði það ekki (og er það þunnur að ég næ þessu ekki enn) en einhverjir virðast hafa fattað það (allavegana hafa þeir valið þann möguleika). Ég valdi “sjálfskiptur”, en hún er þó amerísk (ofur) skipting :) Einu sinni var ég að gæla við þá hugmynd að hafa gírkassa aftan við sjálfskiptingu. Þá var hugsunin sú að geta fengið allskonar niðurgírun á hana en vera með þægindi sjálfskiptingar. Þetta hefði þýtt allskonar mix, en ef viljinn og skortur á skynsemi er fyrir hendi þá er allt hægt. Á...

Re: Imprezur, ofmetnar?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hlynzi skrifaði: “Að mínu mati er þetta ekkert annað heldur en venjulegur fjórhjóladrifinn fjölskyldu bíll, og hondan fer sömu leið, nema bara framhjóladrifinn fjölskyldu bíll.” Venjuleg Impreza er bara venjulegur fjölskyldubíll en aflið í Turbó bílnum hlýtur að beina honum úr flokknum “venjulegur fjölskyldubíll”. Ég er ekki í aðdáendaklúbb þessara bíla, finnst þeir forljótir og höfða ekki til mín, en þeir mega eiga það að þeir virka ágætlega. JHG

Re: vinstri akrein

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta er alltof algengt, og óþolandi. Þegar það bætist svo við að sé sem er að hanga á vinstri er á fullu að spjalla í símann þá bætir það enn á stressið í umferðinni. JHG

Re: Imprezur, ofmetnar?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Imprezur standa vel fyrir sínu. Þetta eru mjög aflmiklir bílar með frábæra aksturseiginleika. Persónulega finnst mér þær ekki með fallegri bílum, en það er smekksatriði. En með ofmatið. Ég held að flestir skynsamir menn sem þekkja þá hvorki of- né vanmeti þá. Hinsvegar er hellingur af fólki þarna úti, sem hefur oft litla reynslu af bílum, sem kemur með fullyrðingar sem eiga við engin rök að styðjast. Þó bíllinn sé aflmikill, snöggur, liggi vel og allt það, þá er ekki hægt að gera ráð fyrir...

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eigendur túrbó bíla hafa sagt mér að opið púst skili meira á túrbó bílum en n/a, þar sem að ég hef ekki átt svoleiðis bíl þá hef ég ekki fundið hjá mér þörf að rannsaka af hverju (eða af hverju ekki). JHG

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég fór og skoðaði málið svolítið og komst að því að það er margt fleira en stærð röranna sem skiptir máli. Ef pústkerfið er rétt hannað, og flækjurnar mjög langar, þá þarf stærðin ekki að skipta svo miklu (og jafnvel engu). “what your trying to do with a correctly designed exhaust is to have the majority of the exhaust system act like extended collectors on the headers, in effect useing the inertia of the hot exhaust pulses from each cylinder to cause a cyclic low pressure wave to be timed...

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég ætla alls ekki að þykjast vera sérfræðingur í pústmálum (er langt frá því og verð það örugglega aldrei) en þau fræði eru meiri en hægt sé að fara yfir þau í stuttri grein. Ég hef lesið nokkrar greinar um efnið í erlendum tímaritum (sem geta samt aldrei talist annað en einfaldanir) og samkvæmt þeim þá skipta rörin líka máli, og það var oftar en ekki bakkað upp með dynomælingum. Ein af ástæðnum var að of stór rör geta hægt á afgasinu sem getur svo leitt til fyrirstöðu. Hinsvegar skiluðu þau...

Re: Chris Bangle - BMW

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta er svo sem allt í lagi, greinin stendur alveg fyrir sínu. JHG

Re: Bíllinn minn!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef verið latur við að taka myndavél með í skúrinn. Kannski að maður reyni að gera eitthvað í því næstu helgi… JHG

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Nei, ég er aðeins bílskúrs dútlari. Ég geri við mína bíla sjálfur (og breyti þeim), en veit sem betur fer mín takmörk. Það eru ákveðnir hlutir sem ég get gert en veit að góður fagmaður getur gert betur, og þá verður maður að hafa vit á því að leita þangað. T.d. þá hef ég sprautað bíl EN ef ég ætla að fá 110% vinnu þá leita ég til fagmanna. JHG

Re: Chris Bangle - BMW

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta er ágætis grein, en mætti hafa greinarskil hér og þar. Ég varð að hafa mig allan fram við að lesa hana :( JHG

Re: Opið púst, hvað gefur það?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það fer allt eftir því hvernig það er sem fyrir er hvort opnir kútar gefi eitthvað. Ef þú er með n/a vél, og setur við hana flækjur og opið kerfið þá getur þú náð 10-15% (og jafnvel meira ef það sem fyrir var er mjög slæmt). Ef þú setur of stór rör þá getur það hægt á bylgjunni og jafnvel fundið fyrir minna togi á lægri snúning. Hinsvegar verður alltaf að hugsa um allt kerfið, frá lofthreinsara útum púst. Það dugir ekkert að vera með opið púst ef flöskuhálsinn er annarsstaðar. Á bílum með...

Re: 38

í Jeppar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Agnarsson skrifaði: “Enn stærstu dekkin sem er verið að láta undir bílana í ddag eru allt að 44 tommu dekk !” Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að skilja þessa setningu. En ef þú ert að meina að 44“ séu stærstu dekkin sem sett eru undir jeppa hér á landi þá er það ekki allskostar rétt, nú eru menn farnir að læða 49” Irok undir :) JHG

Re: 49" IROK Super Swamper

í Jeppar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Djöfulli líst mér vel á þetta :) Þú virðist hafa náð þeim heim á helvíti góðu verði. Ég hélt að svona ævintýri væri miklu dýrara. Sjálfur hef ég verið að pæla í að fá mér 44“ (bíllinn er breyttur fyrir þær en hef verið að dóla á 38”) sem þykja bara nokkuð nett dekk miðað við þetta ;) Ég býð spenntur eftir að fá að sjá myndir af tækinu þegar 44“ ”geisladiskarnir" verða komnir undan og alvöru dekk tekin við! JHG

Re: Bíllinn minn!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hann verður örugglega helvíti góður :) Ég er þessa dagana að undirbúa minn 86 Transam undir sprautun, en hann varð fyrir því óláni að fá bíl aftaná sig síðastliði haust. Það er búið að rétta hann í bekk og mest af dótinu farið af honum. Það er ekki til ryð í sílsum eða þvílíku en smá ryð í gluggapóst og fyrir aftan afturglugga (T-topp bíll, lenda flestir í því sama). Á vélarstandinum er svo rellan sem á að fara niður en það er 400 sbc (verður líklegast 406 þegar allt verður klárt). En það er...

Re: Tango

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fín grein um öðruvísi bíl :) Ég held að það sé ekki spurning um að rafmagns og vetnisknúnir bílar eigi möguleika á að skáka ökutækjum sem nærast á dauðum risaeðlum við. Vandamálið við rafmagnsbíla er að rafkerfi stórborga ræður ekki við það ef stór hluti heimila kæmu sér upp rafmagnsbílum. Svo er raforkan (hvort sem hún er notuð beint eða til að framleiða vetni) oftar en ekki framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku, en allt skapar þetta mengun (mengun færð til). Það að skipta um orkugjafa er...

Re: Flækjur?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta fyrirbrigði kraftpúst held ég að sé yfirleitt misskilið. Til að pústið verði þess valdandi að vélin skili meira afli þá þarf það að hleypa vel í gegnum sig. Stærri rör og opnir kútar ásamt flækjum skila því oft mjög vel. Of stór rör (við n/a vélar) geta hinsvegar virkað neikvætt á afl og hröðun. Mér hefur sínst að það sem menn kalla oft kraftpúst sé ekkert annað en stærri kútur, sem væntanlega skilar eitthvað betur í gegnum sig (sem var alltaf kallað opinn kútur). Í sumum tilfellum er...

Re: Flækjur?

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Maður hefur oft heyrt talað um 10-15%. Það verður samt alltaf að hugsa um kerfið sem heild. Ef pústkerfið sem eftir er mjög þvingandi þá færðu ekki eins mikið útúr þeim. Á hinum endanum þá getur of þvingandi öndun skilað sömu vandræðum. En flækjur og flækjur eru ekki það sama. Flækjur með jafnlöngum löngum rörum skila mestu torki neðarlega á snúningsvæginu, og eru yfirleitt bestar í jeppa og götubíla. Reyndar hafa flækjur sem eru tvær og tvær (V8) í eitt rör (hvort) og þau tvö rör í...

Re: Furðulegt neistaflug undan bílum!

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég hef aldrei séð þetta, og hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Einhverntíma heyrði ég að hvarfakúturinn eyddist með tímanum, og færu þá agnir úr honum útúm pústið (og eru þá sjóðandi heitar). Það kæmi mér ekki á óvart að þær væru glóandi. Hinsvegar finnst mér líklegt að þær séu það litlar að þú ættir ekki að greina þær. JHG

Re: Pontiac GTO

í Bílar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Gott að heyra. Sendu endilega inn myndir af honum :) JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok