Ef þetta eru litlir blettir þá er best að vera með byssu sem einangrar við boddýið. Þá notar þú sandinn miklu betur og puðrar honum ekki útum allt. Annars þarftu frekar fátt, sandblástursbyssu (eða hvað sem það er nú kallað), loftslöngur, góða loftpressu (óþolandi að vera með of litla), rafmagn og sjálfsögðu sand. Það er hægt að kaupa fokdýrann sandblásturssand í Orku (lítil dós) eða kíkja í Fínspússningu og kaupa stórann poka fyrir minni pening. Stundum er nauðsynlegt að komast á bakvið...