Það er allt hægt, þetta er bara spurning um peninga (og hvað er skynsamlegt). Það er ekki nóg að hugsa um hvaða knastás heldur verður þú að byrja á að spyrja þig hvernig ætlar þú að nota bílinn. Ef hann á eingöngu að vera fyrir kvartmílu þá er í lagi að hafa úberheitann ás, 4.10:1 hlutföll (eða lægra) og stall converter sem stallar í 4000 snúningum. Svona bíll væri hundleiðinlegur í venjulegum akstri. Því þarftu fyrst að skilgreina notin, hvaða hedd þú ætlar að nota, þjöppu, hlutföll, stall...