Eyðslan fer mikið eftir bensínfætinum. Ég er með Blazer K5 með 350 cid (5,7lítra) V8, svolítið peppuð, 4 hólfa edelbrock 750cfm blöndungur, 4,88 hlutföll, 38" dekk, sjálfskiptur (án yfirgírs) og alles. Þegar ég keypti hann þá var eyðslan 37 l/h! Eftir ýmsar smálagfæringar (ónýtar hosur og ryðguð bensínrör) fór eyðslan niður í 25 l/h. Þegar bensínverð fór uppúr öllu valdi (og dollari í 110) þá varð ég að minnka eyðsluna og fór því að keyra hægar og eyðslan hefur verið í svona 22-23. Það er í...