Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Flækjur á Ensku?

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Headers

Re: JHG

í Jeppar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hann fer ekki oft á verkstæði. Lét skipta um spindilkúlur, og einu sinni var skipt um allt í afturhásingunni vegna mistaka smurstöðvar (á kostnað VÍS). Hann á það bara stundum til að verða full æstur, ríkur af stað og eyðir bensíninu mínu en það tengist líklegast eitthvað hvernig skapi eigandinn er í það skiptið (yfirleitt mjög góðu þegar þannig stendur á). Venjulega er hann samt frekar rólegur, æsingurinn kostar svo marga lítra :( JHG

Re: JHG

í Jeppar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Var sá gamli með einhver læti? ;)

Re: Akstur utan vega!!

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Jeppamenn eru almennt hættir að keyra utan vega. Eftir að stóru dekkin gerðu snjóakstur þetta þægilegann þá varð gjörbylting. Hugafar jeppamanna (og allra landsmanna)í dag er allt annað en það var fyrir nokkrum áratugum síðan. Þessar myndir eru af því þegar kanar af Keflavíkurflugvelli fóru í jeppaferð fyrir nokkrum árum síðan. Í Bandaríkjunum er mikið sport að keyra í drullu, en það tekur miklu skemmri tíma fyrir gróður þar á landi að jafna sig. Það eru ekki bara kanar sem hafa klikkað á...

Re: Ford Focus

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þú getur líka fengið þér límmiða ;)

Re: Sidekick/Vitara

í Jeppar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég veit ekki alveg hvað yfirgírinn gírar hann upp en ef ég miða við 0,7 þá ætti snúningur á 100 km hraða að vera umþaðbil: 4,88:1 ca. 2200 5,13:1 ca. 2300 Munurinn er því ekki ýkja mikill. Ég myndi hallast að lægri hlutföllunum þar sem að mótorinn er ekkert svakalega stór. Að öðru leiti þekki ég ekki mun á Sidekick og Vitara, en það getur verið að aðrir þættir vegi hlutfallamun upp. JHG

Re: JHG

í Jeppar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sælinú, Ekki er hann hvítur. Minn er rauður, á 38“ DC (sem líta út eins og 35” undir honum af því að hann er breyttur fyrir 44"). Felgurnar voru einu sinni krómaðar en það hefur ekki sést til þess í mjög mörg ár (og lýsi ég hér með eftir því). Ég efast um að hann hafi verið að þvælast í Garðabænum (hann fékk allavegana ekki leyfi til þess ;), en hann dvelur yfirleitt í Breiðholti og stundum í Mosó, en á vinnutíma er hann yfirleitt í miðbæ Reykjavíkur. V8 kveðja, JHG :) P.s. ekki amarlegt að...

Re: Vandræði með rúðuþurrkur

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Á þeim örmum sem ég hef átt við hefur alltaf verið splitti. Ætli það hafi ekki losnað og þessvegna detti armurinn alltaf af? JHG

Re: Ölvunarakstur

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þó að það sem þú skrifaðir eigi að vera fyndið, þá get ég ekki séð neitt fyndið við ölvunarakstur og afleiðingar hans. Ef það gerir mig að tuðara þá verður svo að vera. Þó þú hafir sloppið þá er áhættan of mikil. Eins og kemur fram ég greininni þá þekki ég ungan mann sem olli banaslysi með ölvunarakstri. Það skiptir ekki máli þó þú sleppir 10 eða 100 sinnum, það þarf aðeins eitt augnablik sem breytir (eða bindur enda á) lífi okkar og annarra fyrir lífstíð. Ég er viss um að þú vilt ekki hafa...

Re: Topp 12 á undir milljón

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir Caprice, og ekki skemmdi það fyrir að vera á Police Caprice :) Ég man ekki hvað það er langt síðan ég sá Blues Brothers, en þeir voru allavegana góðir í minningunni. Það væri örugglega dúndur að vera á samskonar bíl og þeir, með beyglunum og öllu ;) JHG

Re: Topp 12 á undir milljón

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Á föstudaginn kom maí blaðið af CAR CRAFT í póstkassann hjá mér. Þar var einmitt verið að fara yfir þessi mál. Þeir miðuðu við $5000 (og þegar kaninn miðar við einhverja tölu þá þýðir $5000 líklegast 5-6000, sbr. tölur í mílunni, 13 sekúndna bíll er að fara á milli 13-13,99). Þeirra listi er: * Fox Mustang, til haugur af þeim, hægt að fá mjög góð eintök á $5000 * SN-95 Mustang, 1994-1995 V8 bílar eru að fara um og undir $5000 * F-body, þriðja kynslóð, mjög góðir 5,7 TPI eru í kringum $4500,...

Re: Topp 12 á undir milljón

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta er ágætis listi sem á við evrópska bíla en ef við viljum skoða víðar, og förum í hina áttina þá breytis dæmið svolítið. Þegar 1 milljón er reiknuð til baka og flutningur og aðflutningsgjöld dregin frá þá erum við að tala um umþaðbil 5.800 bandaríkjadali. Fyrir þann pening er hægt að kaupa t.d.: * 1986 og yngri Chevy Corvette með 350TPI * Fyrstu fjórðu kynslóðar F-body bílana (LT1) * Mjög góðan þriðju kynslóðar F-body með 350 TPI já eða blöndungsbíl sem búið er að tjúna * Mustang af...

Re: Blazer K5, það sem er að

í Jeppar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Fyrst það er skorað á mann þá verður maður að taka þátt :) 1. Vantar einn drullusokk (en hann er afturí skotti), 2. Á eftir að taka hann í gegn að innan (laga rafmagnsrúður, centrallæsingar og fleira smálegt), 3. Vökvastýrisdælan farin að slappast, er að fara að fá tjakk 4. Þarf að skipta um pönnu- og ventlalokspakkningar 5. Hef grun um að pera í parkljósi að framan sé farin (ljósið logar inní bíl eins og er) Aðrir hlutir sem mætti fara að huga að er að það er smá ryð farið að gera vart við...

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég hef ekki verið að nýðast á vélinni viljandi en ég hef heldur ekki hlýft henni þegar þannig hefur staðið á. Ég hef getað boðið þessari vél uppá hvað sem er. Hún er haugkeyrð, í bíl á þrítugsaldri, hef getað dregið hvað sem ég vil á þessum bíl, hjakkað í þungu færi tímunum saman, tætt upp brekkur og ef ég freystast til að spyrna honum (sjaldgæft í seinni tíð) þá er hann mjög snöggur í 100 (en seinni eftir það þar sem að vindstuðullinn er svipaður og á hlöðuhurð). Hún hefur tekið öllu með...

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
LOL, ég las ekki einu sinni um vélina því ég veit að japanir hafa gert ágætis V8 vélar, bæði með coperingu (lítil V8 hemi eftirlíking sem var eingöngu á asíumarkaði) og sínar eigin vélar. Þær hafa oft skilað ágætis hámarkshestöflum en yfirleitt skort eitthvað uppá togið. Það væri samt gaman að prófa nýju V8 bensínvélina sem Nissan er nú farinn að bjóða uppá á ameríkumarkaði. JHG

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Með góða V8 bensínvél, góða sjálfskiptingu (og STÓRANN kæli og mæli) og rétt hlutföll þá er þá er þetta ekkert mál :) JHG

Re: Upplýsingar um Hummer H2

í Jeppar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
TOP GEAR er að hugsa um allt aðra hluti. Bíllinn er bara eins og hver annar SUV, hann hefur nokkra hluti framyfir þá flesta, eins og fasta púnkta til að festa spotta í. Botngjöf er aldrei eðlilegur mælikvarði á eyðslu. Ég veit ekki hvað minn bíll eyðir í botngjöf en það er örugglega mikið. Ég held að þessi bíll hafi ekkert með það að gera að fara á 44" nema hent verði undir hann alvöru búnaði. Ég vildi sjá hann með Dana 60 að framan og GM 14 bolta fljótandi að aftan :) JHG

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ætli Florída miði þá ekki við 55 mph :( Hraðamörk eru víða töluvert hærri en það, en ég veit að einhverjir eru með 75 mph, og það má vel vera að hærri mörk sjáist. Þrátt fyrir allskonar kvaðir frá stjórnvöldum hafa þeir gert frábæra bíla, sem standast miklu dýrari bílum snúning. Bílar eins og F-body (sem því miður er hætt að framleiða), Corvette, Mustang, Viper og eru farnir að flytja inn Holden bíl (minnir að það sé Monaro) frá Ástralíu (en Holden er í eigu GM) og kalla hann Pontiac GTO....

Re: Ford F-350

í Jeppar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eflaust flottur bíll en verðskuldar hann ekki lengri “grein” um sig?

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt :)

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Vandamálið er að hámarkshestöfl er ekki nema hluti af dæminum. Bíll með færri hámarkshestöfl en jafnari aflkúrfu getur skilið bíl með fleiri hámarkshestöfl eftir í spyrnu. Reglur á ameríska bílaframleiðendur eru mjög strangar. Þeir þurfa að uppfylla ströngustu mengunarstaðla í heimi, og af þeim orsökum eru margir evrópskir og japanskir bílar ekki fluttir þangað inn. Stjórnvöld hafa síðan tekið þá í gegn af og til vegna of margra hestafla, sem hefur meira að segja áhrif á gjöld sem eru lögð á...

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Framundir það síðasta var aðal akkilesarhæll díselvéla að þær unnu á mjög takmörkuðu svæði. Margar díselvélar mátti ekki þenja meira en 3600-4000 snúninga (og sumar enn minna). Því varst þú oft knúinn til að hafa hærri drifhlutföll, og fékkst því ekki sérstaklega gott upptak (veit ekki um neina díselvél í torfærunni). Sjálfur er ég með 350 í upphækkuðum Blazer K5. Hún dúndurvirkar í hvaða færi sem er. Ég hef stundum pælt í að setja 6,2 með Banks og TH700R4 k eða 6,5 TD niður en þar sem að...

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í raun þá er yfirleitt miðað við að Wankel sé í raun með tvöfallt það slagrými sem uppgefið er. 1300 cc mótor er því í raun 2600 cc. JHG

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég sagði aldrei að kanar væru einir um að framleiða góðar V8 vélar. Það var verið að tala um samanburð á 5,7L og 2L. Það er allt hægt, og það er ekki mikið mál að láta 5,7L vél fara skila svaðalegu afli. LS1 er t.d. oft að skila 350 hrossum útí hjól, sem í sumum tilfellum er meira en uppgefinn hestaflafjöldi er (GM eru þekktir fyrir að skrá hestaflafjölda niður vegna gjalda, trygginga ofl.). LS6 er skráð yfir 400 hross (og nýja vélin á víst að vera 500 hross). Miðað við LS1 þá er mjög...

Re: Upplýsingar um Hummer H2

í Jeppar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta á aðeins við H1, H2 er á allt öðrum undirvagni (minnir að það sé Tahoe undirvagn) með hefðbundinn bremsubúnað. H2 hefur ákveðna kosti sem jeppi, en ég held að flexitorarnir muni eiga erfitt með að þola stærstu dekk undir extreme aðstæðum. Það eru kannski fordómar í mér en ég er alltaf hrifnari af hásingum. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok