Það fer eflaust eftir fjárhag en fyrir flesta bílaáhugamenn er 1000 krónur ekkert mikið. Þetta eru ekki nema rúmir 10 lítrar af bensíni. Flestir bílaáhugamenn eyða miklum peningum í sína bíla (til að sinna sínu áhugamáli), það eru olíur, bónvörur, dekkjahreinsir, bílasápur, hreinsiefni að innan ofl. ofl. (að ógleymdu því dýrasta, bensíninu). Í því ljósi eru 1000 krónur hlægileg upphæð. Kvartmíluklúbburinn er búinn að standa í miklum framkvæmdum og er með margt á prjónunum. Þær framkvæmdir...