Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hlynzi skrifaði: “Það hefur vonandi ekki verið A klassa benzinn ? 140 t.d. ?” Nei, það var 250 bíll. Hann hefur líka átt 230E og 290TD og þetta eru fínir bílar til síns brúks. Þeir liggja samt ekki eins vel og Transaminn, enda er það ekkert skrítið, þeir eru hærri, með mýkri fjöðrun og á mjórri dekkjum. JHG

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
siggiandri skrifaði: “Eg a 3 ameriska enda by eg i usa. Pontiac Grand Am og tvo stk. Mustang. Allir eru teir 4cyl 2,3 litra og eyda akkurat ekkert meira en adrir bilar med jafnstorum velum og tagilegri a vegum heldur en flestir sem eg hef att. Stendur reyndar til ad breyta odrum Mustang bilnum i keppnis bil i kvartmilu. Kvedja fra usa Siggiandri” Ég var að ræða við einn um daginn sem átti í 5 ár 2,5 lítra sjálfskiptann Chrysler (líklegast Stratus). Nú á hann Honda CRV. Hann sagði að munurinn...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Takk fyrir hólið :) Í sambandi við eyðsluna þá á móðir mín 1993 módel af 4,0 lítra Grand Cherokee. Ætli bæjareyðslan sé ekki svona í kringum 15-18. Eitt sinn fór pabbi bílnum á Egilsstaði, með bílinn fullann af fólki og farangri. Þegar hann lagði af stað þá fyllti hann tankinn og sama gerði hann á leiðarenda. Þegar eyðslan var reiknuð út þá kom upp talan 11,06. Þetta er náttúrulega langkeyrsla (og mest með cruise controlið á), en á hluta leiðarinnar voru vegaframkvæmdir þar sem að hægt var...

Re: Nó doubt nó diggedý!

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er lítið vit í að kaupa hann að nýjann. Þú getur örugglega fengið ágætis eintak hérna heima á 15 þúsundkall eða minna. Skelltu þér á <a href="http://www.kvartmila.is">kvartmíluspjallið</a> og auglýstu eftir einum slíkum. Ég hef reynslu af bæði Edelbrock og Holley. Mér finnst Edelbrock blöndungurinn vera þægilegri í daglegri umgengni. Hann breytir sér ekki neitt. Holleyinn er kannski meira high performance tæki. Holley hefur reyndar verið að koma með nýja línu af blöndungum, m.a. blöndung...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
flat6 skrifaði: “Já það er talið bilun ef eitthvað smáatriði klikkar, rafmagnsvesen eða hvað sem er. Sennilega þess vegna sem japönsku eru að standa sig best í þessu núna… því það er ekkert til að bíla í!!! Það er enginn aukabúnaður sem getur bilað:D En samt, bilun er bilun og hana þarf alltaf að gera við!” En mín reynsla af japönskum bílum er að þeir geta líka bilað. Mínir amerísku hafa bilað minna en mínir japönsku (þrátt fyrir að þeir amerísku séu með meiri búnað). Ég get samt ekki sett...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Refur98 skrifaði m.a.: “Það sem truflar mig samt með þessa amerísku bíla(flesta allavega), er þetta þeir eru oftast hannaðir sem GT bílar, eða krúserar. og oftast með ”slush box“ fyrir vikið. Ég vill létta, litla og beinskipta bíla(kann einhver að segja Lotus). Ég vill beinskipt í sportbíl.” Hvort bíll eigi að vera beinskiptur eða sjálfskiptur er smekksatriði. Ef vélin er stór af rúmtaki þá er oft kostur að vera með sjálfskiptingu. Reynslan hefur verið sú að sjálfskipting blómstrar í spyrnum...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þetta með bilanirnar, þá hefur Mercedes Bens einnig komið hörmulega útúr bilanatíðni. Það er yfirleitt ekki mekkaníkin sem er að bila, það er viðkvæmur rafmagnsbúnaður. Eftir því sem meira er af viðkvæmum rafmagnsbúnaði því meiri líkur eru á að bíllinn bili. Ef þú lítur hinsvegar á hversu margir bílar frá sjöunda, áttunda og níunda áratugum síðustu aldar eru ennþá í notkun og reiknar hlutfall af þeim sem voru fluttir inn, þá er ég viss um að bæði þýskir og amerískir hafa vinninginn á...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þó það standi í skoðunarvottorði bílsins að hann sé 1260 kg þá held ég að hann sé um 3400 pund, þ.e. um 1700 kg. Að framan er ég með 235/60R15 og að aftan 255/60R15 (á reyndar 16" felgur). Hann er með Y99 kóda sem þýðir að hann er með sömu fjöðrun og WS6, að því undanskildu að hann er með skálar að aftan. Ég er ekki klár á þyngdardreifingunni en á skydpad voru þessir bílar með 0,87-0,89g þegar þeir voru nýir. 1989 módel af Túrbó Transam var undanfari í Indianapolis og það þurfti ekkert að...

Re: KLAFIR OG AFTUR KLAFIR

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hjartanlega sammála að malbiksbílar eru skemmtilegri með klöfum……. Annars þá held ég að ekkert standi í vegi fyrir því að búa til sterka klafa. Klafarnir undir bílum eru svo hannaðir miðað við ákveðnar forsendur en þær miðast hvorki við 38 né 44 tommu dekk (ekki frekar en veikar hásingar). Það er hinsvegar lítið mál að verða sér útum hásingu sem þolir stærstu dekk en ég veit ekki til að menn hafi getað orðið sér útum svo sterka klafa. En malbiksbílar mega vel hafa klafa, en þá er líka...

Re: Hættur stjórnun

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú hefur samt ennþá sambönd ;)

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Bauksi skrifaði: “Aðal ástæðan fyrir þessari miklu eyðslu Patrol er sú að þeir eru með fólksbílavél. Já það er nefnilega málið, þessi 2.8l vél er hönnuð fyrir fólksbíla. Í Ástralíu er Patrol seldur með 4.2l Diesel vél og hún er alveg feikiöflug. En sú vél sem er í Patrol núna þarf yfirleitt að vera á álagi til að koma bílnum áfram. Er það ekki málið með ”sparneytnu“ V8 vélarnar, þær eru að eyða minna bensíni vegna þess að þær eru ekki alltaf að erfiða?” Hjartanlega sammála. Patról vélin er...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
siggik skrifaði: “ég hef keyrt ´95 árgrð af v6 mustang sem var bara drullu næs að keyra, en slappur í beygjum á vissann hátt, ég hef líka keyrt ´84 árgerð af dodge ram charger sem bróðir minn á núna sem er hrein snilld að keyra og einnig hefur fjölskyldan áttt 2x camaro, cherokee ofl.” Mustanginn er ekki eins hard core og F-body, og V6 Mustang er mýkri en V8 týpurnar. Gott að vita að það eru fleiri fjölskyldur en mín sem kunna að meta ameríska bíla :) JHG

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
trabant skrifaði m.a.: “Rosalega er ég hissa á því hvað bíllinn þinn er að eyða litlu. Hefði ekki grunað að þessir bílar færu niður fyrir svona 18-20:)” Þegar ég keypti bílinn þá sagði fyrri eigandi mér að hann eyddi þessu (þó hann hafi ekki gefið upp nákvæmalega sama og ég fékk út), og hefði eitt sinn farið niður í 11 í langkeyrslu (ég hef nú aldrei komist nálægt því, en hef lítið gert af langkeyrslu). Ég hugsaði með mér að þetta væri kjaftæði, ætlast maðurinn til að ég trúi þessu. Nú er ég...

Re: Fordómar gagnvart amerískum bílum.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þeir sem hafa reynslu af amerískum bílum vita að þeir geta fleira en keyrt beint. Það eru bara alltof margir sem eru of blindaðir af eigin fordómum til að athuga málið. Ég bauð eitt sinn miklum BMW manni í bíltúr á mínum Trans AM. Ég tók eina beygju mjög hratt án nokkurra vandkvæða. Hann sagði á eftir að það lægi við að maður heyrðu soghljóð, svo vel hefði hann höndlað þetta. Á www.live2cruize.com er einn aðili að lýsa háhraðakeyrslu á móti Camaro. Hann segir orðrétt: “…Aksturs hæfni Camaro...

Re: Kolruglað fólk sem ætti ekki að vera keyra!

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Vera bara með nógu stórann stuðara. Fyrir nokkrum dögum varð ég að nauðhemla á mínum eldrauða Blazer K5 þar sem að ökumaður Toyota Corolla annað hvort sá mig ekki eða var andskotans sama, og keyrði fyrir mig. En, ég hef allavegana stórann og sterkann stuðara til að vernda mig. JHG

Re: varðandi könnun ?!

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Einu sinni hélt ég að ég væri besti ökumaður í heimi (algjört ofmat á eigin getu eins og hjá flestum 17-18 ára ökumönnum). Þó ég hafi ekki lent í árekstri í 12-13 ár og aldrei fengið sekt (fékk einu sinni stöðusekt sem ég fékk fellda niður eftir miklar bréfaskriftir) þá held ég að ég sé ekkert betri en hinir vitleysingarnir. Ég valdi því að ég væri í meðallagi. Engu að síður tel ég mig miklu betri ökumann en flestir þeirra sem telja sig vera bestu ökumenn í heimi, þeir eiga eftir að læra…. JHG

Re: Breyta lb/ft í nm???

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég held að margföldunarstuðullinn sé 1,356

Re: Amerískt

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég hef heyrt af einhverjum Patról mönnum sem eru með 6,5 og eru víst mjög ánægðir. Patról er eins og aðrir bílar smíðaður miðað við ákveðnar forsendur. Í þeim forsendum eru hvorki 44“ dekk né þetta stór rokkur. Minn bíll var smíðaður miðað við stóra vél og ég held að orginal hafi verið hægt að fá þá á 33 og jafnvel sumar árgerðir með 35”. Það ætti ekki að þurfa að koma mönnum á óvart að eitthvað láti undan, þó öryggismörkin séu þónokkur hjá flestum framleiðendum. Þegar við leggjum meira á...

Re: Hættur stjórnun

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Takk fyrir mjög gott samstarf, það er mikil eftirsjá af þér. Kv. JHG

Re: Má ég vera með í sandkassanum?

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Eitt er að nota, annað er að fara illa með. Ég á það til að kíla pinnann í gólfið, bæði á götunni og á fjöllum. Ég reyni samt að passa að halda bílnum við jörðina. Mér finnst skemmtilegra að koma með heilann bíl heim en að þurfa að gera við hann á fjöllum eða eftir ferðina. Ég man eftir því á einum björgunarsveitarfundi (þegar maður var í þeim skemmtilega félagsskap) var það tekið sérstaklega fram að snjóbíll hefði komið heill til baka úr síðustu ferð. Fram að því komu þeir alltaf bilaðir,...

Má ég vera með í sandkassanum?

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég held að Hilux hásingar og 44“ dekk eigi ekkert alltof vel saman. Þetta getur samt alveg gengið ef varlega er farið. Það sama má segja um margar aðrar hásingar. Það að hásingarnar eru bognar rennir frekari stoðum undir það að þær valdi sínu hlutverki ekki nógu vel, þó þetta hafi sloppið í einhver ár. Annars þá skiptir ökumaðurinn líka mál. Við þekkjum það líklegast flestir að sumir eru alltaf að brjóta. Sumir virðast aldrei geta hlýft bílnum (ég finn til með bílnum ef hann skellur í holu...

Re: Skyline Sagan

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þetta er vel unnin grein. Í sambandi við ítalina þá sagði einn mætur maður einu sinni að ítalir væru flottastir í design, en hörmulegir í gera hlutina þannig að þeir entust eitthvað. Ég held að það sé mikið til í þessu. JHG

Re: Hrannar spannar meira en hann sannar!

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er bara komið mikið fjör, allir komnir saman í sandkassann :)

Re: Smá könnun.

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
DC setti kröfur um lágmarksfermetrafjölda fyrir sín umboð. Þar að auki þurfi umboðið að hafa standandi einhver eintök af dýrustu bílum bens. Þessar kröfur eiga eflaust ágætlega við á stórum markaðssvæðum en markaðurinn hér á landi stendur ekki undir þeim. Þjóðverjarnir voru óhagganlegir í afstöðu sinni, það var búið að taka þessa almennu ákvörðun og hún á að taka til allra umboðsmanna. JHG

Re: Við uppgerð tækja

í Jeppar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ef þetta á að vera vel gert þá er best að sandblása. Getur fengið byssu með stút sem leggst að boddýinu og tekur lítinn púnkt fyrir í einu. JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok