Sammála, BJB eru góðir. Ég held nú samt að karlinn sé húmoristi innvið beinið. Ég kom einu sinni að sækja Blazerinn minn til hans og strákurinn sem var að vinna í bílnum sagði mér að bíllinn væri rafmagnslaus, hann hefði ekki komið honum í gang. Ég settist inní bíl, pumpaði tvisvar, svissaði á og ýtti á STARTHNAPPINN. Bíllinn rauk náttúrulega í gang um leið. Þá sá ég eiganda BJB glotta (og strákurinn hefur örugglega uppskorið háðsglósur frá honum). JHG