Það sem þú gleymir er hver tilgangur laganna átti að vera, þ.e. stuðla að aukinni notkun díselbíla. Ég las einhversstaðar að vörugjöldin hefðu verið stillt sem 37 kr./l á bensín en 35 per dísel. Síðan voru gjöld á dísel hækkuð í 45 (og vsk ofan á þá hækkun). Sem betur fer sáu stjórnvöld að sér og lækkuðu um 5 kr, svo að líter af díselolíu er væntanlega orðinn svipað dýr og bensínlítrinn í stað þess að vera ódýrari eins og algengt er í Evrópu. Til að yfirlýstur tilgangur (sem ég taldi fyrst...