Sammála með ökumat. Ég hef verið lengi á þeirri skoðun að það ætti að vera stöðug endurmenntun. Við ættum að fara að lágmarki á 10 ára fresti á stutt námskeið og taka prófdómara í smá bíltúr (ekki erfitt próf, bara til að hann geti bent okkur á ef við erum að gera eitthvað rangt). Ég hef farið nokkrum sinnum í gegnum þetta nám, fyrst bílprófið, síðan stórt bifhjól og loks meiraprófið. Það er merkilegt hvað maður lærði alltaf mikið, og komst stundum að því að annað hvort höfðu reglur breysts...