Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Fyrsta grein mín hér á Bílaáhugamálinu góða..

í Bílar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það er spurt um margt og ég ætla aðeins að byrja á efninu. 2000 cc slagrými segir að sprengirýmið í vélinni sé 2000 kúbik sentimetrar. Það er það sama og 2,0 lítrar. Þegar menn tala um gömlu amerísku vélarnar þá eru menn alltaf að taka um kúbik tommur (ci eða cid). Ein algengasta vélin er 350 cid en hún kemur frá Chevrolet. Til að reikna hve hún er margir kúbik sentimetrar þá er margfaldað með 16,387 og færð út 5.735 cc (5,7 lítrar). Nenni ekki að skrifa meira í bili :) JHG

Re: Fyrsta grein mín hér á Bílaáhugamálinu góða..

í Bílar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þessi grein er svona mitt á milli greinar eða korks en ákvað að samþykkja hana til að skapa umræður. JHG

Re: Ef ykkur finnst gaman að keyra hratt

í Bílar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Menn eru alltaf að röfla um að braut sé lausn alls vanda. Hún mun kannski hægja á sumum en rót vandans er önnur. Við vitum að Formula 1 ökumenn hafa verið teknir oft trekk í trekk fyrir óhemju hraðan akstur á erlendum vegum. Ef braut ætti að vera lausn alls vanda þá ætti það ekki að gerast þar sem að þeir hljóta að fá útrás fyrir hraðafíkn á þeim brautum sem þeir æfa og keppa á. Menn verða bara að læra að hemja sig, umferðin er ekki leikvöllur! JHG

Re: Bensínverðið

í Bílar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Því miður þá er enginn tilbúinn til að borga fyrir mig bensínið. Ég hef borgað fyrir mitt eldsneyti frá því að ég keypti vélknúið ökutæki. JHG

Re: Felgur..

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sammála!!!

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er akkúrat stór hluti af málinu. Reynslan og öryggi til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Einnig hjálpar reynslan okkur að meta hvenær það er hætta á að við komum okkur í vandræði og þá kannsi meiri líkur að við sleppum því að koma okkur í þær aðstæður. Ég tók áður dæmi um hvernig ég skaust um í umferðinni þegar ég var 17. Ég leit einu sinni og tók ákvörðun. Í dag hef ég meiri reynslu og ætti að eiga auðveldara með þetta. Reynslan hefur samt kennt mér að þarna er verið að taka óþarfa...

Re: leggja rafmagn

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það fer allt eftir því hvað þú ert að gera. Það er í sjálfu sér ekki flókið að leggja rafmagn í blöndungsbíl en innspíting flækjir málið svolítið. Ef þú ert að hugsa um auka ljós ofl. þá er þetta ekki mikið mál. Ég ráðlegg þér að hugsa til lengri tíma þegar þú leggur rafmagn. Ég er mjög hrifinn að koma upp tengiboxum hér og þar, sem gera ráð fyrir miklu fleiri úttökum en ég þarf á að halda í það skiptið. Það er miklu þægilegra þegar nýtt tæki er tengt. Sem dæmi þá lagði ég nýja víra í...

Re: BMW M 5

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þó ég viti ekki mikið um smáatriði þá er þetta lúxuskerra útroðin af sterum. Ef eintakið er gott þá er þetta örugglega mjög skemmtileg útgerð og miðað við það sem ég hef heyrt þá ætti eyðslan að vera í kringum 18 í bæjarakstri (sem er í sjálfur sér ekki mikið fyrir þennan bíl). Vandamálin byrja ef eintakið er ekki gott (á í raun við flesta bíla). Varahlutir eru ekki þeir ódýrustu þó þú gætir kannski náð því eitthvað niður með að versla sjálfur á ebay. Líklegast færðu nákvæmustu...

Re: þyngd á scout II

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Minn 38" K5 Silverado er 2.260 með flestum búnaði sem nýrri bílar eru með. Get nefnt sem dæmi rafmagn í rúðum, sentrallæsingar, stillanlegur letingi, glasahaldarar, mikil hljóðeinangrun, var með loftkælingu og hvarfakúta (líklegast hefur loftkælingin og hvarfakútarnir verið farnir þegar hann var viktaður). Það vantar nefnilega ekki búnaðinn í fínni útgáfurnar af þeim gömlu :)

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Málið snýst ekki um það heldur að það er miklu auðveldara að koma sér í vanda á 300 hp bíl en 90 hp. bíl. Sjálfur á ég bíl sem fer líklegast langleiðina í 300 hp (og er að smíða vél sem er miklu öflugri) og var að taka um 300 hrossa vél úr öðrum sem ég á. Ég er mjög ánægður að ég hafði ekki aðgang að þetta öflugum bílum þegar ég var 17. JHG

Re: Beauty !

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Við höfnum myndum sem koma trekk í trekk. Við höfum samt ekki tíma til að leggja mikla vinnu í að athuga hvort allar myndir sem sendar eru inn hafa komið áður og því er myndum yfirleitt ekki hafnað nema stjórnandi muni sérstaklega eftir myndinni. Stundum kemur þvílíkur fjöldi af myndum á degi hverjum að ef við ættum að tryggja að sama mynd kæmi aðeins einu sinni þá gerðu við líklegast ekkert annað. Meðan þetta er sjálfboðavinna þá verður það seint. JHG

Re: Bílarnir mínir

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Velkominn í hópinn :) Trabantinn var að mörgu leiti ótrúlegur bíll og þeir sem ég þekki sem áttu svona glæsibifreiðar eiga yfirleitt margar skemmtilegar sögur af þeim. Mamma eins vinar míns var á stórum amerískum dreka (var það ungur að ég var ekki farinn að pæla mikið í tegundum en ég hef Lincoln grunaðann) og keyrði á Trabant. Trabbinn flaug einhvert en þegar farið var að athuga með skemmdir þá voru þær óverulegar. Plastið hafði “dældast” inn á einum stað en það poppaði út aftur :) JHG

Re: Skemmtilegasti bíll sem þú hefur prufað?

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég á mjög erfitt með að segja hver það er. Mér finnst frábært að keyra minn 1986 Transam, sérstaklega á góðviðrisdögum (með T-topp plöturnar í skottinu). Bróðir minn átti 1974 Transam með 455 en fáum bílum er skemmtilegra að þrykkja áfram. Keyrði eitt sinn Buick Riviera, ca. 1968-69 módel með 465 en það var mjög skemmtileg tilfinning. Þegar gefið var í þá lyftist framendinn og afturendinn fór niður og maður horfði nær uppí loftið :) Einna þægilegast finnst mér að keyra trukkinn minn sem er...

Re: Hreinsa álfelgur

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ef þær eru tærðar þá er væntanlega ekki glæra á þeim. Þá er ekki vitlaust að púsa þær og pólera. Það er mikil vinna en verður flottara en að láta blása þær. Ég póleraði feglur í fyrra og árangurinn var ótrúlegur. Gömlu tærðu álfelgurnar urðu alltíeinu sem nýjar krómfelgur :) JHG

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að það sé skynsamleg lausn þó manni hefði eflaust þótt það súrt í broti þegar maður tók prófið. JHG

Re: Utanvegaakstur

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að flestir alvöru jeppamenn geri sér grein fyrir því að við verðum að passa uppá landið. Undanfarin ár hefur utanvegaakstur aukist til muna og mér hefur sínst að þar hafi aðallega verið mótorhjól á ferð. Mér skilst að fjöldi þeirra hafi margfaldast á tiltölulega stuttum tíma og ég hef grun um að menn sem eru nýjir í dellunni (hvort sem það er jeppa eða hjóladella) sé hættara við að gera svona dellu. Meðan ungir jeppamenn geta ferðast með vönum jeppamönnum þá er hlutfall nýrra...

Re: Ísland fyrir alla. ÍAF.

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að þetta sé í ágætis farvegi eins og er. Hagsmunasamtök eins og 4x4 hafa verið á vaktinni og náð að koma í veg fyrir slys við reglugerðasmíð. Það verður samt alltaf að vera með augun opin því það er aldrei að vita hvað gerist næst. Ég er eiginlega hræddari við að það komi tilskipun frá ESB sem gildi fyrir allt svæðið sem taki ekki tillit til okkar aðstæðna en að við náum ekki að hafa hemil á okkar reglugerðasmiðum. En svo verður líka að líta á hina hliðina. Umhverfisvernd er af hinu...

Re: Bílarnir mínir

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég hef ekki átt marga bíla en yfirleitt átt hvern bíl lengi. Það má deila um hver er minn fyrsti bíll en ég keypti Volvo 144 til að rífa úr honum vél og gírkassar. Fyrsti alvörubíllinn er samt líklegast: Suzuki SJ413 árgerð 1985. Súkkan var af lengri gerð og var með stálhúsi byggðu hér á landi (og klædd að innan). Þegar ég eignaðist hana þá var hún með 1300cc vél og á 31“ dekkjum. Seinna breitti ég henni, setti undir hana 33” dekk og Volvo B20A vél (2000cc) ásamt gírkassa fór í gripinn. Ég...

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er ekki óalgengt að menn noti rafkerfið sem fylgdi vélinni þegar um díselvélar eða innspítingavélar er að ræða. Ef um bensínvél með blöndung er að ræða þá er þetta ekkert mál :)

Re: Sjálfskipt eða beinskipt?

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ja, ef menn eru að leita eftir því að skipta sjálfir þá hljóta þeir að vera sáttir við það. Sjálfskiptingunni er nokk sama hvort er. JHG

Re: Toyota Land Cruiser

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Afhverju setja menn þá 6,5 GM díselvél í Patról og segja að aflið hafi aukist verulega og eyðslan minnkað? Ég hef verið með amerískann V8 bensínjeppa í fjölda ára. Eyðslan á bensínjeppanum er svipuð og á sambærilega breyttum dísel Patról. Þeir eyða nefnilega haug breyttir (of lítil vél eyðir miklu). JHG

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að það sé sammerkt með allflestum karlmönnum á þessum árum að við ofmetum okkar eigið ágæti hvað akstur varðar (og stundum á fleiri sviðum). Eins og ég sagði áður þá var ég ekkert skárri. Nú hef ég mikið batnað en tek nú svo sem mínar syrpur af og til :/ Af hverju eru það aðallega ungir karlmenn sem tæta um göturnar og keyra langt yfir löglegum hraða á götum bæjarins? Það er mun sjaldnar sem við heyrum um þrítugan eða fertugan karlmann aka svona þrátt fyrir að þeir hafi margir...

Re: Sjálfskipt eða beinskipt?

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er hægt að handskipta sjálfskiptingum og meira að segja setja þær þannig upp að þær skipti sér ekki sjálfar. Er það ekki það sem þú ert að tala um. JHG

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Eins og ég hef sagt áður þá vil ég helst ekki að það sé verið að ræða viðkomandi slys. JHG

Re: Ungir ökumenn og kraftmiklir bílar

í Bílar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég ætla að taka það fram að ég skrifaði ekki greinina, en ég hefði ekki samþykkt hana ef hún hefði verið með miklar vangaveltur um slysið. Ég svaraði henni strax og sagði m.a.: “Ég ætla fyrirfram að biðja menn að ræða um efni greinarinnar en ekki koma með vangaveltur um viðkomandi slys sem var kveikjan ef greinarskrifunum. ” Það hefur tekist ágætlega að mínu mati. Persónulega finnst mér ekkert skrítið að slys valdi því að menn hugsi um málefnið og skrifi grein í framhaldinu. Það því miður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok