Það eru tvær gerðir af bílaeigendum, þeir sem að telja að bílar séu aðeins til að komast á milli A og B og þeir sem telja að bílar séu miklu meira. Það hefur stundum verið sagt að áfangastaður sé ekki aðalatriðið heldur að njóta ferðarinnar. Það má kannski líkja því við lífið, við fæðumst (A) og við deyjum (B), það er spurning hvernig við notum tímann þar á milli. Ég vil njóta ferðarinnar og fer ekki alltaf stystu leið. Að krúsa um á góðum bíl með góða aksturseiginleika, eða rúnta um bæjinn...