Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ég þarf að fá ykkar skoðun

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
þau eru gift og eiga tvö börn:) þetta hefði ekki virkað ef hún væri ekki mjög gamaldags og hann mjög ungur í anda. Þau smell passa saman og ef fólk ætlar að fara að spurja mig um það hvernig svona ungri manneskju dettur í hug að giftast manni sem er svona mikið eldri, uppá framtíð að gera. Hann eldgamall og hún í fullu fjöri þá er ég alveg með svarið. Hún elskar hann og hún veit alveg að þau eiga ekki eftir að verða gömul saman, en núna er núna og hún vill vera með manninum sem hún elskar...

Re: Ég þarf að fá ykkar skoðun

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ó hélt þú væri að spurja fyrir þig. Auðvitað er ekki hægt að segja til um svona. Eins og ég sagði í hinu svarinu þá fer þetta allt eftir einstæklingunum og þroska þeirra. Get einungis metið hvert samband fyrir sig. Ekki hægt að alhæfa neitt í þessu sambandi

Re: HEFUR EINHVER BEAGLE TIL SÖLU Á MJÖG ÓDÝRU VERÐI, EÐA GEFINS ???????????

í Hundar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
segi sama og irizh. Ef þú átt ekki pening fyrir hundinum þá áttu ekki efni á því að hafa hund yfir höfuð.

Re: Ég þarf að fá ykkar skoðun

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
þetta er soldil munur en ég myndi EKKI setja það fyrir mig ef hvorki ég né hann finndum fyrir miklum þroskamun. Aldur er afstæður og ég skal segja þér það að systir mín kynntist manninum sínum þegar hún var 17. Þá var hann um fertugt. Nú er hún 26 og þau eru hamingjusamlega gift. Þetta snýst bara um það hvernig persónuleikar þið eruð og hvort þið séuð þroskaðir eintstæklingar eða ekki. Sum svona sambönd eru dauðadæmd meðan önnur eru bestu sambönd sem eru til. Þú átt ekki að spurja fólks...

Re: Hundasokkar

í Hundar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ég veit nú bara ekki hvort það séu til sokkar fyrir hunda yfir höfuð. Og alveg eins og einn sagði hér þá held ég að þetta yrði alveg ómögulegt, mínir hundar renna alveg nógu mikið á parketinu þó við klippum klærnar þannig að ég held að ef við settum þær í sokka þá myndu þær skauta hérna um gólfin mun meira, enda held ég að þeim finndist þetta ekki þægilegt og loppurnar ekki gerðar fyrir sokka:)

Re: Kærstastinn á leið til landsins!

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ha? á kærastinn þinn kærustu sem á sjálf kærustu í öðru landi?:) þetta er orðið mjög undarlegt en allt í fínu ef þetta virkar:)

Re: Kærstastinn á leið til landsins!

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ef ég má vera forvitin. Er það þessi sem er búin að vera i opnu sambandi í mörg ár? og ef svo er, finnst henni þetta allt í lagi?:)

Re: hringur??

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
neibb, ég veit ekki alveg hvað demanturinn á að þýða en hringur er bara merki óendanleikans, hringurinn er óendanlegur. Þetta veit ég og hef heyrt út um allt. Það er líka mjög auðvelt að túlka þetta út frá því hvernig hringr er, hann endar aldrei, fer bara hring eftir hring eftir hring:)

Re: loftbrjóst

í Heilsa fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ef ekkert er að gert þá já. Sumir ná alveg að láta þetta gat sem kemur gróa eðlilega en mjög oft gengur það ekki af sjálfu sér og þá þurfa þeir sem þetta fá að leggjast inn á spítala í nokkra daga til að fá slöngu í lungað til að þenja það út aftur. Ef þú ferð ekki til læknis og líkamin ræður ekki við þetta sjálfur þá getur gatið stækkað og það getur verið mjög hættulegt og eins og læknirinn minn sagði mér…lífshættulegt

Re: hringur??

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
hringurinn táknar alltaf eitthvað sem er endalaust og eflaust er þvi einhver hluti af ástæðunni sá að fólk ætlar að vera saman endalaust. Óendaneiki

Re: Engan skatt fyrir 16 ára og yngri ofl.

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
fjárráða 18 kallinn;)

Re: eyðing á hvolpum

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ertu að meina t.d að ef að tíkin fer í fóstureyðingu vegna ungs aldurs og svo þegar hún er eldri að þá villtu para þessa sömu tík? Það á að vera allt í lagi, ég veit um tíkur sem hafa fengið daginn eftir pilluna og farið í svona eyðingu en hafa orðið hvolpafullar en ég ráðlegg þér að tala við dýralækni í sambandi við þetta. En það að eyða hvolpum finnst mér ekkert sérlega sniðugt nema virkilega “góð” ástæða sé fyrir þvi!

Re: Engan skatt fyrir 16 ára og yngri ofl.

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ég veit það nú bara að kona mjög skyld mér á strák sem var mjög lítið á leikskóla og mamman lítið með hann. Hann fór í skóla og kunni ekki að púsla, þekkti ekki stafina, kunni ekki að teikna meðal annars. Það er engar kröfur gerðar en þetta er samt mjög mikilvægt fyrir þroska barna og það er erfitt að fara að byrja í 1. bekk að gera það sem yngri börn eru byrjuð á mun fyrr. Ég á frænku sem varð fögurra ára núna í janúar og hún kann stafrófið og þekkir alla stafi, alla litina einfaldlega...

Re: Engan skatt fyrir 16 ára og yngri ofl.

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
það er einfaldlega vegna þess að það vantar sárlega fólk í þetta starf og eflaust hafa launin verið hækkuð til að fá fleira fólk inn á leiksólana til að fá menntað fólk inn til að hugsa um börnin okkar:)

Re: Engan skatt fyrir 16 ára og yngri ofl.

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
bíddu, eru leikskólakennarar ekki kennarar líka?? búnir að fara í háskólanám alveg eins og grunnskólakennarar. Þeir eru að kenna yngri börnunum okkar, sja um þau og þroska þau á margan hátt. Leikskóli er ekki bara að líta eftir börnunum heldur er verið að búa þau undir námið sem þau fara upp í þegar þau fara upp í skóla. En hitt er annað mál að mér finnst að það ætti ekki að vera neinn munur á launum í þessum störfum.

Re: Siberian husky

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ráðstafa? ég skil það þannig að tíkin se komin með heimili:)

Re: hvað getur þetta verið

í Heilsa fyrir 17 árum, 11 mánuðum
þetta eru nú bara hitabreytingar, ef þú stendur of hratt upp hvort sem það er úr heitum potti eða ekki þá getur þér sortnað fyrir augum:) en ef þetta er að koma bara þess vegna meðan þú ert kjurr þá er þetta járnskortur og ég mæli með að þú farir í blóðprufu og taka svo járntöflur. Ég fékk oft svona bæði þegar ég stóð of hratt upp og líka bara ef ég var að labba inn í eldhús til dæmis. En ég finn lítið fyrir þessu núna:)

Re: Maki til framtíðar: forskot á sæluna

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ég hef alveg frá því ég var 10 ara og langaði ofboðslega í kærasta hugsað þetta svona… Ég hef aldrei viljað vera í sambandi bara upp á grínið heldur hugsað það þannig bara ósjálfrátt hvort ég sjái sjalfa mig fyrir mér í framtíðinni með honum. Eflasut ekki heilbrigt að hugsa svona 10 ára en eg hef heldur aldrei verið í sambandi þar sem tilgangurinn er að að hafa gaman í nokkrar vikur og svo búið:) Enda fann ég allavega mjög ung manneskju sem ég vil vera með í framtíðinni og hef hugsað það inn...

Re: Fyrsti Hundurinn

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ok gott, þá ætti þetta ekki að vera mikið vandamál og ekkert því til fyrirstöðu að þú fáir þér þessa tegund.:)

Re: Fyrsti Hundurinn

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
sko rottweiler er ekki mjög æskilegur sem fyrsti hundur hef ég heyrt, nema kannski ef þú hefur mikla reynslu af hundum og umgengist þá mikið. Þetta verða nokkuð stórir og fyrirferðarmiklir hundar sem þurfa mikin aga og mikinn tíma eins og allir hundar reyndar en þetta er mjög krefjandi hundar.:) Myndi ekki fara út í rottweiler nema þekkja hunda vel og vita soldið um uppeldi þeirra og þínar skildur sem hundaeigandi:) Ef þú ert pottþéttur á því að fá þér þessa tegund ráðlegg ég þér að skoða...

Re: Vantar ráð!!

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ok. Þið getið reynt að kaupa svona grindur, eins og hvolpagrindur t.d þá nagar hann sig ekki í gegnum neitt. Í sambandi við bílinn, líður honum þá ekki bara illa í bíl, verður hann ekki bílveikur til tæmis? Ef ekkert virkar og þið eruð úrræðalaus legg ég til að þú komir þér í samaband við hundaþjálfara og fáir smá hjálp því ósáttur hundur er ekki góður hundur og það hlítur að borga sig að borga smá til að fá hund sem er glaður.

Re: Hvað á að gera????????:S

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ef að ekkert gengur og þið egið bara ekki saman þá held ég að þetta sé bara búið! Reyndar er fólkið farið að gefast upp alltof fljótt og telur sig vera búið að reyna allt en svo er það langt frá því.

Re: Samband

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
ég er ung en við búum saman. Hann fer í vinnunna, ég fer í skólann. Svo komum við heim og fáum okkur eitthvað að borða, leikum við hundana, horfum á fréttir, horfum á spólu, förum út á rúntinn, knúsumt, kyssums, förum í tölvuna, tölum saman, spilum, eldum saman, nuddum hvort annað. Bara það sem við erum vön að gera svona á virkum degi. Hann kemur oftast ekki heim úr vinnunni fyrr en í fyrsta lagi 6-7 á kvöldin:) Um helgar förum við stundum austur fyrir fjall og heimsækjum okkar fólk, förum í...

Re: ökunám

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
hehe ég geri það, þetta er bara hræðsla og ekkert annað. Hef ekki mikið sjálfstraust þegar ég sit undir stíri og er alltaf viss um að gera mistök:) þarf bara að trúa því að ég geti þetta og hætta þessu væli;)

Re: ökunám

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
hehe nei ég er komin langleiðina með þetta;) ökukennarinn telur þetta alveg koma og ég efast um að ég verði næstum 3 mánuði að ná verklega prófinu:p…ég skal kalla mig óhæfa á götum borgarinnar ef ég næ þessu ekki fyrir ** ára afmælið;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok