Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Næntís (36 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Getiði bent mér á einhver góð lög frá tíunda áratugnum? Ég er í smá nostalgíufíling.

Nöldur dagsins (42 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég var að borða kvöldmat áðan, en svo truflaði bróðir minn mig og fór að tala eitthvað við mig. Þá missti ég einbeitinguna og beit óvart í fingurinn á mér, tók semsagt feil á honum og matnum. Það var ógeðslega vont og mér er ennþá illt. Ég er meiraðsegja með sár eftir þetta óundirbúna sjálfsát mitt.

ERL DL (8 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Teljast skrár sem eru sendar á msn sem erlent niðurhal? En ef það er sent erlendis frá?

Kosningasjónvarpið (15 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Er einhver síða þar sem maður getur séð hver staðan er í minni sveitarfélögunum? Þetta kosningasjónvarp er ekki að gera sig, það er bara talað um höfuðborgarsvæðið og þessi borði neðst er í ruglinu.

Haha (15 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Rétt í þessu er vörubíll með stóran pall aftaní að keyra um götur sveitafélagsins míns. Á pallinum eru yngri mennirnir í X-D með stomp og pallurinn er með fullt af bláum blöðrum og læti. Ég verð að segja að þetta finnst mér besta “kosningaherferðin” í ár. (Ég myndi samt aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn)

10,000 days - Tool (8 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það var verið að benda mér á eitt svolítið áhugavert. Ef maður hlustar á Viginti Tres, svo á Wings for Marie og mixi það svo með 10,000 days kemur út nýtt lag. Þetta passar einhvernveginn saman. Eða einsog viðkomandi benti mér á, lögin “fullkomna hvert annað”. http://www.megaupload.com/pt/?d=IJID8EB2 dl hér.

Lífsstíll (10 álit)

í Lífsstíll (gamli) fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hver ætlar að segja mér muninn á lífsstíl og tilveru?

feis (11 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Langaði bara að deila því með ykkur að ég náði öllu og fékk meira að segja 10 í Þýsku 103. Takk fyrir.

Vírusvörn (8 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er með vírusvörn sem heitir eitthvað Trend Micro OfficeScan, og núna rétt í þessu segist hún vera “Out of date”. Firewallinn slökkti líka á sér og ég get ekki kveikt á honum aftur. Hvað er í gangi? Gæti verið að þessi vírusvörn sem ég er með hafi verið eitthvað tímabundin?

Afturgöngur (8 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Finnst engum öðrum frekar ógeðslegt þegar það er verið að tala um að þessi eða hinn tónlistarmaðurinn eigi að “rísa upp frá dauðum”?

Gamalt fólk. (9 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég sá gamlan kall vera að leita að tómötum í gær og ég fór næstum að gráta. Mér fannst svo sorglegt að hann fyndi ekki tómata að mig langaði að gráta. Kannast einhver við þetta? Að vera næstum farin að gráta afþví maður vorkennir gömlu fólki svo mikið? Ég er að vinna í búð núna og ég verð alltaf svo miður mín þegar ég sé gamla fólkið. Þau eru alltaf svo hrædd og leið á svipinn og mér finnst þeim líða svo illa. Já, á ákveðnum tíma tíðahringsins hjá mér verð ég geðveikt viðkvæm og fer að gráta...

Sykurfall (10 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jæja, ég fæ nokkuð oft svokallað “sykurfall”, þ.e. blóðsykurinn fellur (eða eitthvað í líkingu við það) og ég fæ svima, sé svart, og stundum líður jafnvel yfir mig. Ég gleymi stundum að borða heilu dagana, eða hef gjörsamlega ekki lyst, tíma, eða hef einfaldlega ekki efni á því. Þá gerist þetta. En allavega, spurning mín er; hefur þetta einhver áhrif á líkamann svona eftirá séð? Er þetta hættulegt til lengri tíma?

Þátturinn í dag (9 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Varð einhver annar hæstánægður þegar Phil og Doug létu sjá sig í dag? Munu fleiri gamlir grannar koma í þættina á næstunni? Aahhh, ég var geðveikt skotin í Phil í gamla daga, en hann átti þó aldrei hjarta mitt líkt og Karl.

Ytra sólkerfið (17 álit)

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég veit að þessi ritgerð er ekki gallalaus, en mig langaði bara að fríska upp á þetta áhugamál. Sólkerfinu okkar eru venjulega skipt í tvo hluta, innra sólkerfið og ytra sólkerfið. Mikill munur er á þeim. Í innra sólkerfinu eru pláneturnar minni, heitari, þyngri og með skorpu, en í ytri pláneturnar eru þá kaldari og eðlisléttari og hafa mörg tungl. Þessir tveir hlutar sólkerfisins eru aðskildir af miklu smástirnabelti. Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Líkt og hinir...

Góð hugmynd! (15 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvað um Eurovision áhugamál þar sem þetta tapsára fólk getur vælt yfir Silvíu Nótt og Finnunum og Dönunum og Asíubúunum og hinum lögunum?

Ný plata með Yusuf! (7 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 7 mánuðum
http://www.beygla.is/fullnews.php?id=1095&table=news4 Sko kallinn! Pant kaupa þessa plötu!

Miss You Love (2 álit)

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Frábært lag. Ekki um ástina, heldur um það að vera EKKI ástfanginn, að finna EKKI ástina, og vera alveg sama. Millionaire say Got a big shot deal And thrown it all away but But I'm not too sure How I'm supposed to feel Or what I'm supposed to say But I'm not, not sure, Not too sure how it feels To handle every day And I miss you love Make room for the prey 'Cause I'm coming in With what I wanna say but It's gonna hurt And I love the pain A breeding ground for hate but… I'm not, not sure, Not...

Bassinn minn (35 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta er lífsförunautur minn. Washburn xb120 og hann heitir Seamus. Fínn byrjendabassi, enda er ég ennþá bara byrjandi þótt ég hafi verið að spila í rúm tvö ár. Þarna á bakvið hann leynist svo 30w Ashdown Perfect Ten magnarinn minn.

Bannerinn (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Er ekki að koma tími á nýjan banner hérna? Það voru einhverjar umræður um það fyrir einhverjum mánuðum, en svo varð ekkert úr því. Annars var ég að spá, passar bannerinn sem er núna ekki inn í plássið? Hjá mér kemur svona rauður kassi yfir eitthvað sem virðist vera manneskja. Líka, hver er þessi gella við hliðiná Ramsay Street skiltinu? Ég kannast ekkert við hana.

Summer (10 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jei, loksins losnar maður við þennan pirrandi smákrakka! Ég hef beðið eftir þessu síðan hún kom fyrst í þættina!

Tears in heaven (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þar sem það er búið að læsa öllum niðurhölum frá MySongBook, var ég að spá hvort einhver gæti kannski sent mér Guitar Pro skrána með Tears in heaven eftir Eric Clapton? Það væri vel þegið.

Industrial Piercing (6 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jæja, ég er að spá í að fá mér svoleiðis í sumar. Ég er ekkert sérstaklega mikið inni í svona piercing dæmi svo þið afsakið væntanlega heimskulegar spurningar. Ég er með svona helix (held ég að það heiti) fyrir, og er að spá hvort það sé ekki alveg örugglega hægt að nota það gat. Semsagt, væri þá ekki nóg ef eitt gat yrði gert þarna á móti, og pinninn settur á milli þess og gatsins sem ég er þegar með? Líka, veit einhver hvað þetta kostar, t.d. hjá Tattoo & Skart? Takk fyrir.

Andrew Bibby (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hann lék Lance Wilkinson í Neighbours! Svalasti Star Trek nörd allra tíma.

Vöðvabólga (17 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er með gríðarlega mikla vöðvabólgu í bakinu. Sérstaklega í öxlunum og hálsinum. Það er ógeðslega vont og ég er nánast alltaf með höfuðverki útaf þessu. Ég fór til læknis fyrir nokkrum mánuðum, en hann sagði að ég ætti bara að teygja svona asnalega á hálsinum öðru hverju og hætta að taka verkjalyf. Það virkaði fyrst, en núna er ég orðin svona slæm aftur. Þannig að ég var að spá hvort einhver hérna geti mælt með einhverju - HVERJU SEM ER - til að losna við þetta. Svona áður en ég verð...

Bones á Stöð2 (38 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Er þetta djók? Með þeim lélegustu þáttum sem ég hef séð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok