Jæja, ég fæ nokkuð oft svokallað “sykurfall”, þ.e. blóðsykurinn fellur (eða eitthvað í líkingu við það) og ég fæ svima, sé svart, og stundum líður jafnvel yfir mig. Ég gleymi stundum að borða heilu dagana, eða hef gjörsamlega ekki lyst, tíma, eða hef einfaldlega ekki efni á því. Þá gerist þetta. En allavega, spurning mín er; hefur þetta einhver áhrif á líkamann svona eftirá séð? Er þetta hættulegt til lengri tíma?