Ég veit ekki alveg hvort ég sé að setja þetta á réttan stað, en ég vona það. Annars verðið þið bara að jafna ykkur. Síðustu daga hefur tölvan mín verið að væla yfir því að C drifið sé fullt. Að því ég best sé er það 98% fullt í augnablikinu. Ég er með Asus A6000 fartölvu. Ég held að hún sé með tvo hörð drif, C og D. C-drifið, sem er einmitt fullt, er 21,2 gb, en D-drifið er 14,1 gb. Ég er í rauninni ekki með mikið inná tölvunni, einn eða tvo leiki, og svo rúm 7gb af tónlist. Hvað get ég gert...