Mér finnst ég alltaf vera að missa af einhverju. Það er gríðarlega óþægileg tilfinning. Mér finnst vinir mínir vera komnir miklu lengra í lífinu heldur en ég. Þau eru í alvarlegum samböndum, að flytja að heiman, læra eitthvað virkilega áhugavert, í góðum skólum, leika í kvikmyndum, spila á tónleikum, eru afburðamenn í íþróttum, eiga skemmtilegt félagslíf eða eitthvað annað. Á meðan geri ég ekki neitt. Ég stefni ekki neitt í lífinu. Ég get ekki einusinni gert neitt af þessu sem ég taldi upp!...