Íslendingasagan vekur áhuga margra, því að þar er góð spennusaga á ferð. Þetta er líka efni sem snertir okkur öll, þar sem við búum á söguslóðunum. Það er heillandi að hugsa til þess að við erum afkomendur fornra víkinga sem lögðu upp í hættuför á fjarlægar slóðir í norðri, í leit að betra lífi, frægð og frama. Nokkrir norrænir menn komu til Íslands, annaðhvort vegna þess að þeir villtust af leið, eða voru að leita að nýju landi vegna landsskorts af völdum erfðareglna. Talið er að menn hafi...