Það var allt svo dautt hérna og lítið talað um Tolkien sjálfan, að ég ákvað að finna ýmislegt um hann og skrifa grein. Tolkien heitir fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien. Hann fæddist 3 janúar árið 1892 í Bloemfontein í Suður-Afríku en fluttist snemma til Englands. Tolkien hafði mikinn áhuga á öllum fornalda- og miðaldasögnum, þar á meðal Arthúrssögnum, Bjólfskviðu, Tristanssögu, Íslendingasögum, Snorra-Eddu og hinni finnsku Kalevala. Áhuginn var orðinn nokkuð mikill þegar hann ákvað að...