Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Sviðsframkoma (22 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hver eða hverjir finnst ykkur vera með flottasta sviðsframkomu. Ég hef oft heyrt að Freddie Mercury hafi verið bestur en hvað finnst ykkur? Mér finnst Freddie Mercury geðveikt flottur live og flest sem hann gerir á sviði verður flott. Hann er alltaf að gera eitthvað fáránlegt og gera sig að fífli en einhvernveginn verður það alltaf flott. Hann nær líka ótrúlega vel til áhorfenda. Um daginn sá ég tónleika með Robbie Williams. Ég fíla ekki alveg tónlistina hans en sviðsframkoman hans er...

Trivia (11 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Er ég bara svona vitlaus eða eru þessi “gullaldartrivia” erfið. Ég get ekkert í þeim og meira að segja fyrsta sem öllum fannst of erfitt, fannst mér auðveldara en þessi seinni. Ég gat allavega 2 spurningar í því … Kannski ætti ég bara að fara að lesa þessar greinar sem eru hérna, ég nenni því venjulega ekki því mér finnst svo erfitt að lesa á tölvu.

Hungur ... (42 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er svöööööng!!! Mig langaði bara að deila þessu með ykkur því mér leiðist …

Mía litla (3 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er Mía, kisan mín. Myndin er frá því hún var lítil og fékk fyrst að fara út og klifra í trjánum :)

Flugeldar (110 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Í gær voru nokkrir krakkar að keyra um og henda froskum og þannig sprengjum í fólk. Mig langaði bara að segja að mér finnst þetta svo fáránlegt! Datt þeim ekki í hug að þau gætu hitt í augað á einhverjum og eyðilagt það? Hvernig dettur krökkum þetta í hug? Það voru líka um daginn einhverjir að reyna að sprengja upp hús á leikvelli stutt frá þar sem ég bý, engin smá sprenging! Svo var kveikt í ruslagámi á móti húsinu mínu. Þetta voru mest krakkar á aldrinum 15-17 held ég. Ætlar fólk ekki að...

Gleðileg jól! (7 álit)

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hvað fengu svo allir í jólagjöf? Eitthvað tengt jazz eða blues?

Vatn (5 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þangað til fyrir u.þ.b. 2 árum drakk ég varla meira en 1-2 glös af vatni á dag og sjaldan neinn annan vökva nema í einhverjum sérstökum tilvikum. Svo fór ég að verða svo oft veik (veit ekki af hverju :S) og þá byrjaði ég að drekka meira vatn en ég hef ekki enn náð að venja mig á að drekka mikið og drekk oft ekki meira en lítra á dag. Ég hef tekið eftir því að ef ég drekk eitthvað sérstaklega mikið þarf ég að pissa oft á kvöldin (þá meina ég á 15-30 mín. fresti) Er þetta eðlilegt þegar ég...

Auga (3 álit)

í Kettir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Kisan mín lenti í slag í dag og svo er núna eitthvað að auganu á henni. Hún getur alveg opnað það en hún lokar því meira en hinu og svo hefur lekið úr því … Fyrst held ég að það hafi bara verið tár en núna er smá gröftur að leka úr því. Haldið þið að þetta geti lagast sjálft eða þarf hún að fá einhver lyf eða eitthvað þannig? Getur ekki verið að þetta sé bara eitthvað rusl í auganu? Ég er ekkert alveg viss hvort þetta hafi gerst þegar hún var að slást því þær hafa aldrei meitt hvora aðra …...

Saxófónar (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Vinkona mín ætlar að kaupa sér góðan tenór en hún veit ekki hvað hún á að kaupa. Er einhver hérna sem veit hvaða merki er best og veit kannski um eitthvað á netinu?

Aðventulag Baggalúts (0 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Alltaf jafn skemmtileg lög frá Baggalúti Aðventulagið í ár heitir Sagan af Jesúsi og er íslenskur texti við þýskt lag, Keeping The Dream Alive. http://www.baggalutur.is/jol/2005.php Ég mæli með að allir hlusti á þetta!

Hljóðfærið mitt (49 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég ætla að skrifa aðeins um hljóðfærið mitt :) Ég er núna að æfa á þverflautu 10. árið mitt. Þetta byrjaði allt þegar ég var 7 ára og sá einhvern spila á flautu í sjónvarpinu. Ég spurði strax hvort ég mætti spila á svona og auðvitað var ég strax skráð í tónlistaskólann þar sem ég er í mjög músíkalskri fjölskyldu. Flestar litlar stelpur æfa á þverflautu af því það er stelpuhljóðfæri og allar vinkonurnar spila á það en ég hef ekki hugmynd um af hverju ég valdi þetta. Ég æfði fyrst á einhverja...

Hjálp! (5 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 12 mánuðum
Ég er að skrifa ritgerð og ég var að fatta að ég hef ekki hjá mér allar glósurnar um það hvernig á að gera heimildaskrá … Ég er búin að leita á huga en fann ekkert. Er einhver hérna sem kann að gera heimildaskrá rétt? Mig vantar svör sem fyrst.

Ball í gær (16 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum
Eru einhverjir Austfirðingar hérna sem vita um myndir af 1. des ballinu í Valarskjálf sem eru komnar á netið?

Vinir (18 álit)

í Rómantík fyrir 19 árum
Ég veit ekki alveg hvort þetta umræðuefni passar hérna en ég set það samt hérna :P Ég vil bara byrja á að segja að ég er stelpa, til að forðast allan misskilning ;) Ég er búin að lenda illa útúr vinasamböndum við stelpur og er þess vegna ekki mikið í því lengur (stelpur eru alltaf með svo mikið drama) Núna á ég alveg 8 strákavini og tala við suma á msn og suma umgengst ég dags daglega. Svo finnst mér svo pirrandi að ef ég sést með vinum mínum eða tala um þá þurfa allir að spurja hvort við...

Búið að skreyta! (4 álit)

í Hátíðir fyrir 19 árum
Ég er á heimavist ME og í mötuneyti skólans. Í gær þegar ég fór í kvöldmat var búið að skreyta matsalinn! Jólaseríur, jólakúlur og jóladúkar! Finnst ykkur þetta ekki frekar snemmt?

Tilvitnanir sem tengjast Queen (4 álit)

í Gullöldin fyrir 19 árum
Ég ákvað að halda áfram með þessar tilvitnanir sem virðast vera svo vinsælar :) Þetta eru tilvitnanir í meðlimi Queen og nokkra aðra tónlistamenn um Queen. Svo getið þið séð mikið fleiri á queenie.tk ef þið hafið áhuga, ég gat ekki sett þær allar :P “If you don't like us, well, fuck you!” ~ Roger Taylor “Fuck today, it's tomorrow.” ~ Freddie Mercury “I had this idea… I wanted the sound to sing and have that thickness but yet still have an edge so that it could articulate. So my dad and I...

Norðurlandatungumál (76 álit)

í Skóli fyrir 19 árum
Það eru margir sem fá að læra norsku eða sænsku í staðin fyrir dönsku því þeir hafa búið í þeim löndum áður. Ég er fædd í Svíþjóð en flutti þaðan 1 1/2 árs og var ekki alveg byrjuð að tala en ég lærði öll sænsku hljóðin af því ég heyrði sænsku mikið. Foreldrar mínir töluðu oft sænsku þegar ég var lítil og mátti ekki heyra og þannig lærði ég að skilja slatta í henni og svo átti ég bækur og diska, sérstaklega einn jóladisk frá Svíþjóð, sem ég hlusta alltaf á. Svo á ég fullt af ættingjum í...

Hjálp (2 álit)

í Skóli fyrir 19 árum
Ég er alltaf mjög lengi að öllu, sérstaklega að lesa og það hefur truflað mig nýlega í skólanum. Mamma mín er að læra sérkennslu og hún fékk að taka lestrarpróf á mér til að æfa sig. Hún komst að því að ég er ekki lesblind en með lestrarhraðann 248 atkv. á mín. en í 7. bekk á maður helst að komast upp í 300 (ég er á fyrsta ári í framh.) Ég er líka með mörg einkenni athyglisbrests (ADD) en hef ekki verið greind. Þetta er kannski ekkert merkilegt en það skrítna er að þrátt fyrir þetta gengur...

Hjálp! (2 álit)

í Skóli fyrir 19 árum
Hefur einhver hérna lesið Et Helvedes Hus eða veit hvar ég get fengið glósur úr henni? Ég er alveg í vandræðum. Ég er ekki ein af þeim sem nenni ekki að lesa bækurnar sem er sett fyrir, ég er bara svo óheppin að ég er með hægan lestrarhraða en samt ekki lesblind og komst í DAN 103 en þar er búist við að maður geti lesið nokkuð hratt. Og ég er ennþá lengur að lesa dönsku. Ég á að fara í próf úr þessarri bók á fimmtudaginn en ég er að gefast upp. Ég er þegar búin með 1 íslendingasögu, 1...

Video (8 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum
Ég er búin að uploada videoum á einhverju freevideoblog en mig langar að setja þau á síðuna mína (folk.is) Ég er með html fyrir þetta en það virkar ekki að setja þetta video. Veit einhver hvernig á að setja svona video á síðu (sjá hérna) eða einhverja aðra síðu sem er hægt að uploada videoum á þannig að hægt sé að setja á aðrar síður?

Hjálp! (6 álit)

í Blogg fyrir 19 árum
Veit einhver html kóða til að setja video á síðu? Ég er búin að finna stað til að uploada videoum á netið en mig langar svo að geta sett þau á síðuna mína en ekki bara link. Takk fyrirfram

Vefpúki (13 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum
Mig langaði að koma einu á framfæri og ég held að þetta sé besti staðurinn … Margir hérna eru alveg hræðilega lélegir í stafsetningu þannig að það er erfitt að skilja þá en það er líka leiðinlegt þegar allir eru að leiðrétta fólk. Svo ég legg til að allir nýti sér vefpúkann þegar þið sendið inn greinar. Það er mjög þægilegt og eyðir stórum hluta af skítkasti hérna http://vefur.puki.is/vefpuki/

Hlakka til (28 álit)

í Hátíðir fyrir 19 árum
Þegar ég var lítil hlakkaði ég alltaf mjög mikið til jólanna eins og flestir aðrir. Svo fór þetta að minnka þegar ég varð eldri og í fyrra (þegar ég var í 10. bekk) fannst mér jólin ekkert sérstök og ég var eiginlega með jólastress og leiðindi. Núna er ég búin að búa á heimavist í 2 mánuði og kemst ekki alltaf heim um helgar. Þar á undan var ég í burtu nærri því allt sumarið. Þá er eins og jólin séu 10 sinnum skemmtilegri því þá verð ég heima og ég get verið með vinum mínum sem búa heima :D...

Vinir (3 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum
Ég er búin að eiga slatta af vinum gegnum árin og ég er búin að komast að einu merkilegu. Ég er stelpa og hef þess vegna oft átt vinkonur en á seinni árum hefur það verið erfitt því stelpur þurfa alltaf að gera svo mikið úr öllu. Stelpur virðast alltaf vera í fýlu út í hvora aðra og ég er búin að missa samband við flestar vinkonur mínar (nema þær albestu). Svo er ég nýfarin í framhaldsskóla og á heimavist svo ég hef kynnst fullt af nýjum krökkum og eiginlega einu sem ég er búin að kynnast...

Lög (23 álit)

í Gullöldin fyrir 19 árum, 1 mánuði
Getið þið sagt mér einhver góð lög? Ég fíla Queen, Pink Floyd, Jethro Tull, Led Zeppelin og fleira. Mig langar að kynnast einhverjum fleirum gullaldarhljómsveitum eða tónlistarmönnum … Ástæðan fyrir þessum korki er að ég er að skoða tölvu sem er með nærri því hvaða tónlist sem er, 78 gb eða 20.300 lög!!! Og ég hef kost á að fá eitthvað af þessu. Ég veit bara ekki hvar ég á að leita því það er svo mikið … Takk :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok