Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Paprika (20 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vinur minn er mjög mikið á móti papriku og finnst hún ógeðsleg. Ég var að borða papriku og þá fór hann að kvarta yfir þessu. Svo sagði hann að þegar hann yrði stór og gáfaður (haha) ætlaði hann að rækta erfðabreytta papriku sem myndi lifa betur en sú sem við höfum í dag, og þar með útrýma nútíma paprikunni. Nýja paprikan átti einnig að vera svo viðbjóðsleg á bragðið að enginn myndi borða hana og hann þyrfti aldrei að sjá þetta aftur. Þá kom ég með þau rök að sama hversu vont bragðið væri,...

Þvottavélar (14 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Smá skemmtilegt nöldur … Ég bý á heimavist og af því það er alltaf ófært heim til mín hef ég verið hérna síðan jólafríið var búið. Þess vegna verð ég að þvo allan þvottinn minn hérna. Ekkert slæmt við það nema … Þvottavélarnar hérna eru drasl!!! Þær eru 5 … Tvær bara vilja ekki gera neitt (hurðin biluð á annarri), tvær þvo en vinda ekki (svo þvotturinn er blautur og allt vatnið fer út um allt gólf, sem er alltaf blautt) og ein af þeim virkar. Svo eru 3 þurrkarar. Ég prófaði einu sinni að...

The Martin Committee (16 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Martin saxófónar eru með þeim bestu í Bandaríkjunum. Þessi er með sérstaklega flottu skrauti.

Notendanafn (2 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað allt í einu að drífa mig í að skipta um notendanafn (þetta er síðan áður en ég byrjaði að nota nick) Ég fór bara allt í einu að pæla hvort það er hægt að hafa séríslenska stafi í notendanafninu. Ég tek oftast ekki eftir því hvað allir heita og hef þess vegna ekki tekið eftir því. Endilega svariði já eða nei strax ef þið vitið það því ég er að senda til vefstjóra núna og þarf að vita hvort ég á að nota íslenska stafi …

Lag? (enn og aftur) (25 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég veit að þetta er svo ofnotuð spurning en veit einhver hvaða lag það er sem er ofnotað í útvarpinu þessa dagana? Ég er að vinna í búð og heyri þess vegna þetta lag nokkuð oft en ég hef ekki nennt að taka eftir á hvaða rás það er. Textinn er: Goodbye my lover. Goodbye my fried. You have been the one. You have been the one for me. Veit einhver flytjanda og nafn?

Ýmislegt um hljóðfæri (ath. ekki gítargrein :P) (39 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég fékk ábendingu um það um daginn að það væri ekki nógu mikið talað um blásturshljóðfæri hérna. Ég ákvað að eyða tímanum sem ég ætti að vera að læra, í það að skrifa smá um þessi “klassísku” hljóðfæri (þótt þau þurfi ekki alltaf að vera notuð í klassík). Ég er að læra á þveflautu og hef lært á hana í bráðum 10 ár. Kennarinn minn sem hefur verið að kenna mér í vetur er Bandarískur og hefur mjög mikla reynslu í tónlistabransanum. Hann talar mjög mikið í tímum og ég hef lært mikið um hljóðfæri...

Gettu betur (10 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég hef séð einhverjar umræður um Gettu betur hérna á huga nýlega. Einhver sagði að það væri ekki nógu mikið fjallað um liðin úti á landi. Þá svaraði einhver að það væri af því skólarnir úti á landi væru með svo léleg lið. Ég hef aldrei skilið af hverju fólk þarf alltaf að vera með skítkast útí fólkið úti á landi, það er ekki eins og við búum í torfkofum ennþá! Ég hef ekkert tekið eftir því að skólarnir á Höfuðborgarsvæðinu séu með yfirburði í þessu og þetta sýnir það mjög vel. Það skiptir...

:( (61 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér leiðist … Ég ákvað að fara á huga til að finna eitthvað að gera en ég finn ekkert skemmtilegt hérna :( Ég hef ekkert að gera og allir vinir mínir eru uppteknir. Viljiði ekki öll segja eitthvað skemmtilegt?

Verkfræði (15 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég held að þetta sé rétti staðurinn fyrir svona spurningar … Ég var bara að pæla hvernig verkfræði er. Hvernig nám er þetta? Hvað vinna verkfræðingar við? Ég hef áhuga á stærðfræði (ég veit að það er óvenjulegt) og einhver sagði að verkfræði væri eitthvað fyrir mig. Mig langaði bara að reyna að komast að því nákvæmlega hvað það felur í sér :P

CSI (35 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er búin að bíða alla vikuna eftir að sjá endursýninguna á lokaþættinum af því ég missti af honum á mánudaginn. Ég er á heimavist og á að vera farin inn á herbergi kl. 12 (nema á föstud. og laugard.) Ég var að horfa á þáttinn og þá kemur húsfreyjan og slekkur á sjónvarpinu og leyfir mér ekki að horfa!!! Aaarrrgg!!!! Þetta var farið að verða svo spennandi!!

Bestur (11 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég hef oft séð fólk tala um besta lagið eða bestu hljómsveitina á þessu áhugamáli. Þessar umræður enda oft í rifrildi um að hinn eða þessi sé ofmetinn eða eitthvað álíka. Ég vildi bara koma minni skoðun að. Það er ekkert sem heitir best eða verst í tónlist. Ég fíla ekki hip-hop en ég segi samt ekki að það sé versta tónlistin. Það er hægt að segja að tónlistamenn séu hæfileikaríkir og góðir en ekki að þeir séu betri en aðrir. Það fer allt eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Notum...

Smá pæling (31 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það hefur eitthvað verið í umræðum nýlega að tónlistamenn séu óánægðir með forrit eins og DC++, þar sem er hægt að deila ólöglegu efni á netinu. Auðvitað eru þeir óánægðir því þeir tapa á þessu. Allir eiga bara fullt af tónlist í tölvunni og tíma ekki að kaupa diska. Ég fór að pæla í þessu um daginn. Ég á fullt af tónlist í tölvunni og hef verið að hlusta á það. En samt vantar alltaf eitthvað. Það er ekki það sama að eiga skrifaðan disk eins og að kaupa alvöru úti í búð með coveri og...

Hjálp! (10 álit)

í Klassík fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Er einhver tónlistarsnillingur hérna sem veit hvað inntónun er? Þetta er eitthvað sem ég þarf að kunna á þverflautu fyrir miðstig og ég hef aldrei heyrt um þetta! Ég er með bandarískan kennara sem skilur ekki íslensku svo ég get líklega ekki spurt hann …

Hjálp! (12 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Er einhver tónlistarsnillingur hérna sem veit hvað inntónun er? Þetta er eitthvað sem ég þarf að kunna á þverflautu fyrir miðstig og ég hef aldrei heyrt um þetta! Ég er með bandarískan kennara sem skilur ekki íslensku svo ég get líklega ekki spurt hann …

Svefn (12 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Í jólafríinu byrjaði ég að vera alltaf þreytt um miðjan dag. Ég hélt að þetta væri bara leti eða slæmar svefnvenjur (eins og gerist gjarnan í fríum) en svo þegar skólinn er byrjaður er ég ennþá svona :S Ég veit alveg hvenær ég er þreytt og hvað ég þarf langan tíma en núna er eins og það sé alltaf of langt eða of stutt. Einhver ráð?

Gettu betur! (35 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Veit einhver hvaða skólar voru að keppa í kvöld og hver vann? Það voru tvær keppnir í kvöld. Ég var að horfa á ME og VA keppa og ME unnu!!! (Ég er í ME)

Vöðvabólga (37 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég verð bara að nöldra aðeins … Ég er búin að vera með vöðvabólgu í 2-3 ár núna og sama hvað ég geri, hún er alltaf jafn slæm! Ekkert bætir að ég er í skóla … Þetta byrjaði á því að ég festist í hálsinum, gat bara ekkert hreyft hann í nokkra daga og gat ekki einu sinni legið án þess að finna ógeðslegan sársauka. Læknirinn sagði að vöðvarnir krumpuðust og festust við hauskúpuna. Síðan þá hef ég fengið vöðvabólgu í hvert skipti sem ég verð veik eða er undir álagi. Síðast þegar ég varð veik...

C.S.I. lokaþáttur (32 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég hef lengi fylgst með CSI en missti því miður af miklu í vetur … Ég ætlaði allavega að ná lokaþættinum og hafði fyrir því að horfa á endursýninguna í gærkvöld. Svo ætlaði ég að horfa á í kvöld. En nei, það var ökuskóli og ég bý úti á landi þannig að ég má ekki við að missa af því, bara kenndur þrisvar á ári. Svo þurfti kallinn að hafa þetta til hálf ellefu!! Mig langar svo að horfa á þáttinn :(

Queen Trivia (22 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hérna kemur smá Queen trivia sem ég og systir mín gerðum (eða aðallega hún, svo bætti ég aðeins við). Þið megið alveg svara og þá senda í PM, ekki hérna. Þetta er bara upp á gamanið og engin verðlaun nema bara heiðurinn að vita mikið um Queen. Annars er ekkert gaman að svara. Eins og í öllum svona spurningakeppnum er bannað að leita á netinu. Ég sendi svo svörin inn seinna. Gjörið svo vel :) 1. Hvað heitir Freddie Mercury réttu nafni? 2. Umboðsmaður hvaða fræga söngvara tók Queen að sér...

Jagúar (10 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Eru einhverjir hérna sem fíla þessa hljómsveit? Mér finnst þeir frábærir og eiginlega eina íslenska hljómsveitin sem ég hlusta á. Ég byrjaði að hlusta á þá fyrir um ári síðan og síðan keypti ég nýja diskinn þeirra. Svo er ég í Lúðrasveit Æskunnar sem spilaði með þeim um daginn og kynntist bæði þeim og tónlistinni þeirra betur. Þetta eru mjög hæfileikaríkir tónlistamenn og eru með alveg frábæra tónlist. Svo hvernig finnst ykkur Jagúar? Ef þið hafið ekki heyrt í þeim mæli ég með því að þið...

Spilverk Þjóðanna (9 álit)

í Jazz og blús fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki viss í hvaða tónlistastefnu Spilverkið passar en mér datt í hug að það gæti passað hér. Er það rétt? Þau spila allavega einhver lög sem myndu flokkast sem jazz eða blús, en mest er þetta blandað þjóðlagatónlist. Allavega, tilgangurinn með þessum korki var að skapa smá umræðu um þessa hljómsveit (og smá líf á þessu áhugamáli). Er einhver hérna sem hlustar á þetta? Hvernig finnst ykkur? Uppáhalds lög? Mér finnst þetta frábær hljómsveit og eiginlega eina íslenska hljómsveitin sem ég...

Áhugamál (16 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er búin að sjá milljón korka þar sem fólk er að biðja um reggea áhugamál eða pönk áhugamál. Ég hef líka tekið eftir því að jazz og blús áhugamálið er ekki að standa sig. Þess vegna datt mér í hug að það væri kannski hægt að gera svona oldies áhugamál og hafa bara mismunandi tegundir sem mismunandi korka … reggea áhugamál myndi t.d. aldrei verða nógu virkt eitt og sér þótt korkar gætu verið það. Hinsvegar er vandamálið að inn í oldies myndi koma gullöldin en það áhugamál er vel virkt svo...

Eru allir ... (12 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Eru allir byrjaðir í skólanum aftur? Hvernig finnst ykkur? Mér finnst ágætt að byrja í skólanum aftur því þá kemst smá regla á líf mitt … Samt væri ég alveg til í að sleppa að læra aðeins lengur :P

R.I.P. - hugmynd (10 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég hef tekið eftir nokkrum kvörtunum nýlega um tónlistamenn sem vantar á þennan lista. Mér í hug hvort það er ekki hægt að breyta þessu aðeins til að lífga upp á áhugamálið. Það er ágætt að breyta annað slagið, allir eru hvort sem er búnir að sjá þá sem eru þarna of oft. Þá datt mér í hug að það væri kannski hægt að breyta R.I.P. kubbnum, setja alla gullaldartónlistamenn inn en ekki bara dána. Þá væri kannski hægt að hafa bara þá tónlistamenn sem er búið að skrifa um. Það er kannski ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok