Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Lækningajurtir (1 álit)

í Vísindi fyrir 12 árum
Hæhæ Ég var að pæla hvort einhver hérna þekki gömul húsráð tengd plöntum og jurtalækningar, eitthvað sem amma eða gömul frænka hefur sagt ykkur í æsku. Ég veit að það eru til bækur um þetta, á meiri hlutann af þeim íslensku, en langaði bara af forvitni að vita hvort einhver eigi svona persónuleg dæmi :) Amma bestu vinkonu minnar sagði t.d. alltaf að maður ætti að tyggja vallhumal til að losna við kvef og frænka mín lét mig gleypa hvítlauk við hálsbólgu. (og já, þetta eru vísindi og fræði,...

Skokk/hlaup (30 álit)

í Heilsa fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Síðustu árin (eftir að ég kláraði menntaskóla) hefur gengið misvel hjá mér að halda mér í formi og ég er eiginlega með eins lítið þol og ég gæti verið. Ég næ einhvernveginn aldrei að halda mér við svo ég ákvað að finna mér eða búa til prógram til að skokka eftir í sumar. Ég fann eitt á netinu og byrjaði á því, en það er of erfitt fyrir mig: http://running.about.com/od/trainingschedules/a/3weeksto30minuterunninghabit.htm Ég er búið að finna annað sem er sagt vera fyrir byrjendur og virðist...

Pælingar/væl (9 álit)

í Rómantík fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Það hafa örugglega komið milljón svona þræðir hingað. En mig langar samt að væla … Ég er 22 ára stelpa sem hef aldrei verið í alvarlegu sambandi. Ég hef verið í smá samböndum sem höfðu enga meiningu og enduðu fljótt. Ég á mjög auðvelt með að tala við stráka, auðveldara en stelpur, og á mjög auðvelt með að eignast nána strakavini. Ég er líka ekkert of picky og fíla yfirleitt ekki vinsælustu týpurnar, er meira fyrir skrítnu gaurana sem enginn vill (eða þora ekki/þykjast ekki vilja). Ég hef...

Svefnleysi (42 álit)

í Heilsa fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki beint að leita að neinum ráðum eða hjálp, langar bara aðeins að væla í ykkur. Síðan ég var smábarn hef ég alltaf átt erfitt með að sofna. Þegar ég var krakki gat ég ekki farið að sofa nema einhver væri vakandi í húsinu. Seinna fór ég að kunna að meta þögnina sem jók ennþá svefnvandamálin. Núna síðustu árin hef ég alltaf átt í meiri og meiri vandamálum með svefn og það er farið að hafa mikil áhrif á mig. Ég ligg kannski tímunum saman uppí rúmi og get ekki sofnað en á svo erfitt með...

Hálskirtlataka (8 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum
Enn einn þráðurinn um hálskirtlatöku … Reyndar ætla ég ekki að spyrja hvað maður á að borða á eftir og allt það. Veit að ís bjargar öllu og þetta verður ógeðslega vont í nokkra daga. Ég var að pæla í öðru - Ég er búin að lesa mér til um þetta á netinu, hvernig þetta er gert og svona. Ég var bara að pæla í mjög heimskulegri spurningu: Er maður ekki örugglega alveg svæfður í svona? Það verður varla skorið með mann vakandi með deyfingu? Ég er algjör vitleysingur í þessu, er 21 árs og hef ekki...

Hvað gera túristar í Rvk? (18 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég er með útlending í heimsókn og er ekki á bíl eins og er svo það er takmarkað hvað ég kemst til að sýna honum hluti. Hvað getum við gert sem er áhugavert fyrir útlendinga sem hægt er að komast með strætó?

Collodion process (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hefur einhver hér prófað wet plate aka collodion process? http://en.wikipedia.org/wiki/Collodion_process Ég hef mikinn áhuga á því að prófa þetta og datt í hug að spyrja hvort einhver hér hafi reynslu. T.d. hvar er hægt að fá góða uppskrift eða hvað er best að gera og sérstaklega hversu lengi á að lýsa filmurnar. Ég er að læra efnafræði svo ég kann á efnin og hef líka aðgang að efnum og glervöru til að nota í þetta (ætla samt að redda flestum efnunum sjálf) en þetta er samt eitthvað sem ég...

Ferð um Ísland (1 álit)

í Ferðalög fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Útlenskur vinur minn er að koma í heimsókn og mig langar að sýna honum landið. Ég er bara ekki alveg viss hvað ég get sýnt honum … Hann langar að sjá náttúruna, þetta þarf að vera ódýrt og helst á suðurlandi. Hugmyndir? :)

Nafn á farseðli (4 álit)

í Ferðalög fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hafið þið lent í því að vera stoppuð í check-in eða öryggistékki vegna þess að nafnið á farseðlinum er ekki nákvæmlega eins skrifað og í passanum? Það er t.d. ö í nafninu mínu og ég þarf að skrifa á alla farseðla o í staðin. Ég er að fara að fljúga með Wizzair og þar stendur skýrt að mér verði ekki hleypt í gegn ef það er ekki nákvæmlega eins skrifað. Ég á samt mjög bágt með að trúa því að þeir geri mikið mál úr svona. Einhver sem hefur lent í veseni?

ÓE: Linsa fyrir byrjanda (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Mig vantar ódýra, þægilega linsu á Canon EOS 450D. Einhverja sem er góð fyrir byrjendur í daglega notkun. T.d. 18-55mm kit linsan eða 50mm f/1,8

Saltsteinn (1 álit)

í Kettir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég á eins árs innikisa sem er alltaf að sleikja allt. Hann er mjög skæður að sleikja tölvur og lyklaborð en svo er hann bara alltaf að sleikja eitthvað. Svo ég fór að pæla hvort hann vantar salt og hvort maður eigi að kaupa saltstein eða eitthvað þannig? Ég hef aldrei átt innikött fyrr svo það er ýmislegt sem kemur upp sem maður hefur ekki séð áður :)

ERASMUS (6 álit)

í Skóli fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Er einhver hér á háskólastigi og ætlar í ERASMUS skiptinám næsta vetur? Eru fleiri en ég að verða pínu pirraðir á að “bráðum” sé orðið frekar langt? Ég er í lítilli deild og sótti um skóla sem ekki margir hafa farið í frá Íslandi: Aristotle University of Thessaloniki. Konurnar á alþjóðaskrifstofu voru svo hjálpsamar að láta mig vita að þær gætu ekkert hjálpað mér með þetta, ég þyrfti bara að skoða síðuna (sem er mest á grísku) sjálf. Einhver sem hefur reynslu af þessu?

Vantar þig hjálp með stæ eða efn? (4 álit)

í Skóli fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Vantar þig aukatíma í stærðfræði, eðlisfræði eða efnafræði á menntaskólastigi? Ég er á öðru ári í efnafræði við HÍ og hef áhuga á því að kenna. Ég hef aðeins verið að taka fólk í aukatíma og er að taka 2000 kr. á tímann. Ég dúxaði í menntaskóla og tók marga vini mína í aukatíma á meðan ég var í menntaskóla þannig að ég tel mig kunna efnið frekar vel. Ég kláraði þessa áfanga: STÆ 103-603 og 313 EÐL 103-303 EFN 103-303 og 313 Auk þess tel ég mig geta kennt fleiri stærðfræðiáfanga ef þeir falla...

Styrkir (5 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég setti þetta á /skoli en fékk engin viðbrögð … Spurning hvort ég fái einhver gáfuleg svör hérna? Ég er í stóru evrópsku nemendafélagi við HÍ og þarf eiginlega að fara til útlanda á fund í apríl. Vandamálið að ég á ekki efni á því. Mér datt í hug að spyrja hvort þið vitið um einhverja sérstaka styrki sem er hægt að sækja um fyrir svona? Eru bankarnir eitthvað í þessu ennþá? Eru ekki einhverjir fleiri sem gefa svona styrki?

Styrkir (0 álit)

í Skóli fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég er í stóru evrópsku nemendafélagi við HÍ og þarf eiginlega að fara til útlanda á fund í apríl. Vandamálið að ég á ekki efni á því. Mér datt í hug að spyrja hvort þið vitið um einhverja sérstaka styrki sem er hægt að sækja um fyrir svona? Eru bankarnir eitthvað í þessu ennþá? Eru ekki einhverjir fleiri sem gefa svona styrki?

Hálskirtlar (14 álit)

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Ég er núna í ferkar langan tíma búin að vera með “króníska hálsbólgu”. Ég kemst aldrei í að hósta og allt það, ég bara finn til í hálskirtlunum. Svo eru búin að vera að koma svona graftarkorn af þeim óvenjulega mikið nýlega. Ég hef alltaf verið með frekar stóra hálskirtla og alltaf smá vesen með þá, en hef ekki viljað fara og láta taka þá einfaldlega af því ég er hálf hrædd við að fara í aðgerð. Nú er ég að fá nóg af þessu veseni. Hefur einhver reynslu af svona? Mig grunar að það séu frekar...

TS - Chemistry eftir Chang (0 álit)

í Skóli fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Er að selja bókina Chemistry eftir Raymond Chang, 8. útgáfu, ekki harðspjalda. Er líka að selja student solutions manual með. Mjög vel farnar bækur en aðeins notaðar. Ég veit ekki hvar þetta er kennt en ég notaði hana í almennri efnafræði í HÍ. Hún er ekki kennd þar lengur svo ég ætlaði að tékka hérna hvort hún er kennd í öðrum skólum.

Stærð á skíðum? (4 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég ætla að kaupa mér skíði en er ekki viss hvernig ég á að velja stærðina. Ég æfði þegar ég var krakki og lærði hvernig maður átti að miða við axlir eða eitthvað þannig, en man það bara ekki. Ég held að ég teljist sem byrjandi (hef sjaldan farið á skíði síðustu 10 árin). Ég er sirka 166 cm. Er ekki einhver regla um þetta?

Svefn - vaka (23 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Alla mína ævi hef ég verið extreme B-týpa. Þ.e.a.s. ég sofna seint og vakna seint. Hef verið andvaka oftar en nokkur maður gæti talið og finnst yfirleitt voða gott að sofa frameftir. En allt í einu er eins og ég hafi breyst í A-týpu. Klukkan 10 á kvöldin er ég uppgefin og langar bara að fara að sofa. Ég vakna kl. 6 og 7 á morgnana og get alls ekki sofnað aftur. Þetta gerðist bara á einum degi og ég hef verið svona síðan … Ég held að ég eigi að vera ánægð með þetta, er það ekki? Þetta þykir...

Epli (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Tekið nálægt Knivsta í Svíþjóð

Fullorðins matur (3 álit)

í Kettir fyrir 14 árum, 12 mánuðum
Ég er með lítinn kisa sem er núna að verða 7 mánaða gamall. Hann hefur verið að borða kettlinga þurrmat frá því hann var frekar lítill. Fyrst var hann reyndar á þurrmjólk og svo blautmat þangað til hann lærði að lepja (það var mikið vesen) og svo á þurrmat sem er ætlaður fyrsta árið. Ég var að pæla hvort það er ekki í lagi að byrja að blanda fullorðinsmat útí. Ég er búin að vera að prófa að setja smá útí og hann virðist ekkert vera á móti þessu. Hvenær er venjulegt að gefa kisum fullorðinsmat?

Náladofi (6 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum
Ég er búin að vera með náladofa í litlaputtanum á hægri hendi í tvo daga. Stundum kemur verkur upp að olnboga með. Þetta er alveg eins og tilfinningin þegar maður rekur “vitlausa beinið” í, nema bara daufari og stanslaus … Fyrir 2-3 vikum rak ég “vitlausa beinið” nokkrum sinnum í í röð, svo það er líklega ástæðan. Ég fann samt voða lítið fyrir því, nema þegar ég hafði hendina í ákveðinni stellingu, þangað til í gær. Ég hef líka aldrei áður lent í því að þetta sé svona lengi. Ætti ég að hafa...

Kvefaður kisi (2 álit)

í Kettir fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég held að kisinn minn sé kvefaður. Hann er 6 mánaða innikisi. Það heyrist alltaf svona ískur í nefinu þegar hann andar, það er alltaf hor í nösunum hans og nefið er þurrt. Er þetta eitthvað sem gengur bara yfir eins og hjá okkur mannfólkinu eða þarf ég eitthvað að pæla í þessu? Einhverntímann var mér sagt að það væri ekki sniðugt ef nefið á köttum er þurrt svo ég fór eitthvað að pæla í þessu …

Flensa (8 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Ég er með einhverja leiðinlega flensu (ekki H1N1). Það væri ekki neitt vandamál en ég er að fara til útlanda og verð líklega ekki búin að jafna mig þá. Ég er búin að vera að lesa um inflúensu en ég sé hvergi hvenær ég ætti að vera hætt að smita. Er það ekki bara um leið og maður er hitalaus? Eða nokkrum dögum eftir að einkenni birtast? Ég er búin að vera eitthvað slöpp í viku en varð ekki veik fyrir alvöru fyrr en í gær og ég flýg út eftir 2 daga. Svo er annað sem ég hef áhyggjur af. Ég er...

Ísis (17 álit)

í Kettir fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Tveggja mánaða kisan mín. Hún var alveg hvít (http://www.hugi.is/kettir/images.php?page=view&contentId=6671544) en er að dekkjast með hverjum deginum og það eru farnir að sjást mjög fottir blettir og línur hér og þar :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok