Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Siðfræði og sósugerð.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Til gthth: Ég hef verið að renna yfir samræður okkar um siðferðið hér að ofan. Það rann upp fyrir mér, að innbyrðis afstaða okkar er í grófum dráttum sú; að ég geri árás á siðfræðina og allt sem henni tilheyrir.. en þú gagnrýnir árásir mínar.. þe hvernig ég gagnrýni siðfræðina. Það væri gaman að heyra þig verja siðfræðina. Eða koma með þínar hugmyndir, svo ég sé ekki sá eini með hugmyndir hér. En nóg um þetta í bili. Varðandi rök fyrir siðfræði eða siðferði, þá hef ég gagnrýnt það áður að...

Re: Um manninn.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til dónahunds: Það sem ég er að meina þú ert að nálgast ákveðinn skilning á lífinu, sem ég get verið sammála þér um.. ekki bara aþþí bara.. heldur fyrir rök. Þú þarft bara að pæla þetta dýpra og smá lengur.. nú er þetta soldið hreyft.. en þú ert á réttri leið til að öðlast dýpri skilning á köldum raunveruleika. Þetta á að vera vel meint.. svona klapp á öxlina. :)

Re: Völundarhús.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Damn! Það var svo sem auðvitað að maður er ekki fyrstur með svona hluti. En ég sver að ég fattaði þetta sjálfur. Mér datt líka í hug sönnun, eftir að ég sendi greinina inn. Sönnun: Völundarhús er alltaf samansett af “úthlutum” sem eru jafnmargir og inn/út-gangar. Yfirborð “úthluta” er alltaf samfellt. Yfirborð “úthluta” liggur alltaf utan og innan völundarhúsa. Þal ef yfirborði “úthluta” er fylgt eftir, þá hlýtur það að leiða þig út úr völundarhúsinu, og ef haldið er áfram, inn aftur, og svo...

Re: Siðfræði og sósugerð.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til gthth: gthth segir: “Af hverju eru menn sem fá borgað fyrir að gefa siðferðilegt álit hræsnarar? Segja þeir eitt við Jón og annað við Gunnu frekar en aðrir? Segja þeir eitt en hugsa eða vita annað, frekar en aðrir? Mundu að þetta eru þínar skilgreiningar á hræsnurum.” VeryMuch svar: Já þeir eru hræsnarar, þar sem þeir ættu að vita að ekkert er hægt að segja um siðferði, nema að allt sé hægt að segja um siðferði. Þal þegar siðfræðingur segir eitthvað um siðfræði, ætti hann að gera sé...

Ad hominem

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Nei.. ég var ekki að spyrja þig um ad hominem ég vissi nóg þá þegar. Hér fylgir brot textans máli mínu til stuðnings: “Ég rak mig þó á þá merkingu sem ad hominem vitist hafa.. ég hef skilið þessháttar ”rökvillur“ sem aðför að máli viðmælanda með því að vitna í persónu viðmælanda. Td að segja: ”Það er ekkert að marka þig, þú ert soddan sveitamaður!“ þetta væri dæmi um ad hominem ”rökvillu“. NB. ég hef allt mitt vit úr ”Frumhugtök rökfræðinnar“ (e. Erlend Jónsson). Hvað eru ”dialektísk“ rök...

Meðvitund?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Kannski er málið með meðvitund, að hún verður aldrei sönnuð sem slík. Ef við ættum að dæma um hvort tölva hefur meðvitund, yrðum við einfaldlega að bera saman innra ferli hennar við innra hugarferli manna, og bera ytri hegðun tölvunnar við ytri hegðun manna. Svo er bara að meta hvort líkindi, eru á þann hátt að meðvitund sé til staðar eða ekki.. við getum í raun aldrei sannað neitt um þetta.. frekar en ég um annað fólk.. ég gæti neitað að trúa að aðrir hefðu meðvitund, gæti haldið því fram...

Re: Tölvur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Amm.. sá var maðurinn! :)

Re: Tölvur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Já ég veit það ekki heldur. Það var breskur stærðfræðingur að nafni Turner (að mig minnir); hann vann við Enigmu verkefnið í síðari heimstyrjöld (að brjóta dulmálslykil Þjóðverja). Hann var samkynhneigður og framdi sjálfsmorð, hvaða máli sem það nú skiptir. Hann dreymdi um að geta endur vakið vin sinn sem hann missti ungur. Þeas hann velti þeirri hugmynd upp, hvort hægt væri að láta vél hugsa. Hann er í dag talinn einn aðal faðir tölvunar (Ég þori ekki að taka af um hvort hann er einn um að...

Re: Siðfræði og sósugerð.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Menn sem er borgað fyrir að gefa siðfræðilegt álit eru hræsnarar. Af hverju.. Þar sem siðfræðin getur ekki staðið undir þessháttar áliti. Þú talar um fordóma.. það er ekki alveg nákvæmt hjá þér, þar sem ég hef kynnt mér greinina að nokkru leiti, auk þess sem ég hef eytt ófáum stundum í að velta fyrir mér vandamálinu um siðferði. En kannski má afsaka siðfræðinga sem svo, að þeir séu einfaldlega sakleysingjar, eða hafa ekki þrek til að kryfja málið til mergjar. Eftir stendur að siðfræðin er...

Siðfræði og sósugerð.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég er raunar ekki að beina máli mínu til neins núna. Mér kom bara í hug líking varðandi siðfræðina. Það er svo sem ekki neitt nýtt að mér finnist siðfræði kjaftæði, þó að það viti það kannski ekki allir, eða að ég hafi sagt það hreint út hér. Ég verð bara mjög hræddur, óöruggur ef siðfræðingum eru gefin of mikl völd í máli sem skiptir raunverulegu máli. Hvers vegna?! Jú, siðfræði dómar virðast mér vera álíka nákvæmir eða áreiðanlegir og sósugerð. Siðfræðingarnir eru eins og sósugerðamenn....

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Miðgarður; ég hef ekki heyrt um að þetta sé “ekki leyft”, en það fer auðvitað eftir skilgreiningum og reglum þess kerfis sem notast er við. Ég get alveg sagt “n” er jafnmuna runa Náttúrulegratalna, þar sem mismunurinn er 1. Kannski væri gagnrýni vert að ég tók ekki fram að um mengi náttúrulegra talna var um að ræða. En þetta er algert aukaatriði, fyrir framsetninguna. Þetta er soddan sparða tíningur hjá þér. :)

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Já ég þarf eflaust að útfæra þessa pælingu.. allavega ef hún á að vera sett röklega fram.. ekki það að hún sé ekki byggð á rökum(.. hún er það amk af mestu leiti, erfitt að fullyrða um eigin hugsanir). Ef ég ætla að setja þetta fram fullkomlega röklega (ekki annað hægt) þá verð ég að vinna þetta betur, ég geri mér það ljóst. Það er kannski soldið til í þessu sem þú ert að segja, að það gangi ekki upp samtímis, að sjá (1) og afstæði (1) samtímis, kannski þarf hér að setja upp eins konar...

Re: adam og eva, guð og kynferði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Hér eru einhver óhrein stig í pokahorninu.

Re: Rútubíll dauðans

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég myndi byrja á þessum Guði sem þú varst að ræða við.

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til gthth: Já já, ég var að hugsa það sjálfur þegar ég sendi frá mér svarið að það væri fáránlega langt, en ég lét vaða, mera sökum þess að sleppa engu.. en þetta fer allt eftir markmiði textans.. þetta er kannski svona hjá mér sökum þæginda, auk þess að svarið verður meira complete. Hmm.. en það eru takmörk, þar sem hið mögulega verður ópraktískt, og vinnur gegn sjálfu sér ;). gthth segir: “2. Hún er sjálfskæð vegna þess að afstæðishyggjumaðurinn játar að það sé afstætt hvort allt sé...

Re: Um manninn.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það er töluverður “sannleikur” í þessu hjá þér dónahundur. Þó er eins og það sé skyggt á hann, það er soldið eins og “sannleikurinn” sé ekki í fókus, sé soldið óskýr, það er eins og þú hafir ekki alveg gefið þér tíma þegar þú smelltir myndinni af. Niðurstaðan verður svona “hálf-sannleikur”, sem er kannski bara töluvert gott. :) Mér sýnist þú vera svon á “réttri” leið, en þú þarft að gefa þér og hugsunum þínum smá tíma til að þroskast, annars verður ávöxturinn súr. “Rök eru mjög snjallt...

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ef að (1) “Allt er afstætt við hvaðeina.” ..er einnig afstæð.. Þá breytir það því ekki “að allt er afstætt við hvaðeina” Hversvegna?! Nú vegna þess að svo vill til að við erum að ræða um “afstæði”.. Sannleikur þessarar fullyrðingar hlýtur einngi að vera afstæður, sem og þessi rökleiðing! Þe að í raun skökum afstæðis má lýta á (1) sem ranga fullyrðingu og rétta.. af því að það felur í sér afstæði. En það neitar ekki (1). Það sem hún segir einmitt það sama. Ég efa ekki að ég gæti sett það sem...

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það er ekkert að teljaranum Miðgarður. ;)

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til gthth: gthth sagði: “VeryMuch: Ég get bara ekki sýnt þér þetta betur en svo að þú ert í mótsögn við sjálfan þig. Ég neita að kerfið þitt sé rétt. Þú játar að ég hafi jafn rétt fyrir mér og þú, þar sem þetta er afstætt. Sem sagt kerfið þitt er bæði rétt og ekki rétt. Samt segist þú ekki hafna mótsagnarlögmálinu.” VeryMuch svar: Ef þú getur ekki sýnt fram á að ég hafi rangt fyrir mér, get ég ekki tekið gangrýni þína alvarlega. Ég sé ekki að ég sé í mótsögn við sjálfan mig. Mig grunar að...

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til miðgarðs: Ég átta mig ekki alveg hvað þú sérð athugavert við afleiðsluna. Hún er fullkomlega gild! En það er gott að fólk sýnir manni smá aðhald. :)

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Miðgarður: “Hér beitir þú svokallaðri tilleiðslu (einnig aðleiðslu). Hún segir eingöngu til um líkur á að tilgátan sé sönn. Það getur hugsanlega komið setning n-x sem segir að sumt er algilt.” Raunar beiti ég hér formi afleiðslu, útfrá gefinni setningu (1). Ef um gilda afleiðslu er að ræða, þá lendir maður í mótsögn við sjálfan sig með því að fullyrða allar forsendurnar en neita jafnframt niðurstöðunni. Þetta gildir EKKI um tilleiðslu. Þannig að þú sérð að ég beiti hér afleiðslu. ;) “Annars...

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
gthth: Mér fannst nú rökleiðing mín nógu skýr til að vera skilin. ;) “Þú hefur alls ekki skilið hvað ég var að fara. Táknin geta verið margræð. En það sem ég er að reyna að tjá með táknunum þegar ég segi að 1+1=2 er ekki þar með líka afstætt. Ef það væri afstætt - og þetta er mikilvægt - gæti einhver lagt sama skilning og ég í þessi tákn, sagt að útkoman væri röng og haft jafn rétt fyrir sér og ég.” Nei nei ég skildi þig alveg. :) Innan kerfis, sem hefur útrýmt afstæði milli tákna og...

Re: En sumt er meira afstætt....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Til: gthth Ég þrátt fyrir fyrri “hrakningar” á afstæði, vil setja eftirfarandi fram: (1) “Allt er afstætt við hvað sem er.” Hvað þá með fullyriðinguna (1)?! Jú (1) er líka afstæð, að sjáfsögðu. (2) “Það sem við lítum á sem óafstætt, er afstætt einnig.” Þal Allt sem er innan (1) er afstætt, en (1) í heild er afstætt einnig. Þal eru “sannar” fullyrðingar einnig aftæðar. (3) “(1) er afstætt eins og leiðir af (2).” (4) “Af (3) leiðir að allt er afstætt við hvað eina.” ————————————————- coby kom...

Re: Einræktun siðferðislega röng?

í Heimspeki fyrir 23 árum
Ég tel mig hafa næga þekkingu um málið, og hafa kynnt mér heimspeki nægilega.. til að stunda heimspeki. En ég er fjarri því að vera búinn. En ég tel mig ekki geta kennt neitt! Ég tel mig geta lært allt!

Re: Draumar, hið óræða.

í Heimspeki fyrir 23 árum
Ég var raunar að vitna í hugmyndir sálfræðinnar um drauma, en kannski er sálfræði merkingarlaust bull? Ég er bara ekki viss. En ég held að það sé hverjum sem er hollt að kynna sér margar ólíkar greinar fræða og vísinda. Ég var ekki að halda því fram að neitt væri augljóst við drauma, og þeir eru eflaust ekki bara tvíræðir heldur margræðir. Það að þú ert 15ára skýtur þessa drauma túlkun mína í kaf.. enda veltur þetta á því hvernig þér leið þegar þér dreymdi drauminn. Líðan þín þegar þig...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok