Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ég veit hvað ég vil!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: Mér finnst þetta reyndar ekki minna neitt sérstaklega á Nietzsche, en það er ekki hægt annað en vera stoltur af samanburðinum :). Varðandi sálarleysið, þá er þetta kannski persónulegra sjónarhorn. Þeas hefur hugsuðurinn efni á sál, eða hinu mannlega? Þeas eru kröfurnar til hans ekki þær að hann þurfi að yfirstíga veikleika sína að ákveðnu marki. Til að fá skarpari sýn á tilveruna. En þessu má svara sem svo, að ekki sé hægt né sniðugt að ráðast gegn egin eðli, til að sjá heiminn...

Re: Ég veit hvað ég vil!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
EkztaC: Ég þakka :). Það var nú ekki meiningin að vera torræður, í alvöru. Ég var bara í þessu stuði, þannig að þetta kom bara út. Þó ber ekki að skilja að meiningin sé þarna bara af því ég var í stuði. Það er formið sem er þarna af því ég er var í stuði. Djohnson: :) Ég er nú bara mjög stoltur að þú haldir að þetta sé tilvitnun. Þetta er bara tilvitnun í mig ;). Já og það er rétt hjá Popcorn, að ég var ekki að lýsa anarkisma. Auk þess er ég ekki anarkisti. Ágætur vinur minn er þó anarkisti,...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: Miðgarður sagði: “Nú er það svo að ekki er hægt að tala um gott og illt nema að vísa í tilfinningar. Gott og illt eða rétt og röng siðferðileg breytni er ekki til nema í skilningi tilfinninga. Þjáning, gleði, frelsissvipting, takmörkun á lífsgæðum, rétturinn til lífsins osfrv. þetta eru þeir grunnþættir sem siðferðisgildi taka mið af. Allt eru þetta tilfinningaþættir, það má ræða misskynsamlega um þá, en þetta er það sem lagt er til grundvallar þegar við erum að ræða um...

Re: Handklæðið hans Kants.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já ég er að velta fyrir mér hvernig hann rekur rök hins góða og hins illa. Hvernig hann ætlar RÖKLEGA að dæma um gott eða illt. En sjálfur lít ég á heiminn útfrá markiðum og leiðum að markmiði, og etv valdi til framkvæmda. En það kann að vera röklega möguleg nálgun að einhverju sem ætti sér hliðstæðu í skilningi okkar á hinu góða eða hinu illa. En það er líklega eini raunverulegi skilningur á illu/góðu, sem er röklega mögulegur. En ég er ekki tilbúinn með það allt í bili ;) Þó ætla ég mér...

Ég veit hvað ég vil!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég veit hvað ég vil. Ég vil hlaða mér altari, mér og mannkyni til dýrðar, það skal samsett úr rökum og “þekkingu”, þetta verður ekki altari tilbeiðslu, ekki neinum guði til dýrðar, þetta verður altari til mannfórna. Ég er böðullinn, hinn rökumpríddi morðingi, ég stend í byggingum og brýni hníf til fórna. Fórnin skal blæða fljótum af blóði, hún skal engjast og kippast af kvölum. Fórnin hefst á sönnun, sönnun á frjarvist sálar, sönnun með beittum hníf. Í blóðmóðu sársauka skal rökhugsunin...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: Miðgarður sagði: “Very: VeryMuch svar: Ég ætla ekki að ræða neitt um ákveðin sértæk tilvik hér. Ég hef ekki raunverulega þekkingu til að dæma þar um. .. Ég hef ekki nægilega þekkingu á heimsmálum til að ætla mig dómbæran þar um. — Líklega ert þú að gera þér upp fræðimannastæla að svara þessu svona ;)” VeryMuch svar: He! ha! Kannski það. ;) Miðgarður sagði: “Svona svar er einmitt dæmi um siðblindu sem siðferðið getur lent í þegar rökin ein eru höfð til viðmiðunar en tilfinningum...

Re: Vinsamlegast lesið þetta þeir sem efast um heiminn

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú hefur hárrétt fyrir þér! Alla vega í öllum grunn atriðum. Þú talar af tilfinningu eins og sá sem skilur og tekur viðfangið alvar lega eða til sín. Skilur það persónulega. Þú mátt þó vara þig á að verða ekki misskilinn í orðum þínum. Það skilja þig ekki allir. Þess vegna verður þú að gæta nákvæmni í orðum til að hlaupa ekki á veggi, sem eru út um allt. En þetta átti ekki að vera nákvæmur texti í ég átta mig vel á því. Ég vil lofa tilfinningu þína! Hún er það sem gerir þig að raunverulegum...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: miðgarður sagði: “Ég staðhæfði að það væru margar leiðir að sama marki eða niðurstöðu. Niðurstaðan getur verið eftir atvikum góð en allar leiðirnar sem farnar eru að niðurstöðunni þurfa ekki að vera góðar. Dæmi getur verið atburðarrás sem hófst af fullum þunga 11. september. Vera má að niðurstaða þessara togstreitu verði sú að islömsk ríki öðlist meiri virðingar og vægi innan alþjóðasamfélagsins en verið hefur og sú niðurlæging sem múslimir upplifa að þeir verði fyrir af hálfu...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: Ég er nú ekki viss um að þessi “grimdarverk” standist nákvæma röklega skoðun, skv því sem ég er með í huga. En ég hef kannski ekki komið öllu því frá mér hér. Enda ekki lítið. ;) Varðandi að siðferði lúti ekki skynsemi: Ef svo er, þá verður siðfræði ekki nein fræði. En það er raunar mín skoðun að svo sé. Þannig að þú hefur kannski rétt fyrir þér. En þá erum við auðvitað ekki betur settir en áður. Við höfum þá eiginlega farið úr öskunni í eldinn. Ég er raunar enn á því að það sé...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já og ég vil bæta hér aðeins við það sem ég var að segja hér að ofan: Þekking myndi teljast góð í sjálfu sér, skv vinnu-kenningunni hér að ofan. En þekking er ss verkfæri, sem veitir frelsi/vald til framkvæmda. Kannski er hægt að eima út úr því sem ég sagði áður um eitthvað sem væri hugsanlega gott í sjálfu sér. Að það sem ég var í raun að tala um, var VALD. Þannig að þegar ég var að tala um persónu EINKENNI, þá má tala um VALD í staðinn. Þá er ég líka aðeins að vitna í það sem ég átti við...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gthth: Já þú meinar það. Ég skil núna. ;) Þú meinar ss gott í sjálfu sér, ekki satt? Það er hugsanlegt að það sé hægt að tala um hluti sem góða í sjálfum sér. Td hlutir sem stuðla að tilvist þess sem miðað er við. Þá er ég að meina eins og góð heilsa, góðar gáfur, miklir hæfileikar sem væri gott. Af hverju væri það svo? Jú mér sýnist að eitthvað sem gæti talist gott í sjálfu sér, ss án markmiðs. Séu hlutir eða eiginleikar sem bera í sér “potential” eða möguleika til þess að gera gott. Þeas...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gthth: “VeryMuch: Hvað með góðan vilja, að vilja einhverjum vel? Er hann ekki góður? Jafnvel þótt aðrir beri ekki kennsl á viljann, að hann sé góður, eins og strákur sem er flengdur? Og jafnvel þótt athöfnin sem á að leiða til góðs misheppnist frá a-ö, þá var hún gerð bona fide, í góðri trú. (Annars má líka efast um að foreldrar sem flengja börnin geri það í góðum vilja þótt þau telji sér trú um það og réttlæti athöfnina ad hc, eftirá, með því; raunveruleg ástæða athafnarinnar getur vel...

Re: Hið góða, vonda og ég

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta eru bara fínar pælingar. :) Ég vil ekki mótmæla neinni þeirra. Ég vil bara leggja mínar hugleiðingar í púkkið. Í fyrstalagi, er ég sannfærður að ekkert er í raun gott eða illt, þeas hugtökin eru mannasetningar. En þær hafa merkingu og því mótmæli ég alls ekki. Hið illa og hið góða, er hægt að skilgreina svo, útfrá einstaklingi eða hópi manna. Kannski er einfaldast að tala um einstaklinga og samfélög í þessu sambandi. Frá Jóni litla séð, er illt að flegja hann, þegar hann var óþekkur....

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til miðgarðs: miðgarður sagði: “Það er nokkuð gaman að fylgjast með rökfimi og formbeitingu frummælanda. Hann streðar við að setja mál sitt fram á þann hátt að hann er stöðugt að grafa undan eigin málflutningi, enda er ekki annað hægt. Um leið og við opnum munninn eða ritum stafkrók erum við að nota ”fræðaheiti“ sem eru afrakstur fræðimennsku, kynslóð fram af kynslóð.” VeryMuch svar: Ég verð nú að þakka miðgarði fyrir að nota orðið “rökfimi” um málflutning minn. Það verður seint lakur dómur....

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gthth: gthth sagði: “Ef hann er bara að segja okkur að lesa með gagnrýnu hugarfari hvers vegna segir hann þá þetta?: ”Even if occasionally we had been able very easily and conveniently to find in a book a truth or view that we very laboriously and slowly discovered through our own thinking and combining, it is nevertheless a hundred times more valuable if we have arrived at it through our own original thinking. Only then does it enter into the whole system of our ideas as an integral part...

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
thossinn: Ég er alveg sammála þessu, með að maður verði að byggja á traustum grunni. Það er þó líklega aldrei hægt að setja fólki línurnar í því hverni það nálgast fag eins og heimspeki. Mér finnst jafnvel vafasamt að nálgast heimspeki sem fag. Ég er ekki viss, en mig grunar með heimspekina, að annaðhvort er maður heimspekingur eða ekki. En það þýðir ekki að þeir sem eru heimspekingar ættu ekki að læra heimspeki líka, en það er held ég erfiðara að kyngja hverju sem er, ef maður er...

Re: Varðandi hugsanlegan misskilning.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: gthth sagði: “Já reyndar er ekki sanngjarnt af mér að láta eins og ég eigi einkarétt á rökgreiningu. Ég á hann alls ekki. Ég vona að þú hafi ekki skilið mig þannig. Sú var ekki meiningin.” VeryMuch svar: Nei nei, ég skildi þig ekki þanni. Ég vildi bara, og vil enn, undirstrika það hve mikilvæga ég tel rökfræði og vensl orða og merkingar, í heimspeki. Vil bara fyrirbyggja þann misskilning að ég aðhyllist einhverja tilfinninga heimspeki, eða einhverja rómantík. Ég myndi frekar snúa...

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: gthth sagði: “Já, það er göfugur boðskapur að maður eigi að hugsa sjálfstætt. En hann segir samt ekki bara að það sé slæmt að lesa OF mikið; hann segir beint út að það sé betra að komast að sömu niðurstöðum sjálfur. Hann segir t.d. þetta ”The truth that has been merely learned sticks to us like an artificial limb, a false tooth, a nose of wax, or at best like a rhinoplastic nose formed from someone elsés flesh“ - Ég get ekki fallist á þetta.” VeryMuch svar: Það sem...

Varðandi hugsanlegan misskilning.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: gthth sagði: “En ég held að VeryMuch telji þetta ekki vera heimspeki í sinni hreinustu mynd. Inntakið má ekki vera heft af forminu. Hún þarf að vera meiri frumleg kenningasmíð. Ég kalla það skáldskap. Ég er nefnilega sannfærður um það að besta heimspekin sé a.m.k. 75% rökgreining, og greining á tungumálinu. Því megnið af heimspekilegum vanda er gervivandi. Ég segi ekki að allur heimspekilegur vandi sé svona. En margt má leysa með rökgreiningu. Auðvitað er samt öll góð samt beggja...

Re: Það sem ég meina.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til thossinn eða Þorsteins; hvort heldur sem þú vilt. ;) Það má ekki skilja mig sem svo að ég sé að mæla gegn því að fólk kynni sér skrif annara; hvað svo sem þau kunna að fjalla um. Nei, þvert á móti er ég hlyntur að fólk fræðist sem mest um sem flest. Ég vil bara leggja áherslu á varðveislu sjálfstæðrar hugsunar og sjálfstæðrar gagnrýni. Ég er í raun að árétta að það er ekki sama á hvaða forsendum við kynnum okkur hluti. Þeas ég er að hamra á því að fólk melti allr vel og vandlega, gleypi...

Re: Það sem ég meina.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: Ég er kannski full svartsýnn, kannski eru hlutirnir ekki í eins mikilli spennitreyju og mér hefur sýnst. En ég get ekki komist af þeirri skoðun; að hafa efasemdir gagnvart mikilli fræðimennsku þegar kemur að heimspekinni. Ég get heldur ekki gert af því að hafa áfram áhyggjur af frjálsri og sjálfstæðri hugsun í heimspeki. Ég get aftur ámóti alveg fallist á að fræðimennska getur lifað ágætu lífi í skapandi heimspekingi. En ég er sannfærður um að skapandi hugsun verði að koma fyrst!...

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: Það er teygjanlegt hvað Schopenhauer á við þegar hann talar um “OF MIKINN” lestur. Ég held að OF mikið af einhverjum hlut, sé skv orðana hljóðan, OF mikill. ;) En það er okkar að dæma hvar mörkin liggja. Eins og ég skil textan; þá vill Schopenhauer stilla málinu þannig upp, að sjálfstæð hugsun skipti meira máli, en mikil þekking í heimspeki, hið sama ætti að gilda um flest annað sem lítur svipuðum lögmálum. Ég efast stórlega um að Schopenhauer sé að reka áróður gegn lestri á...

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: gthth sagði: “Og þá spyr ég: Hvers vegna ættum við að lesa Schopenhauer? Er ekki betra ef við komumst að þessu sjálf? Eigum við ekki að forðast að lesa það sem hann hefur skrifað á meðan við getum enn hugsað sjálf? Á meðan maður er ekki alveg uppiskroppa með hugsanir?” VeryMuch svar: Þú hefur annaðhvort mistúlkað textan eða ert að miskilja mig. Skv. textanum er nógur tími til að lesa. Þar sem hugmyndir koma ekki stöðugt jafnt og þétt. Það er allavega sjaldgæft. ;) Schopenhauer...

Re: Það sem ég meina.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sæll Þorsteinn Fínu lagi að fá ferska vinda í umræðuna. :) Vissulega er rætt um td Platón með aðeins frumritin að vopni. En ef farið er út í alvöru svona skrif um Platón, þannig fer nú þetta nú oftast fram hjá heimspekingum, þá er eginlega óumflýjanlegt að lesa fræðilegar umfjallanir um heimspeki hans og vitna í hugmyndir einhverra rykugra kalla um heimspeki Platóns. Þannig er þetta í dag. Vissulega hefur maður engu að tapa, nema kannski tíma, á því að lesa bækur fræðinga um heimspeki annara...

Re: Skilaboð frá Schopenhauer.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Til gthth: Í 1. lagi þá skulum við hefja þetta á því að greina í sundur hugmyndir mínar og hugmyndir Schopenhauer sem koma fram í þessum texta. Þeas Schopenhauer sagði aldrei hér að ofan að fræðimennska dræpi heimspekina. En það sem ég sagði var: "Texti þessi öðlast aukna merkingu, í ljósi skoðana minna um að fræðimennska drepi niður heimspeki, alla vega heimspeki í sinni hreinustu mynd. [Ég vil leggja sérstaka áherslu á síðari hlutan þe "heimspeki í sinni hreinustu mynd".]“ Svo skulum við...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok