Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: hvað er fallegt?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hokeypokey: Ég tel að fegurðarmat geti verið breytilegt. En ég tel að þetta fegurðarmat, snúist um sameiginlegan ás, sem er þá einskonar norm þessara fegurðarmata. Fegurðarnormið, tel ég vera afleiðingu þróunar, líkt og allt annað sem myndar líkama okkar. (Ég tel NB að við séum aðeins líkami, ekkert annað.) Fegurð frá sjónarmiði þróunar, tel ég vera e-ð sem virðist okkur “líklegt til árangurs”. Einfalt dæmi eins og það að breiðar mjaðmir og mótt mitti kvenna, og stór brjóst; höfða sterkt á...

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Gthth: Jú jú, ég geri mér grein fyrir að þessi skýring mín á merkingu hugtaksins “huglægt” er ófullkomin. Ég vildi ekki vera að fara út í einhvern útsaum í svari mínu, þar sem það væri á skjön við markmið þess, þe lausleg skoðanaskipti án nákvæmra skilgreininga. Ef ég hefði farið út í e-ð nákvæmt flúr, færi umræðan etv bara að snúast upp í smátíning, um skilgreiningar á e-u sem hefur ekkert með upphaflega umræðuefnið að gera. Varðandi nákvæmari merkingu hugtaksins “huglægt” færi etv best á...

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Aha! Núna erum við komnir út í heimspeki. ;) En eins og með svo margar heimspekilegar spurningar, vantar oftast svörin við þeim. En glíman við þær er mikils virði. Varðandi orðið huglægt, þá er ég ekki viss um að ég skilji það á sama hátt og þú. Huglægt í mínum huga á við e-ð sem við dæmum skv okkar eigin smekk, eða e-ð í þá áttina, en hið hlutlæga eftir einhverskonar hlutbundnum mælikvarða. Þannig að þótt við getum ekki vitað hvort afritið er persónan sem það er afritað fyrir,...

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Hugmyndin um afritun sjálfsins er áhugaverð. Hver veit nema hún sé möguleg, en hún er þó ekki ódauðleiki, þó etv í samanburði við núverandi mynd okkar tilveru. Spurningin er bara hvort að “loginn” slökkni ekki, við þessa afritun. Eru upplýsingarnar okkar vitund, eða e-ð annað, td eftirlíking af okkur. Þal getum við eflaust, ef við gætum gert tilraun með svona afritun, ekki vitað með vissu hvort um sama einstakling væri um að ræða, fyrir og eftir afritun. Afritaði einstaklingurinn...

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Ég skildi þig sem svo, að þú teldir ódauðleika mögulegan, og jafnvel ekki svo langt undan. Slíkt kalla ég draumóra, sem mér þykja langsóttir. Vissulega verður framtíðin ekki eins og fortíðin, en þú ert ekki fyrsti náunginn sem sér framtíðina í fjólubláu drauma ljósi. ;) Tölvur eru eitt, ódauðleiki alls mannkyns, eða hluta þess, er allt allt annað! :) Ódauðleiki er mjög ónáttúruleg hugmynd, og syndir hreynlega á móti straumi náttúrulögmálanna. Vera má að fólk muni lifa lengur, en...

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Það þarf ekki snilling til að sjá hve langsótt þetta er. Ég kaupi þetta ekki. Það má án efa teygja lífshlaup okkar mannfólksins töluvert meira en nú er gert, en ódauðleiki er annað mál. :) Kv. VeryMuch

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Fallegur draumur. Hvar eru rökin? Þú trúir þessu, en ég ekki. Kv. VeryMuch

Re: Huglægni þess að deyja

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Apocalisp: Ef meðvitund er ómöguleg þegar maður er dauður. Þá skynja ég ekki dauða minn, ef ég er dauður. Lógískt ekki satt? ;) En dauðinn er alveg jafn skinjanlegur, sem fyrirbæri, þrátt fyrir þetta. Við sjáum fólk deyja í kring um okkur, stundum úr elli, í svefni jafnvel. En einnig vitum við að fólk getur þjáðst mikið á leið sinni að eigin endalokum. Við vitum einnig að dauðinn kemur, hann nær okkur, sama hvað við gerum, eða gerum ekki. Vissan um dauðan, orkar á dauðlegar verur, á e-n...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Br75: Stærðfræði í gaggó var nú miklu leiðinlegri en þetta, en skoðun þín móðgar mig íþm ekki. ;) Hvers vegna er 2+2=4 en ekki 5? Er ekkert vitlaus pæling. Mitt álit, þó ekki vissa, er það að þetta sé spurning um skilgreiningar. Við köllum himininn bláan og grasið grænt, þegar við tölum um liti. Hvernig er það mögulegt? Það er nú það. Hugtakið um tölur, byggir að mínu viti á þeim eiginleika okkar að geta greint hluti frá öðrum hlutum, þe afmarkað heiminn. Kallað e-ð stakt í heimi sem er í...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Miðgarður: Varðandi það hvort kerfið sem er notað til athugunar á mynstri heimsins, móti þal mynstrið sem er athugað. Þetta er etv eins og að horfa á e-ð í gegn um mismunandi gler, ef ég horfi á tré út í garði í gegn um flöskubotn, verður tréið sveigt og kúpt, og etv algrænt ef vildi svo til að flöskuglerið væri grænt. Ég gæti svo horft á tréið frá sama stað, með stækkunargleri, sem gerði það etv að verkum, að það birtist mér á hvolfi, allt eftir því hve langt stækkunarglerið er frá augum...

Afsakið villur.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Afsakið allar villurnar sem fylgdu svörum mínum. Þetta vill gerast þegar maður skrifar þetta í belg og biðu. :) Kv. VeryMuch

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Popcorn: Jú jú, það má vel líta svo á málið. Ég er sjálfur enn ekki alveg viss hvað stærðfræði er. Þeas ég er ekki viss um hvað ég álít stærðfræði vera, og með hvaða rökum. Þannig að ég get ekki kommentað neitt frekar á það. :) Kannski síðar. Kv. VeryMuch

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kma: Tungumálið er ágætt sem tungumál, en ómögulegt sem nákvæmur miðill fyrir merkingu. Þeas tungumálið á það til að brengla hana. Tungumálið á það líka til að vera villandi, og að rekast á eigin horn. Þess vegna kallaði ég það drasl. ;) Ég lít svo á merkingu, að hún sé eðlisólík tungumálinu, og þegar merkingin er sett í þennan miðil, tungumálið, á merking það til að afmyndast, og mótast af miðlinum. Merking í mínum huga er, Já! þú giskaðir rétt, mynstur. Merking er fyrir mér hliðstæð við...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gthth: Mig grunar að orðið “sannleikur” hafi orðið til og öðlast “merkingu” án þess að merkingin sé í raun til, þe sé raunveruleg. Kannski svipað orðinu “ekkert”, eða “endalaust”.. eða “guð”. Hvað eru þessir hlutir? Raunar er hugtakið “merking” loðið, þar sem merking “merkingar” veltur á þeim sem notar það. (Það er auðvitað fáránlegt að nota hugtakið “merking” í skilgreiningu eða krufningu á sjálfu því, sem undirstrikar ruglið.) Mál í mínum huga, eitt og sér, ekkert með sannleika að gera....

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Miðgarður: Jú mér sýnist þú vera að skilja mig. :) Ég vil þó skipta út “aðferð vísindanna” fyrir “tól vísindanna”, en það er túlkunaratriði, þal ekkert óumflýjanlega réttara en að tala um aðferð vísindanna. Ég lít bara á þær formegustu aðferðir, sem vísindin beita, sem tæki þeirra, en ályktanir sem eru utan “kassans”, þe td ályktanir um hvaða aðferðum eigi að beita hvar og eða hvenær, frekar í skilningnum “aðferðir vísindanna”. En með þeim rökum sem ég hef áður notað, í tali mínu um mynstur,...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kma: “Það sem VeryMuch er að leggja til, að mér sýnist, er að við finnum upp eða notum lýsingar sem eru betri (nær því að vera fullkomnar) en þær sem við höfum nú. Því miður sé ég ýmsa vankanta á því, til dæmis að lífið yrði ansi þurrt ef við ætluðum að lýsa öllu með ótrúlega nákvæmum lýsingum. Í tungumálinu þurfum við ekki nákvæmar lýsingar, sérstaklega ekki hversdagslega. Í vísindum hins vegar koma þær að góðum notum, enda reyna allir vísindamenn að nota eins fullkomnar (lokaðar)...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Miðgarður: Ekki nema von að þetta hafi hljómað furðulega hjá mér, ég leyfði þessu bara að flæða án endurskoðunar, slíkt hefur kosti, og galla. ;) Já, það er undarlegt að frumforsendur eru teknar inn sem “sannar” eða bara sem frumforsendur. Það hljómar mjög líklega að það sé ekki hægt að rökstyðja frumforsendur nema með aðleiðslu, nema að þær séu output frá öðru rökkerfi, sem væntanlega hefur þá aðrar frumforsendur, ss vandamálið er flutt til. Þó eru til rökkerfi á frumforsendna, en þau hafa...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Geirag: Stærðfræðin er auðvitað bara það sem hún er. Það gildir einu hvað við álítum hana vera. ;) Ég er bara ekki sammála þér. Þó að verkfræðingar noti stærðfræði til að reiknaburðarþol bygginga, geri líkön af umferðardreifingu stórborga, eða algríma í róbóta; breytir það ekki eðli stærðfræðinnar sjálfrar. Þetta er augljóst mál. Það sem er etv að angra þig, er gamalkunn klisja um eðli hugvísinda, og loðeðli þeirra miðaðvið td eðlisfræði. En þessi tilfinning, því það er það sem þetta er,...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Miðgarður: Mín sýn á fyrir bæri sem stærðfræði, þe fyrirbæri sem eru byggð upp á svipaðan röklegan hátt, sem takmarkast líklega við afleiðslu-byggð rökkerfi. Er sú að þau hagi sér, eða “líti út” eins og einskonar kristallar. Þannig að ef þú rifjar upp jarðfræðina þá mannstu etv eftir því hvernig brothorn og bygging kristalla, hinna mismunandi steinda, ráðast af frumeindum sem myndar steindina, og hvernig þær raða sér upp innbyrðis. Hvað á ég við með þeirri líkingu, sem kann að hljóma...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Geirag: Takk fyrir. En þú ættir nú bara að þakka honum Guðmundi Arnlaugssyni, þar sem ég pikkaði þetta aðeins inn. ;) Varðandi hvort særðfræði er hug- eða raun-vísindi, er það nú almennt viðurkennd “sannindi” að stærðfræði sé hugvísindi. En burt séð frá því hvað fólk heldur fram, get ég rökstutt þetta álit með því að hinar hagnýtu greinar byggja á hinni “hreinu” stærðfræði, og eru þal henni fullkomlega háðar, og myndu ekki vera án hennar, þal er hún frumforsenda hinnar hagnýttu stærðfræði,...

Re: Hugur er kominn út.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég þakka ítarlegt svar. :) Maður veit víst aldrei hvar maður á að byrja, það er svo mikið til, og endalaust úrval. Þá á ég við, alstaðar er svo mikið í boði af bókum, og hverskyns speki. Manni fallast bara hendur, fyrir þessu bókafjalli, en huggar sig þó á því að mest af þessu eru líklega endurtuggur á því besta, og eða drasl. Sönn speki er sjaldgæf. ;) Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Hugur er kominn út.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hljómar spennandi. Er e-r heimasíða sem er hægt að kíkjá á eða e-ð þess háttar? Hve mörg “blöð” eru annars í gangi, eða hafa verið gefin út, um heimspeki eða skild málefni? Hvað með erlend “blöð”? E-ð sem er kóngur og drottning allra hinna? Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Er vit í frumsendum stærðfræðinnar?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Evklid: Gott efni! Já efinn rekur allt að uppsprettunni. Skv mínum athugunum, er allt rekjanlegt, nema okkar eigin meðvitund. Hún er seinasti hnökrinn. Og hann er það sem við erum, tilvera okkar, uppspretta og vatn. Annað er mikilvægt að velta fyrir sér. Þegar við efumst, notum við e-ð. Hvað?! Eftir stendur, ferlið sem kalla má efann, meðvitundin, og það sem er upp rakið af efanum. Hvað er allt þetta?!! Það veit ég ekki. Sannarlega ekki! Það sem mér sýnist þó. Er að hér er e-ð samhengi, e-ð...

Re: Tilvistarkreppa spendýrs.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gabbler: Hehe, ok ég er að fatta þig núna. ;) Já vatn er hollt og gott, sérstaklega með seigum bitum. Gaman að e-r hefur gaman að busla í þessum gömlu greinum mínum. :) Varðandi djúpar laugar, er það etv markmiðið að endurleika þróun landspendýra yfir í sjávarspendýr. Kannski endar maður sem hvalur, selur, höfrungur.. eða Keikó. En mér þykir þú gefa mér alltof mikinn “kredit” sko! Kærar kveðjur VeryMuch

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nietzsche kallinn, er meiri kallinn. Já já já, ró ró ró og tra la la. Kv. VeryMuch
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok