Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hin Íslenska NS Hjálp

í Half-Life fyrir 21 árum, 3 mánuðum
OBhave: Þessi grein var akkúrat það sem þarf fyrir NS! Ss góð grein. Punktar sem pirra mig við spilara: 1. Hupmpa armory aðeins minna! Sérstaklega ef eitthvað mikilvægt er að gerast. 2. Byggja RT oftar og aggressífar í byrjun, það vinnur leikinn síðar. 3. Muna að það er líka hægt að planta turret farm á mikilvæga samgöngupunkta til að hægja á Aliens, eða jafnvel hindra þá, á mikilvægum stöðum í kortinu. 4. Meira teamplay, nota waypunktana betur. 5. Tips: Hægt að “hálf-byggja” turret farm á...

Re: Paradís þegar tíminn endar

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Miðgarður: Sæll og blessaður. Það má vera að reiknilegar forsendur og önnur hlutlæg fræði standist vel. Það sem ég tel hinsvegar mjög hæpið, er hvernig þessar niðurstöður eru svo túlkaðar. Þá á ég við það að setja þær í trúarlegt samhengi. Þar sem óvissa trúarinnar er nú óumdeild, þar sem um “trú” er að ræða. Hvað hafa trúarbrögð að gera þarna? ;) Kv. VeryMuch

Re: Paradís þegar tíminn endar

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Pannox: Án þess að hafa lesið neitt eftir þennan mann, eða um þetta yfir höfuð, leyfi ég mér að segja að niðurstaðan sé vafasöm. Þeas það að gera sér grillur um að geta leitt eitthvað þessu líkt út, með ekki meiri upplýsingar en við búum yfir í dag. Ég tel sjálfur að líf sé eitthvað sem er óháð efninu sem það er í. Þeas að það sé einskonar mynstur eða ferli, sem heldur áfram að þróast í ótrúlegum formum, en ég ætla mér ekki neina frekari spádómsgáfu í því efni. Spámenn hafa alltaf verið til,...

Re: ef ekkert væri til

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Joakim: Þetta var ein af mínum fyrstu pælingum, sem leiddi restina af sér. ;) Þetta er mikilvæg pæling. Þeas að átta sig á því hve undarlegt það er að við eða eitthvað yfir höfuð sé til, hvað þá að eitthvað sé til sem er að hugsa um það hve undarlegt það sé að eitthvað sé til. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Könnunin

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Viking: Þetta getur verið rétt hjá þér. En er þetta í raun sama könnunin og áður. Það er líklegt að annað fólk sé að svara, og etv hefur það fólk sem svaraði fyrri könnuninni skipt um skoðun. Gallup gæti ekki starfað ef hún þyrfti alltaf að breyta spurningum sínum, það myndi kippa fótunum undan markmiðinu. Að komast að skoðunum fólks um ákveðna hluti á ÁKVEÐNU TÍMABILI. En ég er alveg sammála þér ef rétt er, að það ber vott um hugmynda skort að kópía gamla könnun, þar sem lítið er til unnið...

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Freysi: Þú hefur rétt fyrir þér, við getum ekki vitað hvað er eða er-ekki, við trúum. Það ber þó að hafa í huga, að við gaumgæfum það sem við verðum áksynja, leggjum mat á það, hvort það sé trú-verðugt eða ekki. Sá dómur byggir svo væntanlega á þeirri reynslu sem við höfum af heiminum fyrir, þeim reglunum sem við teljum okkur sjá í þessari reynslu okkar, ss heimsmynd okkar. En hvað vitum við? Er vissa möguleg? Pældu í því. ;) Kannski er allt lygi? Eða, kannski er bara ekkert satt? Hvað er...

Re: Pælingar?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Kork: Jújú, þetta kannast maður við. Ég er enn ekki viss hvort þetta teljist blessun eða bölvun. Akkúrat núna reyni ég ekki að hugsa neitt, bara vinna og vera til, þetta getur orðið svo lýjandi. Gangi þér vel, ég veit ekki hvaða ráð eru rétt, eða hvort það séu til rétt ráð fyrir fólk eins og þig, fólk eins og mig, þannig að ég brosi bara til þín og bið þig velkominn í okkar ráðvillta hóp. Kv. VeryMuch

Re: Til hvers?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ibex: Það væri ekki talað um að deyja, um dauða, ef það væri ekki líf. Hvað er, hvers vegna, hvernig, líf? Ekki gleyma lífinu, ekki gleyma því að þú ert þú á lífi til þess að geta þó vitað með vissu að þú munir deyja, þú ert þó á lífi. Líf þitt, tækifærið, tilvera þín er ekki sjálfgefin. Það er bara smekksatriði, að mínu viti, hvernig þessi tími, sem við köllum líf, er nýttur. Ég er sammála þér varðandi léttvægi sumra þeirra atriða sem þú nefndir. En ég held að það sé ekki til eitthvað sem...

Re: Spurningaleikur

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
EkztaC: Hvaða hvaða. ;) <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Spurningaleikur

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
EkztaC: Hann er að vera soldið sniðugur, þá myndi sko hinn stjórnandinn taka þátt, og þal væru þátttakendurnir tveir en ekki einn, þá væri um 100% aukingu að ræða, eða 50% aukningu ef hann myndi auka þátttökuna frá 2 í 3. Hehe. ;) Kv. VeryMuch Ps. Annars hvet ég alla sem vettlingi geta valdið, að taka þátt í spurningakeppninni, hún er holl og góð fyrir alla sem hafa áhuga á heimspeki. <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Hvað er "heimspeki"

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Gthth: Mér finnst þú nú óþarflega hörundssár hérna, þú svaraðir svari mínu til Cronus, og er það ekki sjálfsögð kurteisi að svara svörum sem til manns er beint? Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Hvað er "heimspeki"

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Gthth: Já, þú hefur eitthvað misskilið þetta hjá mér, eða leggur of strangar túlkanir á lausar rissur. Ég tel heimspekina ekki vera “bara spurningu um eitthvað sem ekki er enn þekkt en verður etv þekkt seinna”. Heimspekin er mun fremur eitthvað í ætt við meðvitund heila okkar, við skiljum hana ekki fullkomlega þó við séum fullkomlega meðvituð um hana, etv er það okkur ómögulegt. Heimspeki er því mun fremur viðleitni, eða fálm, skynjun vitsmuna okkar, leit að mynstri án sérlegrar...

Re: Hvað er "heimspeki"

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Cronus: Ég myndi segja heimspeki vera “skapandi hugsun”, sem er auðvitað gýfurlega loðin skilgreining, en etv akkúrat nægilega loðin. Þar með er ég ekki að segja að öll “skapandi hugsun” sé “góð heimspeki”, það krefst væntanlega annarar skilgreiningar, en skapandi hugsun útilokar íþm ekki neitt innan heimspekinnar að mínu viti. Ef við ímyndum okkur þekkingu, það sem þegar er þekkt og að mestu óumdeilanlegt, sem svona þekkingarkristal, þá er heimspekin svona fálmandi reykur í kringum þennan...

Re: Er hægt að hoppa fram af jörðini??

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það var raunar talað um að stökkva, en það breytir svo sem ekki hvaða sagnorð eru notuð, ferlið er án orða. Lýsing byggir á málinu, og skilgreiningum þess, ekki því sem talað er um, nema að því leiti sem felst í innri byggingu tungumálsins, þe hve vel það er hæft til að lýsa, hvað það felur í sér að lýsa, en það er aftur tengt tungumálinu, en breytir aldrei því sem lýst er. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Er hægt að hoppa fram af jörðini??

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Kjanastelpa: Það er svo sem hægt að segja að hlutir sem hafa sloppið úr þyngdarafli jarðar, eða eru á sporbaug um hana, hafi á einn eða annan hátt “dottið” af henni, þótt það að detta gefi ólíkt ferli í skyn, þó í bæði skipti snúist það sem gerist um þyngdarafl. Ef fuglar flygju nógu hratt, myndu þeir detta af jörðinni, þe ekki ná beygjunni. En þeir myndu líklega ekki lifa það af, né haldast í einu lagi í gegn um það ferli. ;) Þetta snýst bara um orð, og hvaða orð hæfa hvaða samhengi, en...

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Br75: Ég verð því miður að biðja þig að eyða fleiri orðum í að útskýra afstöðu þína, og við hvað nákvæmlega afstaða þín er miðuð. Þetta er ekki eins ferskt í minni mínu og það var. Mig grunar að þú skiljir það sem ég sagði upphaflega ekki nægilega vel, etv vegna þess að ég útskýrði það ekki nægilega hreinlega. En ég er ekki með á hreinu hvað þú ert kommenta á og hvað þú ert því að segja. Afsakaðu þetta, en ég bið þig auðmjúklega að útskýra mál þitt með fleiri orðum, svo ég þurfi ekki að...

Re: Power of the mind

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Tannbursti: Ef þú lest aftur það sem ég sagði, muntu átta þig á því að ég er alls ekki ósammála þér. Ps. Taktu eftir orðinu EKKI í setningunni hjá mér. ;) Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Power of the mind

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Crap: Þú ættir að efast meira. En það er ekki röklega/vísindalega ómögulegt að hafa áhrif á líkama sinn með huga sínum, þar sem þetta er nú í raun sami hluturinn. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: lím

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Tannbursti: Málið er að það er hægt að segja með sæmilegri vissu að spurningar með “rétt svör” eru ekki heimspekilegar. En það er mun flóknara að ræða um spurningar sem hafa ekki enn eða ekki mögulega “rétt svör”. Ég held mig við það sem ég sagði áður, og það segir alveg nóg. ;) Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Bernard Williams látinn

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Gthth: Hehe þessar fréttir eru soldið fyndnar, ef maður horfir á þær frá því sjónarhorni. Vaktstofa dauðans! Gthth fylgist með af þolinmæði og mun segja ÞÉR þegar EINHVHER heimspekingur geyspar golunni. Húrra fyrir Gthth, húrra fyrir dauðanum, förum í kirkjugarðinn og höldum villt partí! Hehe. ;) (Þetta er ekki háð, mér fannst þetta bara allt í einu soldið fyndið, og vildi deila því með þér.) Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en...

Re: lím

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Krossfari: Nei þetta er ekki heimspeki. Um er að ræða spurningu, sem hefur ákveðið rétt svar, innan þess ramma sem hún er spurð. Því þarf ekki að velta sér neitt frekar upp úr henni nema að maður vilji kynna sér málið frekar, en þá er maður heldur ekki að fást við heimspeki, heldur að leita upplýsinga sem liggja fyrir, og skilja það sem þegar er skilið. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Kennsla: stærðfræði & heimspeki

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
EkztaC: Verðugt viðfangsefni, og gott að e-r er að velta þessu fyrir sér. Mér finnst persónulega að skólakerfið sé lélegt og miðist að mestu við að unga út meðalmennum í atvinnulífið, en síst til þess að mennta fólk í víðari skilningi. Auk þess sem mér fannst flestir kennarar sem ég hef haft vera þverhausar, en fáir svona inspírerandi og snjallir, en þó stöku aðili. Ég hef gefist upp á heiminum fyrir löngu og yppti bara öxlum. Ég hef ekki orku til að breyta heiminum, því einbeiti ég mér að...

Re: Matrix = heimspeki?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Snepill: Ég sé ekki að það sé slæmt að Matrix þjóni hlutverki sem sameiginlegur grundvöllur heimspekilegra umræðna. Þú telur Matrix, að því er virðist, slæman grundvöll þar sem hún er kvikmynd, en ekki bók. Þú hlýtur að sjá hve fáranlegt sjónarmið þetta er. Þar sem að af því leiðir að um leið og “góðar” heimspekilegar bækur væru kvikmyndaðar (ef hægt er), þá myndu þær missa heimspekilegt gildi sitt. Fáránlegt! Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er...

Re: Spurningaleikur

í Heimspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Gthth: Ég vil nú ekki vera e-ð fúll á móti, en mér finnst spurningar um kalla og hvað þeir sögðu ekki beinlínis vera heimspeki, en gott framtak engu að síður. Ss gott fyrir áhugamálið. En bara að fólk átti sig á því að spurningar um staðreyndir íþm, eru ekki heimspekilegar, en þó verður að játa að spurningar eins og “Hvað er dyggð?” þh spurningar eru vissulega heimspekilegar. En á móti því kemur, að “rétt” svar er ómögulegt, aðeins gott eða lélegt, skv e-u tilteknu viðmiði, sem gæti verið td...

Re: próf í heimspeki

í Heimspeki fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hokeypoke: Andstætt vinsælum skoðunum felst speki ekki í samansöfnun tilvitnana, og tilvitnunum í tilvitnanir. Jafnvel ekki heldur, í eilítið minna vinsælli skoðun, að læra kenningar og skilja þær. Spekin felst í því að búa til sinn eigin hugar heim, og aðrir hugarheimar eru í því efni sem uppsprettur, varahlutaverkstæði, eða fjársjóður, fyrir þann sem er að púsla saman heiminum. Í styttra máli. Heimspeki byggir á því að opna augun, að sjá, að sjá betur, án enda. Kv. VeryMuch Ps. Mesti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok