Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Um ofnotkun algildra kennisettninga.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Örn: Þar sem aðrir sjá lýti á texta þínum, horfi ég og sé fegurð. Textinn er greinilega innblásinn og skemmtilega flæðandi. En hann er ekki sérlega læsilegur, þá á ég við skiljanlegur, það er réttilega lýti. En hitt að geta skrifað innblásinn texta er bara svo miklu dýrmætari hæfileiki, en að vera málfræðilega og kórrétt stafsettur. Þú ættir að rækta þennan hæfileika og gera hann nothæfari með meiri aga, og etv yfirlestri. Takmarkið er svo að höndla himin og jörð, og hnoða þeim saman í...

Re: Rousseau?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
[mín persónulega skoðun]Jean-Jacques Rosseau var rugludallur. Ef þú tekur mark á ofansögðu, þá þarftu engar áhyggjur að hafa af því að skilja R. En þó þú takir ekki mark á fyrstu málsgrein, þá gætu verið enn betri ástæður þarna úti, til þess að taka alls ekkert mark á R. En mundu, þú verður að vera þinn eigin dómari, ef þú vilt öðlast raunverulega visku. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Kommon maður

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er alveg rétt hjá Tyl3nol, það er eins og gullárin séu að baki hérna. Það er þörf á smá endurreisn. ;)<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Ludwig Wittgenstein

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég tek undir með Tyl3nol, það væri nú góð tilbreyting að fá góða grein hingað inn. ;) Varðandi kost a) og b), þá held ég að það væri heimspekinni til ómældra bóta, ef flestir heimspekingar veldu kost a), öfugt við raunveruleikann, eins og hann virðist vera. Wittgenstein var auðvitað menntaður verkfræðingur, og a) hugarfarið er almennt ríkjandi í raunvísindum, og ég verð að viðurkenna að mér finnst ekki annar kostur vera verjandi. Ég held einnig að heimspekingar almennt gleymi vísindunum í...

Re: Heimspekin og stjórnmál

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Flott grein hjá þér Miðgarður. Ég hef oft hugleitt þetta sjálfur. En mér fallast hendur, ef ég hugleiði hvernig ætti að breyta þessu. Mig grunar að það sé jafnvel bara viðurkenndar (óskrifaðar) leikreglur pólitískra umræðna að þyrla upp ryki rökleysu, og berja andstæðinginn eins oft í hausinn með tilfinningarökum og þurfa þykir. Ég sé Egil í Silfri Egils fyrir mér hossast og iða í skinninu, svo krullurnar á höfði hans fara á fleygi ferð, af einskærri kátínu yfir öllum blammeringunum og...

Re: Takmörkun hugarinns?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Errha8: Neanderthalsmenn gátu vel skapað. Krómagnonmenn voru bara margfallt meira skapandi í hugsun en Neanderthalsmenn. Það var líklega það sem þeir höfðu umfram Neanderthalsmenn, sem gerði útslagið. En ef þú lítur svo á að heili Neanderthalsmanna hafi verið “hættur að þróast”, þá er heili okkar alveg á sama hátt “hættur að þróast”. Það þýðir hinsvegar alls ekki að við séum hætt að læra eða að við getum ekki fundið nýja þekkingu eða skapað! Við erum ekkert hætt að þróast, sama gilti um...

Re: Kjarnasamruni hugs og orku.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Axelbragi: Kjaftæði! ;) Hvar eru rökin fyrir því?? Platón er íþm ekki gildur rökstuðningur, síðast þegar ég gáði. :) Kv. VeryMuch

Re: Kjarnasamruni hugs og orku.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Permanent: “Þú nefndir þarna einhvað sem var á þá leið að hið andlega sé óendanlega flókið(ég túlkaði það allavega þannig) og ekki mælanlegt!! vissulega er það ekki mælanlegt með neinum raunvísindamæli tækjum en það er mælanlegt út frá sinni egin hugsun og hvort sem fólk sjái einhvern sannleika í þessu fer algerlega eftir því hversu skiningsríkt það er eða ekki.En gallinn við heimspekin í dag er það að það er verið að reyna að sanna einhverja tilvist einhvers sem hefur ekki form en má því...

Re: Kjarnasamruni hugs og orku.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Permanent: Mér þykir sérlega merkilegt að heyra þig tala um tungumálið, og svo málið sem undir því hvílir, sem er mál án orða, hreinar hugsanir, og eða myndir, eða eitthvað annað margbrotnara. Það eru færri en þú kannski heldur sem skilja þetta, eða gera sér grein fyrir þessu. Kannski er ég að fyllast af sjálfsbyrgingsskap að tala eins og ég hafi rétta svarið, og hinir fatti það ekki, má vera, en ef ég held mig við þann merkikertaskap þá leyfi ég mér að segja að þú fattir það sem ekki allir...

Re: Kjarnasamruni hugs og orku.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Permanent: He he, þetta hljómar skemmtilega hjá þér. ;) Ég get vel tekið undir það hjá þér, að heimspeki er á eilítið undarlegu stigi í dag. Þó veit ég ekki hvort við séum að tala um sama undarleika, eða sitthvorn. Heimur heimspekinnar er þrengri, en hann var, sérhæfðari, fræðilegri, og sumpart af þessum sökum flatari eða máttlausari en hún áður var. Hinsvegar getum við líka spurt hvað heimspeki sé í grunninn. Ég hef enga vissu svo sem, en mín skoðun, studd af þeim skilningi og reynslu sem...

Re: Kjarnasamruni hugs og orku.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Permanent: Sæll og ég bíð þig bara velkominn í hóp greinaskrifara hér á heimspeki huga. Ég játa að ég er ekki viss, hvort þú ert brandarakall eða ekki, hvort ég viti hvað þú ert að segja eða ekki, hvort þú vitir hvað þú ert að segja eða ekki. En ég er ánægður að heyra frá þér engu að síður, allt er betra en lognmolla, og sí endurteknir “standardar” þannig að manni líður eins og á lélegri fjölskylduskemmtun, með heimspekilegu ívafi. Þá vil ég þó frekar fá dulspeki rugl og dagbókarbrot, með...

Re: Er þetta spurning?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Saxi: Það eru fæstir pirraðir hér á einhverjum persónulegum nótum, þeir eru frekar málefnalega pirraðir, ef það meikar einhvern sens. ;) <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Er þetta spurning?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jæja, ég á erfitt með að trúa að ég sé svara svona leiðinlegum pósti (í meira en einni setningu). En þar sem umræðurnar hafa bæst við tel ég svar þess virði. Ef við tökum “Er þetta spurning?” alvarlega, þá gerir maður ráð fyrir að tilvísunarfornafnið eigi við setinguna sjálfa. Þar sem engin önnur setning (eða viðfang) kemur til greina. Ég lít svo á að “?” sé merking á stafunum sem koma á undan, og mynda setningu, að hún sé meind sem spurning. Svo veltur það á stafa rununni, sem skilgreinist...

Re: Er helvíti til?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Miðgarður: Svona nú! Það er ekki það að ég skilji þig ekki. En við litlu efnaferlin sem af einhverjum undarlegum ástæðum erum meðvituð, verðum að reyna að sætta okkur við hlutskipti okkar, þó það sé súrt. Við erum það sem við erum, og þal drepum við og erum drepin. Að auki er heimurinn ekki tilfinning, hann er hrein rök, þeas við litum hann aðeins eftir á með tilfinningum okkar. Þannig að ef þú nærð stjórn á eigin tilfinningum og tilfinningasýn þinni á heiminn, þá ertu í góðum málum, og...

Re: Heimskspeki dagsins...

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Fyrst skilgreinirðu hvað það er að vera elskaður, eða kannski skilgreinirðu hvað það er að elska eitthvað, svo sem eins og sól eða guð. Svo ferðu bara út með nýju og fínu skilgreininguna þína og kannar málið. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Spurning eða staðhæfing og.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já, vandamálið er leysanlegt. Það er bara enginn til að leysa vandann. Valdið er dreift, lítið skipulag, og etv er ekki nægilegur vilji fyrir hendi. Svekk. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Spurning

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bittu borða fyrir augu þér, settu klemmu á nef þér. Láttu einhvern láta þig fá mismunandi drykki, meðal annars vatn, og gáðu hvort þú þekkir vatnið úr hópi drykkja. Ef þú þekkir vatnið. Skaltu spyrja sjálfa(n) þig: Hvernig þekkti ég vatnið? Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Ringulreið

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
WicK3T: “52!” er kallað 52 upphrópað. Þetta er ekki bara 52. Það þýðir að 52! er margfeldi allra talna sem fara í að telja upp að henni (og meira til), eins og popcorn sýndi fram á. ;) Kv. VeryMuch<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Ringulreið

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Saxi: Fullkomin óreiða er líkast til þar sem engin regla er, ekkert mynstur. En ef svo er, hvenær við getum við þá verið viss? Að auki, hvað er mynstur(regla)? Er óreiða etv ekki óreiða, bara mynstur sem við skiljum ekki? Ég veit ekki svarið. Líkast til er þetta spurning sem ekki er mögulegt að svara, sem er af svipuðu tagi og spurningin um það hvort guð sé til. Kv. VeryMuch<br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Femínistar og niðurníðsla á karlkyninu!

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Skeina: Það þó sumir karlar berji konur, þýðir það ekki sumar konur berji ekki karla. Hugsaðu líka til þess hvernig mál myndu standa, ef karlar væru hið svokallaða “veikara” kyn. Það þýddi að konur hefðu líkamlega yfirburði yfir karla. Spurðu sjálfa(n) þig hvort konur sem brjálast í dag, klóra bíta sparka og öskra, myndu ekki lemja karla í klessu ef þær gætu það?? Mér þykir það nokkuð ljóst. Þegar konur missa stjórn á sér, hafa þær einfaldlega minna tækifæri á því að skaða aðra í kring um...

Re: Ílát og innihald

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Damphir: Það er algengur misskilningur að Einstein hafi uppgvötvað afstæði, en það gerði hann ekki. Enda er afstæði augljóst, fornir heimspekingar í Grikklandi voru að ræða um afstæði hluta fyrir 2000 árum, og hafa eflaust gert það miklu fyrr. Það má skilja mismunandi sjónarhorn, sem svo að fyrirbæri birtast manni afstætt við sjónarhorn manns. Annars er óþarfi að tala um afstæði, því afstæði er svo oft notað í þeim skilningi að ekkert sé rétt, eða allt sé rétt (í hinum og þessum skilningi)....

Re: Ílát og innihald

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Miðgarður: Ég mikið velt fyrir mér merkingu, stærðfræði, frumspeki þessa og þekkingarfræði. Myndin skýrist smátt og smát í huga mér. Ég held að allt varðandi þetta verði aðeins skilið með því að vitna í skynjun. Hugsum okkur hamar. Hann er málm klumpur með visst form. Við getum hengt hann upp á vegg, eða slegið honum í aðra hluti. Hvað við gerum við hann, mótast af okkar sjónarhorni gagnvart honum. Í sameiningu er málmklupurinn með þetta form og sjónarhorn okkar á hann, merking hans í huga...

Re: litblinda

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
SharkAttack: Kíktu á gamlar greinar hérna á heimspekinni og þú munt rekast á fleiri en eina grein, sem fjallar einmitt um þetta, og umræður í ábót. Kv. VeryMuch <br><br><b>Arnþór L. Arnarson skrifaði:</b><br><hr><i>Spurningin er mikilvægari en svarið.</i><br><h

Re: Fósturvísar - stofnfrumur - rétt eða rangt.

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Gislihar: <b>Spurning:</b> <i>Er rétt eða rangt að rækta fósturvísa manna, í leit að þekkingu?</i> Eins og þegar allar ákvarðanir eru teknar, hlýtur maður að hafa <b>markmið</b>, <b>forsendur</b> og <b>rök</b>. <b>Markmiðið</b>, trúi ég (hið rétta veit sá einn sem þekkingarinnar aflar) að sé öflun þekkingar. En þekking er þess háttar fyrirbæri að við vitum ekki hvað við fáum fyrir fram. Því er sókn eftir þekkingu, viðleitni sem viðheldur einhverju sem mætti kalla möguleika (e. potential)....

Re: hmmmmm!!

í Half-Life fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvers vegna í ansk. er verið að passworda þessa servera?? Er ekki málið að fá sem flesta inn á þá?? Ég spilaði DoD fyrir ári eða svo, og er bara nOOb. Er ss málið í dag að fara á ircið til þess að fá password og svo skrá sig inn? Ef svo er, afhverju í ansk.?! Bara að hleypa hverjum sveiflandi titti inn, og ekkert kjaftæði!! Ég nota ASE og fæ mest tvo servera inn og báðir eru “læstir”. Og svo er flólk að kvarta yfir því að enginn sé inni á þeim?! Duhh…!!! Kv. VeryMuch [DonPing - áður Mr.Ping...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok