Kreoli: Jú eflaust ráfum við í hringi. En hvernig fáum við svörin? Spurningar koma ávallt fyrst. Jafnvel þó svörin komi aldrei, eða séu fyrir ofan okkar skilning, þá hlýtur spurningin að vera eitthvað. Þær standa svona út í víðáttunni, óskiljanlegar og ómótstæðilegar, vitnisburður um eitthvað ókannað, kannski eins og “the monolith” í myndinni 2001. Við erum betur stödd sem mannkyn, ríkari ef þú vilt, að hafa spurningar í huga, jafnvel þó svörin séu ljósár í burtu. Hún ögrar okkur við að...