Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Annar tilgangur?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
segull: Málið með þessa spurningu: “Hvert er endanlegt takmark mannsins/dýra í lífinu?” er að hún gefur sér fyrirfram að tilgangur sé til staðar. Ég tel það hugsunarvillu. Lífið getur ekki haft neinn algildan ( einn ) tilgang, því þá þarf eitthvað að hafa þennan algilda tilgang í huga. Hvað eitthvað er það sem hefur þennan tilgang í huga? Lífið?! Er lífið þá meðvituð vera? Nú ætla ég ekki að fara að veifa vísifingri og segja fólki hvernig hlutirnir séu eða séu ekki. Ég vil aðeins benda á...

Re: Annar tilgangur?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
segull: Það sem ég vil gera er að beina athygli þinni að vissum þáttum í pælingunni. Hvað er tilgangur? - Er það hlutur? Er það orð? Er það hugmynd? - Hvað er þetta fyrirbæri ‘tilgangur’? Það er mjög mikilvægt að staldra oft og iðulega við og athuga þau hugtök sem maður er að beita í orðun hugmynda sinna. Stundum eiga orðin það til að leika á okkur, bregða fyrir okkur fæti, og rugla okkur ærlega í ríminu. Það er mikilvægt að athuga hvað stendur á baki orðanna sem við beitum. Stundum getur...

Re: Annar tilgangur?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
segull: Hvað er tilgangur? ( Hvað þýðir ‘tilgangur’? ) Veltu hugtakinu aðeins fyrir þér. Hafa dýr tilgang? Hafa menn tilgang?

Re: góður heimspekingur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég með hól þitt mikils Geir. :) ( Sérstaklega nú á erfiðum tímum í mínu lífi. )

Re: góður heimspekingur

í Heimspeki fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Mikið er nú hressandi að sjá alvöru umræður. Þetta minnir mig á þá gömlu góðu daga.

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Br75: Er það rétt skilið hjá mér að munurinn á ályktunum okkar um það sem hægt er að vita, sé eftirfarandi: Ég: “Sumt getum við ekki vitað.” Br75: “Ekki er til neitt sem við getum vitað.” Gætirðu útskýrt hugmyndir þínar, um landamæri þekkingarfræðinnar, í lengra máli. Það gerir mér auðveldara um vik að átta mig betur á hugmyndum þínum. Ég er ekki alveg með þær á hreinu eins og mál standa nú. Kv. VeryMuch

Re: Schopenhauer

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Einhverntíma langt langt aftur í fornöld, sendi ég inn grein um Schopenhauer. Þetta er í raun grein eftir Schopenhauer sjálfan, þar sem að hún er að mestu leyti texti eftir hann. Greinina getið þið nálgast hér. Kv. VeryMuch

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Br75: Já, við getum vissulega afneitað allri þekkingu þar sem hún er ekki nægilega vel grunndvölluð. Þ.e.a.s. hvernig getum við vitað eitthvað ef við vitum ekki hvernig við vitum það. Klerkurinn verður þó um leið að viðurkenna að ‘ályktun hans sjálfs’ er einnig jafn vitlaus og allt annað. En þá er líka það sem hún segir vitleysa. Og ef það sem hún segir er vitleysa þá er það sem hún segir ekki satt, og svo framvegis. En þú segir þá e.t.v. í framhaldinu að það sýni að þetta sé allt...

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Br75: Ég er hræddur um að þú þurfir að útskýra þennan punkt fyrir mér. Ég er greinilega of tregur eða of illa lesinn til að fatta hann, nema ég sé bæði. Kv. VeryMuch

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Br75: Já, ég get ekki séð neinn mun heldur. Varðandi það að vera til, eða ‘til-veruna’ (það að vera til og allt sem felst í því), þá get ég ekki séð annað en hún hafi rætur sínar í okkar eigin meðvitund. Allt sem til er, væri ekki til nema fyrir okkar eigin meðvitun. Vera má að það sé til þó að við höfum ekki meðvitund um það, en við getum ekkert um það vitað. Og varðandi gagnrýna hugsun, þá hefur hún sínar rætur líka í þessari meðvitund. Nema það sé til meðvitundarlaus gagnrýnin hugsun....

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Br75: Ekkert að þakka. ;) Ef þú lítur á hugtökin ‘sannleikur’ og ‘raunveruleiki’ sem jafngild hugtök. Þeas að þau þýði það sama. Þá erum við sammála um það. Það sem ég er í raun að reyna að gera er að skoða heiminn út frá því hvað er raunverulegt. Í stað þess að leita að sannleikanum. Mér þykir meira vit í að finna raunveruleikann en að finna sannleikann. Eftir að hafa hugleitt síðustu málsgrein þína, þá dettur mér í hug að varpa til þín vangaveltu. Þú ræður auðvitað hvort þú pælir eitthvað...

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Br75: Uppfræddu mig. Kv. VeryMuch

Re: Sterk Rökræða - Tillaga að 'betra' formi rökræðna.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Br75: Já, rökfræði er ekki heimspeki ein og sér. Hún er bara rökfræði. Ég er ekki fastur í rökfræði. Ég er aðeins að beita henni. Já, okkur er eðlislægt að beita ákveðnum grundvallaratriðum rökfræðinnar. Hinsvegar vantar mikið upp á að við fæðumst með rök-linsurnar vel hreinar. Nei, rökfræðin er nefnilega ekki aðeins stafetning hugsunarinnar. Hún er ekki bara hólf til þess að setja hugunina í, hún er hluti af henni. Þetta atriði er nefnilega ekki fullkomlega auglóst í fyrstunni. Það krefst...

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Br75: Að tala af viti felur ekki í sér, í mínum huga, að slá fram fullyrðingum. Mun heldur að forðast að fara með þvætting. En það hef ég eflaust oft gerst sekur um. Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé hvítari en línið sem ég verð jarðaður í. Ef þú ert að leita að svörum, er mun vænlegra fyrir þig að snúa þér til raunvísindanna. En öll svör hvíla á forsendum. Eins og þú veist eflaust sjálfur mæta vel. Frá mér eða heimspekinni muntu líklega aðallega fá skilgreiningar, kerfi samhengis, sem...

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Br75: Nei. Ég er að tala um hugtökin og notkunn þeirra. Að auki að þau eigi við sama fyrirbærið. Ég er í raun ekki að ræða um fyrirbærin sjálf. Þar sem ég er að tala um hugtökin, til þess að reyna að fyrirbyggja svona misskilning, nota ég einfaldar gæsalappir: ‘sannleikur’ - ‘raunveruleiki’. Ef hugmynd þín um hugsun mína vekur þér ugg, þá verður bara svo að vera. En þá gætir þú kannski líka verið eilítið uggandi yfir því hvernig þú virðist vita allan sannleikan um mína hugsun, án þess þó að...

Re: Sterk Rökræða - Tillaga að 'betra' formi rökræðna.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það sem ég á við er að þú hefur rangt fyrir þér, rökfræði hefur að mínu mati ekkert með sannleikann að gera. 2+2 er kannski fjórir samkvæmt lögmáli rökfræðinnar en ekki samkvæmt lögmálum gagnrýnar heimspeki best kveðjur br br75 Mér finnst þú vera aðeins of stuttur í spuna til þess að það sé auðvelt að ná því sem þú átt við (nákvæmlega). Það væri etv góð byrjun að skilgreina eða útskýra betur hvað ‘lögmál rökfræðinnar’ og ‘lögmál gagnrýninnar heimspeki’ eru í þínum huga. Ég mun ekki skorast...

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
br75: Það væri kannski ekki úr vegi að útskýra betur hvað þú átt við, svo ég geti betur áttað mig á því, og þá svarað (vonandi) af einhverju viti. Kv. VeryMuch

Re: Sterk Rökræða - Tillaga að 'betra' formi rökræðna.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
br75: Hvað er rómantískt? Hvað áttu (nákvæmlega) við þegar þú telur mig trúa á mannveruna? - Mannveran er eins og hún er. (Sem er sísanna, en það sem ég á við, er að ‘trú’ þarf ekki að koma mikið við sögu. Einhverskonar raunhyggja væri mun femur við hæfi.) Rökræður geta farið fram í bók. (Jafnvel getum við litið svo á að við getum rökrætt við sjálf okkur. Eða hvað?) Kv. VeryMuch

Re: Um hugtökin 'sannleikur' og 'raunveruleiki' og notkunn þeirra.

í Heimspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
br75: Nei. Ég er aðeins að segja að hugtökin séu jafngild. Að merking þeirra sé hin sama. Þannig að EF eitthvað er raunverulegt ÞÁ er það sannleikur (að því marki sem það er raunverlegt). Ef þú átt, bíl, þá er það sem er raunverulegt við þann bíl, einnig sannleikinn um hann. Og öfugt. Það sem er sannleikurinn um bílinn, er einnig raunverulegt (er í mengi raunveruleikans). Ég er ekkert að segja um það hvað er sannleikur, eða hvað er raunveruleiki. Ég er aðeins að segja EF x ÞÁ y OG EF y ÞÁ x....

Re: Heimspekinámskeið

í Heimspeki fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Það var ekkert svona “bráðgert” prógram þegar ég var í grunnskóla. :( Raunar finnst mér menntakerfið ekki sinna þessum hóp að neinu marki. Það þyrfti að spotta hæfleika fólk strax og setja það strax í upphafi í nám sem hentar þessum einstaklingum. En þetta er kannski önnur ella. Rökhugsun (greind?) þróast raunar mikið upp að ca 16 ára aldri. Skv einhverjum rannsóknum. En ég treysti slíku mátulega (ekki mjög mikið). Málið er að maður veit aldrei hve mikið umhverfið(heimspekinámskeið) eða...

Re: Vélar

í Heimspeki fyrir 19 árum
Dannixx: Það er hægt að taka þessa pælingu ansi djúpt. Þannig að haltu þér fast. Það er svo að allt virðist vera samvaxið öllu öðru. Merking, þe skilningur, fæst aðeins með því að sjá hlutina í stærra samhengi. Tökum td það sem þú sagðir. Ég ætla að merkja það sem ég vil kalla ‘lausa enda’. Vélar Ef vél væri með sömu vitsmuni og maður er hún þá lifandi eða dauð? Ok. Nú hef ég sem sagt merkt (undirstrikað) alla ‘lausa enda’ eins og ég vil kalla þau atriði sem þarf að skilgreina til þess að...

Re: Könnunin: Gild rökfærsla?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er spurning hvort, einfaldur inngangur að rökfræði, sé sniðugt efni í grein. Nei, það er ekki spurnig. Það er gott efni í grein. Hins vegar er spurning hvort ég komi því að eða nenni að skrifa hana, í mjög náinni framtíð. Eru ekki einhverjir liðtækir hér sem gætu auðvelda grein um þetta efni. Svo væri hægt að bæta við efnið smátt og smátt. Kv. VeryMuch

Re: Mannlegt eðli í sambandi við fegurð o.fl.

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
peturp: Mér finnst þetta bara vera fínar pælingar hjá þér. Heimspeki þarf ekkert að vera um eitthvað stórkoslegt eða fjarlægt. Margar bestu pælingarnar hjóta að spretta af mjög hversdagslegum atburðum. Það er ekki eins og heimspekingar fljóti um á einhverjum bleikum skýum, þó þeir geri það kannski sumir. ;) Heimspeki um fegurð er raunar vel þekkt undirgrein heimspekinnar. Þú ættir án efa að geta fundið margar bækur um heimspeki fegurðarinnar (e. aesthetics). Þó fjallar þessi undirgrein mjög...

Re: Tilgangur bókalesturs

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Kindaridill: Sko þú gætir spurt þess sama um sjónvarp. Hvers vegna horfum við á sjónvarp?! Skólakefið notar líka fræðsluþætti sem horft er á í kassanum. Við horfum á sjónvarp okkur til skemmtunar. Við förum á sjónvarpsmessur í þartilgerðum sölum sem við köllum kvikmyndahús, eða bara bíó til hægðarauka. Bækur og sjónvarpsefni, hefur þann eiginleika að geta haft ‘innihald’ stundum gott stundum lélegt. En þegar miðla þarf þessu ‘innihaldi’ þarf eitthvað til að geyma það og flytja það. Ekki...

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta er mjög áhugavert. Meðvitundin er af mínu litla viti stæðsta ráðgátan, mesti leyndardómur tilverunnar. Og í framhaldinu má spyrja hvort eitthvað komi af engu. Varla er kemur meðvitundin sem við upplifum af engu? Kannski er efnið andlegra en við höldum? Eða kannski er eitthvað annað hér í heimi sem við áttum okkur ekki á. En ég ætla mér auðvitað ekki að vita neitt um þetta. Ég er bara skrifa óhindrað það sem dettur upp úr mér, jafnvel þó það sé mögulega tóm vitleysa. ;) Kv. VeryMuch
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok