Br75: Já, ég get ekki séð neinn mun heldur. Varðandi það að vera til, eða ‘til-veruna’ (það að vera til og allt sem felst í því), þá get ég ekki séð annað en hún hafi rætur sínar í okkar eigin meðvitund. Allt sem til er, væri ekki til nema fyrir okkar eigin meðvitun. Vera má að það sé til þó að við höfum ekki meðvitund um það, en við getum ekkert um það vitað. Og varðandi gagnrýna hugsun, þá hefur hún sínar rætur líka í þessari meðvitund. Nema það sé til meðvitundarlaus gagnrýnin hugsun....