Trappaðu niður æfingarnar, hafðu æfinganar léttar, og farðu sjaldnar, borðaðu nóg, sofðu nóg. Taktu lífinu bara með ró. Þetta hljómar soldið eins og þetta gæti mögulega verið einkenni ofþjálfunar hjá þér ( en ég þekki það þó aðallega úr þolíþróttum en ekki styrktaríþróttum. ) Þegar þú ferð að finna fyrir neistanum aftur skaltu trappa þig varlega upp. Passaðu samt að fara ekki of hratt af stað, betra að æfa aðeins of lítið í stað þess að æfa aðeins of mikið. Maður verður að hugsa þetta í árum...