Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ákvarðanir

í Heimspeki fyrir 17 árum
En ef hann væri dropi á rúðu? Elding á leið til jarðar? Rafboð í heila? Það sem ég er að benda á, er samsvörun milli ákvarðana og meðvitundarlausra ferla í náttúrunni. Tók hann ákvörðun, eða tók ákvörðunin hann? Ef þú skilur. Og var það ástæða, orsök, eða bara gangur heimsins, sem olli? ( Eða bara eitthvað annað? ) Eru orsök og afleiðing raunveruleg fyrirbæri, eða orð sem við notum til að skilja raunveruleg fyrirbæri; eða eitthvað annað? Svona eins og hamar getur verið verkfæri og hann getur...

Re: Lyftingar og Hæð

í Heilsa fyrir 17 árum
Ég myndi kynna þér málið betur en að treysta einhverjum hér á huga ( þar er ég með talinn ) til að svara þessu fyrir þig. Það að vaxa tekur auðvitað orku og næringu. Það að massa sig upp tekur auðitað líka orku og næringu. Ef þú er með ákveðið ( takmarkað ) magn af orku ( mat og möguleikum til að nýta næringuna ) þá hægt að leiða líkum að því að vöxtur á vöðvum geti tekið frá vexti beinanna. Og ef þú spyrð mig, þá er ekki spurning að það skiptir meira máli fyrir framtíðina að þú vaxir...

Re: Ákvarðanir

í Heimspeki fyrir 17 árum
Áhugaverð pæling hjá þér. Þú ert auðvitað ekki sá fyrsti sem veltir þessu fyrir sér, en þetta er pæling verð tímans sem í hana er varið. ( Og svo “útskrifast” maður kannski frá henni án þess e.t.v. að gera sér grein fyrir því nema þegar það er yfirstaðið. ( Þetta á við mjög margar pælingar. ;) ) ) Ok. Gerum smá husunartilraun. Þú ert í göngum og á eftir þér kemur ógurlegt skrýmsli. Látum það vera sjálfgefið að þú vilt forðast að berjast við það; þar sem þig langar til að lifa eilítið lengur....

Re: Líkamsrækt

í Heilsa fyrir 17 árum
Ég held að þetta velti að öllu leyti á kaloríu búskap hvers og eins. Sem svo aftur ræðst af hreifingu, og grunn brennslu. Fyrir mér hljómar þetta nokkuð spot on. Heill kjúklingur er líka ekkert lítið?! Diskur af hafragraut getur verið stór. Slatti af ávöxtum getur verið SLATTI. Skyr er líka hægt að borða mikið af. Ef maður leggur saman hitaeiningarnar muntu sjá að þær verða ekki svo fáar. Ef menn bæta svo við nokkrum próteinhristingum ( með léttmjólk/undanrennu ) geturðu lika auðveldlega...

Re: Líkamsrækt

í Heilsa fyrir 17 árum
Hverju mydir þú mæla með?

Re: erfitt að vakna..

í Heilsa fyrir 17 árum
Pantaðu tíma hjá heimilislækni. Hann getur svo sent þig áfram í svefn rannsóknir. Þetta hljómar eins og þú sért með einhvern svefn tengdan sjúkdóm, en ekki eitthvað hversdagslegt eins og sumir á þessum þráð virðast halda.

Re: ansalegt kannski

í Heilsa fyrir 17 árum
Pantaðu tíma hjá lækni og ekkert múður. ;)

Re: Könnun aftur.

í Heimspeki fyrir 17 árum
Jú jú, enda er heimspeki víð grein. ;)

Re: Könnun aftur.

í Heimspeki fyrir 17 árum
Þetta ætti kannski helst heima á áhugamáli um sálfræði.

Re: Brennslu æfingar

í Heilsa fyrir 17 árum
Já, þú misskildir einfaldlega það sem ég sagði og það er allt í lagi, þar sem þú viðurkenndir það. Það er heiðarlegt af þér. :) Það er auðvitað minnsta mál í heimi að klippa út setningar og túlka þær einar og sér, sem inntakið í því sem maður hafi átt að vera að meina. - Ég minntist til dæmis á skíðagöngu sem áhrifaríkari leið til að brenna kalóríum. En það segir sig sjálft að það er ekki mjög raunhæft. Þess vegna tel ég að hlaup sé áhrifaríkasta _raunhæfa_ leiðin til að brenna kalóríum. Ég...

Re: Brennslu æfingar

í Heilsa fyrir 17 árum
Reyndar sagðiru bara “hlaup” þannig að það getur verið mjög víðtækt og ætla því ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér. Einmitt. Og það var engin tilviljun að ég notaði víðtækt orð. Interval þjálfun er ekkert nýtt, og brennir að sjálfsögðu fleiri kaloríum en æfing sem er á jöfnu tempói. Ástæða þess að interval þjálfun kom til sögunnar var sú að maður getur ekki haldið hámarks púls nema í stutta stund. Með því að toppa og hvíla með reglulegu millibili ( intervals ) þá er hægt að ná að æfa...

Re: ansalegt kannski

í Heilsa fyrir 17 árum
Þetta getur verið hormónatengt. Þú ættir að spyrja lækninn þinn og eða kanna málið á netinu. Þetta gæti líka bara verið hvernig þú ert í laginu. En svo gæti þetta líka verið spurning um fituprósentu. Það kæmi mér á óvart að þú værir enn með manboobs ef þú kæmir fituprósentunni í 10 eða undir. Þau ættu að hverfa mun fyrr, kannski í kring um 12-13 prósentin ( sem er auðvitað bara ágiskun ). Þetta snýst líka um fitudreifingu. Fólk getur verið með ólíka fitudreifingu, auk þess sem fitudreifingin...

Re: Brennslu æfingar

í Heilsa fyrir 17 árum
Gætirðu komið með rök með þessu? Eða ertu bara að reyna að vera kúl?

Re: Smá hjálp?

í Heilsa fyrir 17 árum
Já ( og nei ) ef þú myndir getað aukið hlutfall af einhverjum ensímum er líklegt að þú myndir brenna meiri fitu en áður. Hinsvegar veit ekki hvaða ensím ( það eru til ótal gerðir ) þú þyrftir meira af ( eða jafnvel minna af einhverjum öðrum ). Þannig að það sem ég er að segja er að það er _líklega_ hægt, en það er bara ekki þekkt enn þá ( svo mér sé kunnugt um )… íþm er ekki komin hin fullkomna fitubrennslutafla eða sprauta enn þá. :)

Re: Brennslu æfingar

í Heilsa fyrir 17 árum
Já sipp er soldið sniðug hugmynd, því þú getur gert það hvar sem er, og þá auðvitað heima. En áhrifaríkast miðað við þann tíma sem þú eyðir í æfingarnar er hlaup ( ekki nema þú komist í skýðagöngu ( hún er enn öflugri ;) ) ). Og svo er það hjólreiðar, þú getur verið lengur á hjólinu og þal brennt meira en þegar þú hleypur, það tekur þig kannski bara aðeins lengur. Raunar er þú ert mjög ákveðin þá ráðlegg ég þér að hjóla bara rosalega mikið ( það er ekki sérlega sniðugt að byrja á því að...

Re: Smá hjálp?

í Heilsa fyrir 17 árum
Ekki er það eldur. ;) Bætt við 26. september 2007 - 17:30 Málið er að efnaferlið er í raun það sama og þegar eldur brennur. Bruninn á sér bara stað við mun lægri hita útstreymi ( orkuþröskuldur hvarfsins hefur verið lækkaður ). Ástæða: ensím líkamans hvata brunann.

Re: Smá hjálp?

í Heilsa fyrir 17 árum
Leiðin er einföld og hefur alltaf verið það, það er enginn galdur til, eins og þeir vita sem hafa reynsluna. A) Bruni ( A1) hreyfing + A2) grunnbrensla í hvíld ) B) Minnkuð inntaka kaloría. Gallin við megrunarkúra er að þeir leggja engöngu áherslu á B en á kostnað A2. Grunnbrennsla líkamans á það til að minnka eftir og á meðan megrunarkúr stendur. Sem sagt eftir hann þyngist fólk umfram fyrri þyndg, vegna varanlegrar breytingar ( ef ekkert er að gert ) á grunnbrennslu líkamans. Sama hvað þú...

Re: gæti verið að það sé..

í Hjól fyrir 17 árum
Kíktu bara á nokkur video á youtube http://www.youtube.com/results?search_query=cycling+tenerife&search=Search Bara ekki halda að það séu eins fáir bílar og eru á sumum myndböndunum, göturnar eru algert murder þarna. Ekker nema fyrir þá sem hafa góða reynslu í að hjóla í bílaumferð. En það er áreiðanlega hjólabúð þar og það er EKKI bannað að hjóla þarna. :D

Re: Gírar

í Hjól fyrir 17 árum
Hoppið upp og niður um tannhjól er vegna þess að gírarnir eru ekki stilltir rétt, eða vegna þess að það er keðja á hjólinu sem er fyrir færri eða fleiri gíra en þú ert með ( of breið eða of mjó ( þó aðallega ef hún er of breið )). Má vera að skiptirinn fari í teinana vegna þess að stoppskrúfa er ekki nógu hert ( þær ramma inn þá hreyfingu sem skiptirinn getur farið ( hve langt hann getur hreyfst inn eða út )). Ef að skiptirinn beyglast inn í teinana ( “skekkist” ) þá er stundum nóg að skipta...

Re: Kjanaleg spurning?

í Heilsa fyrir 17 árum
Ef þú finnur fyrir ‘línunni’ ef þreifar á handleggnum með fingrunum, þá þarftu fyrst og fremst að losa þig við fituna sem felur hana. Þá meina ég að lækka fituprósentuna. Farðu í mælingu ( fituprósentu ) og þá veistu hvar þú stendur. Settu þér markmið um að komast undir ákveðið stig, td fyir jól eða eitthvað. ( Hafðu það samt raunhæft. ) Ef þú finnur ekki almennilega fyrir þessari línu þarftu að vinna í að auka við vöðvana. Þú kannt það væntanlega. Bara vinna. ( Auk þess kannski að ákveða...

Re: Spurning

í Heilsa fyrir 17 árum
Ekki illa meint sko. :)

Re: Spurning

í Heilsa fyrir 17 árum
Hvenær lærir fólk að nota almennilegan titil?! Hve margir hafa ekki sent inn eitthvað undir “Spurning”? Hvernig væri að hinkra aðeins við og nota kannski titil eins og “Gingsen”. Bara tillaga.

Re: Tíminn

í Heimspeki fyrir 17 árum
Mikið rétt. Raunar tel ég að tími og hreifing sé sama fyrirbærið. Hugtökin eru bara notuð í ólíku samhengi, en vísa í það sama ( sbr. tugguna um morgunstjörnuna og kvöldstjörnuna; nú eða um veginn upp sem er vegurinn niður; og svo framvegis eftir þrörfum ). Orð eiga það til að flækja hlutina. Heimurinn var til fyrir tíð orðana, og mun vera það löngu á eftir að orð eru töluð ( eða hugsuð ( og þannig að flækjast fyrir sýrri hugsun )). Hve margar fimmaura gáturnar hafa nú ekki einmitt verið að...

Re: Vandamál ;S

í Hjól fyrir 17 árum
Gæti verið drifið ( inni í kasettunni ). Kíktu með þetta í viðgerð. ( Gæti líka verið einhver alger nobrainer. )

Re: nakkur

í Hjól fyrir 17 árum
Ég tek þetta aftur. Þetta er ekki racer hnakkur. Hann er of breiður að framan sýnist mér. En nokkuð nálægt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok