Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: illa farin much?

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ertu búin að láta kíkja á blóðið í þér? Einn möguleiki er að þú sért með of lága skjaldkirtilsframleiðlu. ( Ef þú ert með TSH yfir 3 myndi ég telja það koma niður á líðan þinni. Reyndar miða læknar hér við að maður þurfi bara að vera undir 4,2 TSH til að teljas eðlilegur en í bandaríkjunum er það 3,3 ef ég man þetta rétt, sem er mun raunhæfara. ) En þetta er auðvitað bara einn möguleikinn af mörgum. En svo hjálpar hreyfing líka til að krára svona verki og máttleysi. Þegar líkaminn fær áreiti...

Re: Lakkrís.

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég myndi nú samt borða lakkrís á jólunum, maður verður nú líka að leyfa sálartetrinu að fá sitt, svo eru nú einu sinni jólin. ;)

Re: Augasteinar?:I

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af þessu. Ef þetta gerist aftur og aftur, er kannski spurning hvort eitthvað spes sé í gangi. En þetta getur alveg gerst, þó ekkert óeðlilegt sé í gangi. Augað er auðvitað flókið líffæri og þar að stilla sig og aðlaga á einhvern hátt sem við gerum okkur ekki endilega greinfyrir. Þetta getur verið sambland af því að þú varst að drekka, það var væntanlega nótt, hvernig innstilltur þú varst tilfinningalega, að þú varst líklega pínu þreyttur, og svo áfram og...

Re: Prógram...

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Jæja, ég fæ seint tíu fyrir latínuna mína eða vöðvaheiti. Ég var að skoða myndirnar betur, og jú það var einmitt vængirnir þarna sem ég átti við, eða latissimus dorsi. En nú er ég lika alveg viss! Það sem ég ætlaði að reyna að segja frá upphafi var að upphífingar virka virkilega vel fyrir latissimus dorsi, eða lattana ( eða hvað þetta er nú eiginlega kallað ). Þú verður að fyrirgefa þar sem æfi fyrst og fremst hjólreiðar, lyfti bara með, og er því ekki með þessi heiti alveg upp á tíu. ( Þó...

Re: Prógram...

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Leiðrétting: Já, rétt hjá þér það gerir nákvæmlega ekkert fyrir deltana. Það sem ég átti við var trapezius ( eða traps ). Ætli það sem ruglaði mig hafi ekki verið að þessi vöðvi er deltalaga ( þ.e.a.s. þríhyrningslaga ). Ps. Er talað um “dífur” á íslensku?

Re: Prógram...

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
*Raðað eftir mikilvægi: 1. magi/bak - uppsetur, bakfettur. ( Ekki gleyma bakinu. ) 2. fætur - hnébeygjur ( eða sleða vél ef þú treystir þér ekki í hnébeygjur strax ). 3. brjóst/efrabak - bekkpressa, róður ( situr og togar í taug ). Upphífingar virka skratti vel fyrir deltana. 4. axlir - fáðu einhvern til að kenna þér að nota handlóð 5. upphandleggir ( má jafnvel sleppa fyrst, hitt styrkir þá ), handlóð aftur. Eyddu mestri vinnu í þríhöfðann því hann er mun stærri vöðvi en tvíhöfðinn og mun...

Re: Flash hjálp..

í Forritun fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Nú kann ég ekkert á flash, en þetta hljómar soldið eins og þetta sé vandamál með ‘events’. Þannig að þegar þú klikkar og heldur, overridar það event, eventið að dragga bendilinn yfir hindrunina. Þannig að ég býst við að vandinn liggi í event handling.

Re: Draumur

í Heimspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Svona draumar segja líklega mest um það sem þú sjálfur ert að hugsa innst inni. Þannig að líklega ertu með áhyggjur af heilbrigði þínu eða útliti. Einhverjar dularfullar túlkanir á draumum eiga hins vegar heima á dulspekinni.

Re: Þríhöfði

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég las einhvestaðar að “dips” séu einna bestar. Var einhver grein á Testosterone Nation.

Re: Español

í Hjól fyrir 16 árum, 10 mánuðum
http://www.youtube.com/watch?v=kv974Gr-LDE

Re: fá sixpakkið aftur...

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Mataræði + Hreyfing ( lyftingar og brennsla ).

Re: !?!?!

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tja, það fer eftir því hvað þú kallar “að æfa” í 2 ár. Mér sýnist að þú sért meira að mæta í ræktina öðru hvoru þegar þú nennir. Sem er allt í góðu, en þú gætir auðvitað náð þessum árangri margföldum á 2 árum. ;) Það má vera að þú takir kannski ekki nægilega á því í hvert skipti, eða þú mætir ekki nægilega reglulega. Kannski ertu ekki að taka nægilega þungar lyftur og svo framvegis. Ekki nægilega mörg sett kannski. Bottom line, þetta er ekkert sérstakt fyrir 2 ára vinnu. En þú ert samt...

Re: Brjóst?

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þetta er einmitt úbreiddur misskilningur, sem ég hef eytt nokkrum svörum í að leiðrétta, hér og þar.

Re: Hósti

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hóstarðu eftir æfingar ( eftir að hafa verið að hreifa þig ) eða bara hvenær sem er? Er þetta verra á einhverjum sérstökum tímum, eða þegar þú ert að gera eitthvað ákveðið, eða ert á ákveðnum stað?

Re: Brjóst?

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Farðu í fitumælingu og þá veistu hvort þú ert “feitur” eða “mjór”. Það er mjög auðvelt að sjá sjálfan sig í skökku ljósi. Ef þú ert td yfir 15% ertu soldið flabbí. Ef þú ert undir 10% þá ertu orðinn keppnis. Amennt ef þú ert að byggja upp viltu ekki vera að fara yfir 15%, meira vera 10% - 12% svona. En svo maður kommenti á þetta heilt yfir og almennt, þá býst ég við að besta leiðin til að laga þetta er með því að lækka fituprósentuna. Hinsvegar má vera að þetta sé bara í hausnum á þér. ( Þú...

Re: Java eða C++?

í Forritun fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Fljótt á litið og án mikillar ábyrgðar myndi ég segja að java væri fínt fyrir smærri einfalda leiki sem hægt er til dæmis að spila á netinu, og jú aðeins stærri leiki en það. Hinsvegar er C/C++ betra fyrir stærri og flóknari leiki, eins og þrívíddarskotleiki og hluti sem þurfa að reikna mikið og hratt. Til dæmis má geta þess að OpenGL þrívíddarstaðallinn er hannaður með C í huga ( ekki C++ NB þó flestir noti eflaust C++ þegar þeir eru að forrita OpenGL í dag ).

Re: Vatnsdrykkja

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Málið er að vera búinn að bleyta í sér fyrirfram. Ef þú ert að taka vel á því, viltu ekki vera að gutla með mikið vatn ( sérstaklega ef það er bara hreint vatn ). Það getur komið sýrunum upp í maganum á þér, komið af stað niðurgangsverk ( sérstaklega ef þú ert að taka vel á því ), og svo geturðu líka fengið sykurfall ( skyndileg þreyta jafnvel ógleði ) sérstaklega ef þú ert illa nærður fyrir og í slæmu formi. Einn lítill brúsi, eða hálfur stór ætti auðveldlega að duga þér. Ef það er heitt,...

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jæja, afsakaðu seinagang. Nei, ég er ekki með “zombie argument”, þar sem það felur í sér að ég sé gagnrýna sjónarmið ( sem ég er ekki að gera ), með notkunn zombía. Að auki, ef svo væri, er það ekki eitthvað sem flokkast með rökvillum; þar sem mér fannst hljómurinn vera soldið á þann veg hjá þér. Það væri bara ein afstaða með kostum og göllum, sem má kynna sér, eða fletta upp í google. ;) Þetta hófst nú allt saman á því að ég talaði um hve undarlegt fyrirbæri ég teldi meðvitundina vera. Og...

Re: Þarf hjálp takk?

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Gaur!? Afhverju ertu að spyrja fólk á huga? Farðu til læknis maður! Hvað heldurðu að fólk á huga geti sagt þér um eitthvað svona? Og hvaða gildi heldurðu að það sem fólk segir á huga hafi þegar það segir: þunglyndi, heilaæxli, eða að þú borðir of mikið af kartöflum. Gaur! Farðu til læknis. ;)

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Mér þykir þú ýja að því að menn gætu lifað án þess að vera meðvitaðir, sem er della í mínum skilningi. Sama á við um sjálfsvitund, þó svo við gætum hugsanlega brugðist við áreiti eins og rækjur myndum við alls ekki hegða okkur eins. Sjálfsagt gætum við ekki lifað vegna þess hve mikið við treystum á flókin samskipti og samvinnu milli einstaklinga. Hér er ég ósammála þér. Hér virðistu gefa þér að ekki sé hægt að hegða sér “gáfulega” án meðvitundar. Þú ert í raun að segja að flókin hegðun...

Re: Byrjandi

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Flakkaðu um. Flestar stöðvar bjóða upp á ókeypis prufutíma. Aðrar rukka ca 1000 kr ( láttu þig bara hafa það ). Finndu stöðina þar sem þú fílar þig. Það er mjög mikilvægt til lengri tíma og upp á hvort þú nennir að mæta á æfingar. Spurðu um svona byrjanda prógram, þau eru oft bara svona ljósritað A4 blað með einhverjum æfingum. Þetta er oft ekkert sérstök prógrömm en betra en að ráfa um með ekkert markmið og vera clueless að “prufa” einhver tæki. Miðaðu við að mæta 2-3 í viku þegar þú ert að...

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, þetta er án efa rétt og eitt dæmi um það hvernig mannshugurinn ( raunar kannski skynfæri í þessu tilviki… þó heilin eigi þar að vísu stóran þátt ) brenglar heiminn þegar hann nemur hann. Ég var samt meira svona að tala um hugsanir heilans, og að hve miklu leyti þær eru ófærar um að nema heiminn án brenglunar. ( Þetta er líka einhverskonar vísun í kvíakenningar Kants, það er að segja það sem hann sagði um hið forskilvitlega. - Að sumt í heiminum getum við einfaldlega ekki numið ). Kannski...

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þú virðist ekki vera að átta þig því sem ég á við. Ég er ekki endilega að tala um sjálfsvitund, það væri vel hægt að hugsa sér meðvitund án sjálfsvitundar. Ég setti gæsalappir um gagnslaust ( ef ég man rétt ), það gerði ég vegna þess að meining orðsins á í raun ekki við. Það á auðvitað ekki við að tala um ‘gagn’ samanber eitthvað markmið. Og að eitthvað hafi gagn að því marki sem það færi mann nær viðkomandi markmiði. En þetta er smáatriði. Gagn er sem sagt gallað orð, en ég nota það samt...

Re: Veit efnið af andanum?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Áttu við þetta að mér þyki undarlegt að hafa meðvitund? Þetta er nú kannski einn af þessum hlutum sem maður verður bara að fatta. Ég ætla svo sem ekki að fara út í það hvað er heimspekilegt og hvað hljómar bara eins og heimspeki ( en er það ekki eins og þú virðist vera að gefa í skyn ). Prufaðu að hugleiða hvort meðvitund sé nauðsynleg fyrir tilveruna. Hvernig væri heimurinn án meðvitundar? Væri hann eitthvað öðruvísi? Ég get nefnilega ekki séð að heimurinn yrði neitt öðruvísi. Við gætum vel...

Re: Pótein

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég held að það sé alveg í lagi. Sé ekki neina ástæðu fyrir því að það ætti að vera verra á þínum aldri. Hinsvegar má spyrja sig hvort þú þurfir á þessu að halda núna. Þ.e.a.s. æfirðu það mikið að þetta gagnist þér? Þú gætir líka bara orðið feitur og aðeins fátækari en áður. En jú ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þú getir tekið prótein. Passaðu bara að kaupa ekkert drasl.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok