Sko þegar þú ert alveg nýbyrjaður að hreyfa þig og hefur hingað til ekki gert neitt, þá muntu styrkja þig við að hlaupa og hjóla. Klárlega! Þegar þú ert kominn í form og ert á reglulegu prógrammi, sérstaklega ef þú ert að taka langar vegalengdir, er líklegt að þú sért hættur að styrkjast af hlaupum og hjólreiðum. Þú getur raunar gert styrktaræfingar hlaupandi eða hjólandi, tildæmis með brekkuæfingum og ef þú ert að hjóla geturðu líka hjólað í hærri gírum ( ekki fyrir byrjendur! ). Styrkingin...