Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er gott fyrir mig að taka inn fæðubótaefni

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ef þú ert að byrja myndi ég spara þér fæðubótarefnin. Prógrammið og mataræðið er númmer eitt. Ef þú ert ekki búinn að negla það þá skiptir engu máli hvaða fæðubótarefni þú tekur, þú munt alltaf sökka ( nema kannski þú sért fæddur í þetta ). Hins vegar ef þú ert búinn að ná valdi á prógramminu og mataræðinu, þá væri ekki viltaust að taka gainer eftir æfingar ( blanda af kolvetnum og próteini ). Ef þú átt erfitt með að taka nægilega mikið prótein í gegn um mataræðið ( ca 2 g prótein per kg )...

Re: Testosteron booster?

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Vil bara benda á, svona upp á nákvæmnina, að það að vera kk og vera 17 ára, þýðir ekki nauðsynlega að menn séu með hátt testesterone. Eða að viðkomandi gagnist ekki að auka testosterónið ( með náttúrulegum leiðum ).

Re: Spurning

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hnébeygjur.

Re: Tvær spurningar

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég hef aldrei notað þessi efni, þannig að ég get ekki talað af reynslu um þau. Hinsvegar skilst mér að flest þessi efni virki bara eins og hver önnur örfandi efni, þau skrúfa upp efnaskiptin. Sem þýðir að þú brennir fleiri kkal í grunninn. Þetta dót er pottþétt ekki hollt að nota að staðaldri, þar sem þetta setur álag á hjarta og æðakerfi. Hvaða annað örfandi og ólöglegt efni gæti virkað jafn vel ef ekki mun betur, en það er líka því óhollara, og fokkar þér upp. Þú verður líka að gæta þess...

Re: Kaffi

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já, ég er bara orðinn svo leiður á að taka það fram að ég prufaði að sleppa því í þetta skiptið. ;)

Re: Tvær spurningar

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Nei. Byrjaðu að æfa og sjáðu hvort þú ert maður í það. Betra er svo að leggja áherslu á annað hvort uppbyggingu vöðva eða lækkun á fituprósentu. Það er ekki eins vænlegt til árangurs að reyna að gera þetta tvennt í einu.

Re: Kaffi

í Heilsa fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég hef aldrei heyrt þetta. Hinsvegar stuðlar kaffi að því að þú brennir frekar fitu, og farir ekki eins fljótt yfir mjólkursýruþröskuldinn. Auk þess sem það peppar þig upp. Má vera að líkaminn verði frekar meira ON, og þal hægi á uppbyggingu sem á sér helst stað þegar þú ert OFF, ( eins og þegar þú ert sofandi ).

Re: Ekki beint heimspeki

í Heimspeki fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Sama tíma ( skv. hefðbundinni eðlisfræði ).

Re: Engin matarlyst.

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Prufaðu að borða epli, þau eiga til að auka lystina.

Re: Ekkert að þyngjast

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Notaðu gainer, og notaðu meiri gainer.

Re: Upphleyptir fæðingablettir

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Það er alveg eðlilegt að fá nýja fæðingarbletti. En ef þeir eru mikið að breytast eða stækka er betra að kíkja til húðsjúkdómalæknis og láta hann/hana tékka á þeim. Þetta er líklega ekkert til að hafa áhyggjur af samt, en kíktu til læknis til að vera viss.

Re: ZMA

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Geturðu lýst því eitthvað nánar? ( Hvernig það virkar fyrir þig. )

Re: ZMA

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
E og C vítamín ( andoxarar ) B6 vítamín. Sink og Magnesíum. NAC ( andoxandi ) og hefur áhrif á slímmyndun og ofnæmiskerfið og en getur valdið því að þú pissir meira sinki út úr líkamanum ( þal er sink í blöndunni ;) ). Ég hef ekki prufað þetta og ég veit ekkert hvort þetta virkar, en ég myndi kynna þér innihaldið vel og finna út hvaða efni eru raunverulega “virku” efnin í blöndunni og passa að þú sért ekki að taka fullt af allskonar vítamínum og dóti í öllum kokteilum sem þú ert að taka; þú...

Re: Einhverjar sweet æfingar með dumbbells?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Google veit svarið.

Re: Vöðvabólga

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Bíddu eftir að þetta lagist alveg áður en þú byrjar að gera æfingar. Fínt að taka bólgueyðandi til að flýta því að þetta lagist ( þú ert líklega að gera það hvort eð er - en íbúfen virkar, það er samt slæmt í maga til lengdar ). Notaðu hitapoka ( rafmagns ), því heitari sem þeir verða því betra. Það að liggja vel og lengi á hitapoka getur gert ótrúlega mikið. Þegar þú ert búin að jafna þig alveg, er málið að auka vöðvaþolið í þessum vöðvum með léttum æfingum. Fínt að teygja líka á þessum...

Re: Glutamín..þegar maður vill grennast?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Það er talið flýta fyrir því að vöðvar jafni sig. En það er deilt um hvort það virki. Ég held að þú græðir ekkert á því.

Re: Posture

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Veikleikinn heldur aftur af þér í efri æfingunum. Gerir þig sem sagt verri í þessum æfingum, eða gerir það að verkum að þú er líklegri til að fá meiðsli við að gera þær. Neðri æfingarnar eru til að leiðrétta viðkomandi veikleika.

Re: Posture

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Gaman að geta hjálpað. ;)

Re: Posture

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Lestu þetta: http://www.exrx.net/Kinesiology/Posture.html Bætt við 15. apríl 2008 - 17:21 Í flestum tilvikum græðirðu á að gera mikið af róðraræfingum, sitja og toga að þér æfingar. Sparaðu bekkpressuna og teygðu vel á brjóstinu ( sem sagt teygðu á framanverðum vöðvum til axlirnar leiti frekar aftur ).

Re: Munnangur!!!

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Keptu þér munnangurslyf, dót sem þú berð í sárið. Virkar oftast mjög vel. Annað sem virkar líka, en er bara fyrir þá hörðustu, er að drekka kók og láta það krauma í sárinu. Sárið dofnar við þetta og efstu húðlögin í sárinu verða tilfinningalaus, þannig að þetta lokar sárinu. En þetta er auðvitað ekki fyrir neina aumingja. ;)

Re: Upphitun

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég held hann ætti að setjast á stól og rembast við að hugsa “hita upp, hita upp, hita upp!” þar til hann verður eilítið rjóður í kinnum og soldið undarlegur til augnanna. :D

Re: Losna við Bakfitu?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Markið þitt er að lækka fituprósentuna. Þú gætir því spurt: Hvernig lækka ég fituprósentuna? Svar: -Borða hollt ( og í samræmi við brennlsu þína, grunnbrennslu plús hreyfingu ). - Lyfta og brenna. ( Besti árangurinn til að lækka fituprósentu næst með því að gera þetta tvennt, en ekki bara annað. En ef þú þyrftir að velja á milli ( vildir ekki gera bæði ) þá er brennsla áhrifaríkari en lyftingar. En bæði saman er áhrifaríkasta leiðin. )

Re: Bólgnir Eitlar

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
einmitt… það fylgja því stundum gallar að vélrita hratt. ;)

Re: reynir á allan líkamma?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég hef auðvitað ekki prufað allar íþróttir, og langt frá því. En þegar ég lyfti þá lyfti ég aðallega fyrir fætur, þar sem ég stunda götuhjólreiðar, og er ég vanalega að lyfta í 2 tíma. Mér finnst ég ekki hafa tekið almennilega á því fyrr en ég er kominn með skjálfta í lappirnar. En samt er maður margfalt fljótari að jafna sig eftir lyftingarnar en eftir erfiðan dag á hjólinu. Það er eins og þreytan liggi dýpra eftir hjólreiðarnar en eftir lyftingarnar, jafnvel þó maður hafi rústað á sér...

Re: Verðbólga

í Heilsa fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Hækka stýrivexti?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok