Það er pottþétt mál að þú getur ekki gert alvöru HIIT æfingar á hverjum degi. Þú myndir enda þugnlyndur, orkulaus, illa sofinn, skapvondur, og ég tala nú ekki um meiddur … eitt orð ofþjálfun ( e. overtraining ). Hvernig þú þolir HIIT þjálfun er mjög einstaklingsbundið, og ræðst af því hve þjálfaður þú ert fyrir. Ef þú ert þolíþróttamaður sem er búinn að æfa í mörg ár, þá ættirðu að þola HIIT æfingar vel og þá myndirðu vita hvar mörkin liggja, þ.e.a.s. hvenær þú æfir of mikið. Ef þú ert vanur...