Mér finnst eitt vanta í þessa umræðu, og það er sú óumflýjanlega staðreynd að íslenskar stúlkur 18 ára og eldri, sem orðnar eru fullorðnar (jæja.. útfrá lagabókstafnum allavega) ráða sér sjálfar. Þær hafa fullan rétt til að gera það sem þær vilja. Ef þær vilja heimsækja dátana þá verður bara svo að vera. Við íslenskir karlmenn höfum ekkert með að “standa vörð” einsog einhver orðaði það, eða reyna að halda þeim frá skipunum. Ég er hræddur um að karlmenn vinni seint hug kvenna með því að hafa...