Ég verð að segja Atari, að mér þykja þessar kómísku persónur mikilvægar, og þær verði að vera til staðar. Þær eru þáttur í því að gera Star Trek að þeirri margþættu skemmtun sem það er. Trekkið er samansett úr spennu, einlægni, kennslu, húmor, jafnvel smá rómantík, og svo ádeilum og dæmisögum. Ég held að saman myndi þetta einskonar spilaborg sem myndi hrynja ef einhverjum hlutanum yrði kippt í burtu. Kveðja, Vargu