Sú ánægja sem fólki hlýst af líkamlegri ástundun ýmiskonar er komin til af því að þegar okkur tekst að gera flókinn líkamlegan hlut rétt, sendir heilinn út í líkamann bylgju af endorfíni, sem er hormón sem veldur sælutilfinningu. Því flóknari sem hluturinn er, því meira endorfín, og því meiri sæla. Golf er með einhverjum erfiðustu íþróttum að fullkomna, og því verða menn einskonar endorfín-fíklar þegar einhver geta næst. Það er ekki nema eðilegt að þér þyki ekki mikið til þess koma, þar sem...