Ó, nei. Þú ert sko ekki klikkaður. Mér líður nákvæmlega svona sjálfum. Mér þykir ekkert dásamlegra en að vakna um nótt og sjá kærustuna mína sofandi, svo friðsæla og dásamlega. Ég læsist í margar mínútur og get ekki um annað hugsað en hvað ég sé heppinn. Svo þegar ég loksins aftur veit af mér átta ég mig á því að ég hef tárast af einskærri hamingju. Þá smelli ég ljúfum kossi á hana, passa mig að vekja hana ekki, og fer aftur að sofa, fullkomnlega hamingjusamur. Kveðja, Vargurinn.