Ég er auðvitað að hafa þetta beint eftir Gísla, þetta er ekki bara “mín skoðun”. Honum kemur ekki til hugar að halda mót þarna niður frá. Það eru ýmsir hlutir sem koma þar inn í. T.d. minnir mig að hann megi ekki, sökum eldvarnarmála eða einhvers skylds, hafa fleiri en 50 manns í húsinu. Þið getið alltént nokkuð öruggt bókað það að það verður ekkert stórt spilamót haldið í Nexus. Helsta hugmyndin er húsnæði Skák-, eða bridge-sambandanna. Þeir hafa gott rými sem nýtist vel til spilamennsku.