Sæll Roggi. “Session” táknar eitt spila“skipti”, eina lotu. Eitt kvöld, eða þvíumlíkt. Ævintýri getur aftur á móti verið lengra en það, og spannað nokkur “session”. “Last session, we met a dragon and…” gæti því útlagst á íslensku: “síðast þegar við vorum að spila rákumst við á dreka og…” Ég man því miður ekki eftir neinum stað þar sem hægt er að nálgast gátur í massavís, en ég skal svo vissulega hafa þig í huga ef ég rekst á eitthvað. Vargur Spunaspil Admin