Nei, ég held ekki að hægt sé að vera of ungur til að elska. Það að elska vil ég meina að sé hæfileiki sem sé okkur meðfæddur. Hvernig sú ást svo brýst fram, hvaða form hún tekur og hvernig við upplifum hana breytist eftir því sem við eldumst, en hún er alltaf yndisleg, svo mikið er víst. :) Þar sem þú spyrð þessarrar spurningar geri ég ráð fyrir að þú sért í raun að reyna að komast að því hvort þær tilfinningar sem þú berð í brjósti þér séu ást, eða eitthvað annað. Vitrari maður en ég sagði...